Sagnir - 01.04.1985, Síða 39

Sagnir - 01.04.1985, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ OG NASISMINN Á hátíðisdegi verkalýðsins. istenskir þjódernissinnar hafa fylkt lidi og marséra austur Vesturgötuna nidur ímidbæ, 1. mai 1935. fámenn og starfsemi hennar fjaraði smámsaman út. Snemma árs 1938 skerptust línurnar enn. Komið var að endanlegu uppgjöri við þjóðern- issinna: Þegar Þjóðernissinnar eða naz- istar komu hjer við sögu, fyrir nokkrum árum átti Sjálfstæðis- flokkurinn vitanlega á hættu, að þessir menn klyfu eitthvað út úr hans fylkingu, ef hann ekki stæði öruggur á svellinu. En Sjálfstæð- isflokkurinn sá það strax, að ef hann færi að daðra við einræðis- stefnu nazistanna á sama hátt og stjórnarflokkarnir gerðu við ein- ræðisstefnu kommúnista, myndi það í raun og veru þýða, að loka- þátturinn í sögu lýðræðisog þing- ræðis væri að hefjast á íslandi. Framtíðin hefði svo skorið úr því, hvor einræðisstefnan hefði orðið ofan á. En Sjálfstæðisflokkurinn var trúr sinni stefnu. Hann bjarg- aði lýðræðinu og þingræðinu. Og fyrir hans verk er nú svo komið, að einræðisstefna nazistanna hefir kafnað í fæðingunni. Hún er þurkuð út.10 Afstöðu blaðsins urðu vart gerð betri skil; vinsamlegu skrifin voru alveg gleymd. Þegar hér var komið mLJn flokkur þjóðernissinna hafa verið í andarslitrunum. Hvort Sjálf- stæðisflokkurinn hafi þurrkað hann út verður látið liggja milli hluta. Morgunbladid hafði á þessum árum löngum kvartað undan miklu fylgi Kommúnistaflokksins, sem var hér hlutfallslega miklu fjölmennari en á hinum Norðurlöndunum. Þess vegna hefðí mótvægið sem fékkst með þjóðernissinnum verið nauð- synlegt. Núna voru kommúnistarnir skyndilega ekki fjölmennari en svo að sjálfstæðismenn gátu fyllilega Qegnt varðgæsluhlutverki þjóðern- issinna. En hefði kommúnisminn sigrað um þetta leyti suður á Spáni, hefði málið etv. horft öðruvísi við. Þar hafði ,,hægri villan“ sigrað en vegna fylgisleysis ,,fasista“ hér var sigur hennar á Spáni síður alvarlegt mál hér á landi. Af tveimur slæmum kostum virðist Morgunblaðinu hafa verið það nokkur huggun að kommúnisminn sigraði ekki á Spáni. Síðustu orð forystugreinar- innar skýra þetta best: Lýðræðissinnaðir íslendingar, andstæðingar öfgastefnanna beggja, þurfa engan kinnroða að bera fyrir því, þó þeir telji minni hættu af því stafa, að sú stefnan, sú villan sigri út um lönd, sem hjer nær engri fótfestu, heldur en hitt brjálæðið brjótist þar til valda, sem svo að segja stendur yfir frelsi íslendinga með brugðnu sverði.11 Gyðingaofsóknirnar í Þýskalandi og „íslensku gyðingarnir“ Strax eftir valdatöku Hitlers bar talsvert á fréttum í Morgunblað- inu um að gyðingaofsóknir væru hafnar í Þýskalandi. Annars viku þessar fréttir fljótlega fyrir öðrum nýrri. Einna mest áberandi þátturinn í áróðri þýsku nasistanna var að kenna gyðingum um allt sem af- vega hafði farið í landinu. Rann síðan oftast út í eitt andúðin á þeim og kommúnistum. Þessi áróðurstækni reyndist nasistum tekjudrjúg. Vegna skrifa íslensku blað- anna um gyðingaofsóknirnar barst bréf til Morgunblaðsins frá Berlín um þetta mál. Hefur það líkast til verið frá íslendingi þar í borg. Var það leiðrétting á skrif- um blaðanna um þetta mál. Sagði þar ma.: Þjóðernisjafnaðarmenn hafa hvað eftir annað lýst yfir því, að barátta þeirra gegn Gyðingum sje eingöngu sprottin af því, að þeir hafi verið búnir að sölsa undir sig alt of mikil völd í Þýskalandi og hafi beinlínis unnið að því að kæfa niður þýska menningu.12 Samkvæmt upplýsingum bréfrit- ara átti uppgangur gyðinga sér stað á þriðja áratugnum. Aðalsökudólg- arnir voru jafnaðarmenn. Og það sem var enn verra: ,,Þeir opnuðu landið fyrir hinu versta hyski Gyð- inga, austrænu Gyðingunum."13 Nokkru seinna birtist forystugrein um gyðingavandamálið. Bar hún keim af bréfinu fyrrnefnda. Fyrir- sögnin var „íslensku Gyðingarnir": Nú er það vitað að þýska þjóðin stendur í fremstu röð um mennt- un alla og menningu. Þess vegna verður Gyðingahatur þeirra SAGNIR 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.