Sagnir - 01.04.1985, Side 37

Sagnir - 01.04.1985, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ OG NASISMINN Fjórði áratugurinn var á margan hátt mikill umbrotatími. Kreppan var allsráðandi í heiminum. Margir eygðu nýjan og betri heim í kommúnismanum. Með valdatöku Adolfs Hitlers 30. janúar 1933 eygðu enn aðrir bjartari tíma undir merki hans. Amk. stæði hann sem bjarg gegn heimsbyltingaráformum kommúnista. Heima á Fróni endurspegluðust atburðirnir í smækkaðri mynd. Harðvítug stjórnmálaátök hér á landi snerust öðrum þræði um afstöðunatil atburða úti í hinum stóra heimi. Hér töldu margir nasismann eina raunhæfa kostinn í baráttunni gegn heimsbyltingarmönnum. Nasisminn hafði enn ekki fengið tækifæri til að sýna sína réttu ásjónu. Hér verður skýrt frá afstöðu Morgunblaösins til Þriðja ríkisins og skoðanabræðra Hitlers á íslandi, þjóðernissinna. „Dagur hinnar vaknandi þjóðar“ Fréttaflutningur Morgunbladsins af stjórnarskiptunum í Þýskalandi 30. janúar 1933 bentu tæplega til þess að nýir tímar væru í vændum fyrir ríki álfunnar. Stuttu eftir valda- töku Hitlers fylgdu fréttir um harka- legar aðgerðir stjórnarinnar gegn pólitískum andstæðingum svo og gyðingum. í Morgunblaöinu var nánast enga gagnrýni að finna á þessar aðgerðir. Engir atburðir höfðu enn gerst sem gáfu tilefni til þess. Til að byrja með var litið á nasismann sem heilbrigt andsvar gegn sýkingu kommúnismans. Fyrstu meiriháttar tíðindin sem Morgunblaöið færði lesendum sínum frá Þriðja ríkinu var bruni rík- isþinghallarinnar. Athugasemdar- laust var skýrt frá því sem þýsk stjórnvöld höfðu látið frá sér fara um málið. Ekki var Alþýöublaöiö sama sinnis og það fór fyrir brjóstið á Morgunblaðsmönnum: En hvað gerir stjórnmálaritnefnd Alþýðublaðsins við fregn þessa? Hún snýr henni við. Það eru ekki kommúnistar sem kveikt hafa í þinghúsinu í Berlín, segir hr. alþm. Hjeðinn Valdemarsson. Oðru nær það eru þýsk yfirvöld, sem lagt hafa hina glæstu þing- höll að miklu leyti í rústir(l). Eins og hann viti þetta ekki betur en t.d. lögreglan í Berlín(l). En hvers vegna þessi yfirbreiðsla yfir talandi staðreyndir, hvers vegna þessar barnalegu málsbæturfyrir athæfi og byltingarstarf þýskra kommúnista.1 í garð kommúnista ríkti hið mesta hatur hjá Morgunblaöinu. Kommúnistaflokkur íslands starfaði á þessum tíma sem deild í Komin- tern, það eitt var ærin ástæða til að líta hann hornauga. Reyndar hélt blaðið því fram að þessi flokkur væri stórhættulegur sjálfstæði íslensku þjóðarinnar og yrði að stemma stigu við fylgisaukningu hans. í barátt- unni fyrir völdum leyfðu kommún- istar sér allt eins og bruninn í Berlín hefði borið með sér: Kommúnistar byrjuðu kosninga- hríðina með því hermdarverki, að kveikja í ríkisþinghöllinni, og jafn- framt ætluðu þeir að koma á stað borgarastyrjöld í landinu þannig að ekki væri unt að ganga til kosninga. En þessi Lokaráð snerust svo í höndum þeirra, að nú er ríkisstjórnin einhuga um það, að eyða þeim óaldarflokki algerlega.2 Aðgerðir Hitlers gagnvart komm- únistum voru vissulega litnar mild- um augum. Tylliástæðan sem fékkst með brunanum var á engan hátt gagnrýnd. Gagnvart kommún- istalýðnum dugði ekkert hálfkák. Skömmu eftir þingkosningarnar birtist löng grein í Morgunblaöinu undir fyrirsögninni „Sigur Hitlers“. Upphafsorð hennar voru á þessa leið: Hitler hefir ekki eingöngu komist til valda á löglegan hátt. Honum hefir líka tekist að skapa stjórn sinni þingræðislegan grundvöll við almennar þingkosningar. Skömmu fyrir þingkosningarnar 5. mars, sagði Goebbels, að kosningadagurinn ætti að verða „dagur hinnar vaknandi þjóð- ar“.3 Morgunblaöiö tók því vel hinum nýju ,,löglega“ kosnu húsbændum í Berlín. í framhaldi af því mátti reikna með að blaðið liti vonaraugum til nýstofnaðrar þjóðernishreyfingar hérá landi. íslenska þjóðernishreyfingin Vorið 1933 var stofnuð hér íslensk þjóðernishreyfing. Fyrirmynd henn- ar var sótt til Þýskalands og sagði Morgunblaöiö að vinstri menn og Hriflungaliðið hefði hlaupið upp til handa og fóta vegna þessa atburð- ar. Tók blaðið í byrjun upp hansk- ann fyrir hina nýstofnuðu hreyfingu. í Reykjavíkurbréfi, þann 14. maí 1933, var ma. farið þessum orðum um hreyfinguna: „Er óþarft að taka það fram, að þjóðernissinnum detta engin spjöll lýðræðis í hug en fylgja af alhug efling ríkisvalds, er spornar við hvers konar yfirgangi ofbeldis- seggja."4 Höfundur bréfsins virðist hafa haft brunann í Berlín til hlið- sjónar. Sókn væri besta vörnin gegn kommúnistum. Þessu voru gerð enn betri skil í forystugrein nokkru seinna: Eins og sjúkdómur í sæmilega heilbrigðum líkama hrindir af stað gagnverkandi starfsemi til varnar SAGNIR 35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.