Sagnir - 01.04.1985, Síða 48

Sagnir - 01.04.1985, Síða 48
JÓN LEIFS tónlist sína og kastaði burt öllum reglum sem hann hafði lært í skól- anum. Þannig varð til einhverskon- ar þjóðlegur stíll sem átti að verða framlag íslands til heimsmenning- arinnar. Óhætt er að segja að tón- listin sé svo einstök að enginn vafi leikur á hver er höfundur hennar. Dúr- og mollhljómum er kastað fyrir róða og þessi fræga íslenska fimm- und verður hljómurinn sem allt snýst í kringum. Valstaktur, mars- taktur og allir taktar fara lika fyrir bí en í staðinn kemur óreglulega hrynjandin úr rímnalögunum. Yrkis- efnið var svo auðvitað sótt í íslend- ingasögurnar og norræna goða- fræði. Frægðin Já, Jón naut talsverðs álits í Þýska- landi, ekki bara sem stjórnandi, heldur líka sem tónskáld. Fyrsta hljómsveitarverk hans var flutt í Karlsbad árið 1925 og síðan fóru hjólin að snúast. Næstu tíu árin flakkaði hann víðs- vegar um Þýskaland og Evrópu, stjórnandi eigin verkum og annarra. Hann var einnig óþreytandi við að kynna íslenska tónlist erlendis og troða henni inn á alls konar tónlist- arhátíðir. Af einhverjum ástæðum virðist drjúgur hluti íslensku tónlist- Jón Leifs 1926, efnilegur ungur maöur sem veit hvaö hann vill og stefnir hátt. Um þetta leyti var hann búinn aö koma sér vel fyrir í Þýskalandi sem stjórnandi, tónskáld og höfundur tímaritsgreina. arinnar vera eftir Jón sjálfan. Hvað kemurtil? Allt um það. Jón fékk góða dóma og suma mjög góða. Og það er ekki á hverjum degi sem íslendingi veit- ist annar eins heiður og árið 1930 þegar Berlínar Fílharmonían, ein- hver frægasta hljómsveit í heimi, hélt tónleika með verkum „tveggja meistara“, Jóns Leifs og Wagners, þar sem báðum var gert jafn hátt undirhöfði. Flest verk Jóns voru prentuð og gefin út í Þýskalandi. Útgáfu þessa studdu fjársterkir menn á íslandi sem kölluðu sig ,,Félag tónlistar Jóns Leifs“. Þessar útgáfur eru því miður ekki fáanlegar lengur því að næstum allt upplagið brann í loft- árás árið 1943. Jón Leifs og útvarpið Þrátt fyrir alla þessa upphefð gleymdi Jón ekki íslandi. Árið 1935 var honum boðin staða tónlistar- stjóra við íslenska Ríkisútvarpið. Þarna sá hann kjörið tækifæri til þess að koma íslenskri tónlistar- menningu á hærra plan og útrýma allri ómenningu. En hann entist þar ekki lengi; hann gat ekki lagt það á sig að vinna fulla vinnuviku. Þegar útvarpsráð vildi ekki samþykkja vinnu annanhvern dag, fór Jón að eyða mestum tíma sínum úti í Viðey við tónsmíðar. Svo brá hann sér sem snöggvast til fastalandsins svona einu sinni í viku, til þess að skipuleggja þá næstu. Jón hafði skrifað undir þriggja ára starfssamning, þannig að ekki var hægt að reka hann. Eftir eitt ár var hann látinn minnka við sig, var kallaður ,,tónlistarráðunautur“ með þriggja mánaða vinnuskyldu á ári. Þetta var gott og blessað á pappírn- um en gallinn var sá að Jón hélt áfram uppteknum hætti í hina mán- uðina níu. Hann skrifaði bréf út um allan heim í nafni útvarpsins þó hann hefði ekkert umboð til þess. Þannig var útvarpsráði boðin stór hljómplötugjöf frá Þýskalandi og opin tilboð um dagskrárskipti við þrjátíu lönd, allt í nafni Jóns Leifs og að ráðinu forspurðu. Það þarf ekki að taka það fram að starfssamning- urinn var ekki endurnýjaður. í stríðinu Eftir útvarpsævintýrið fór Jón aftur út til Þýskalands og ætlaði að halda Ólistfengt kórsöngsgutl Jón Leifs stóö alltaf fast á sín- um skodunum enda voru þær honum sem heilagur sannleik- ur. Þess vegna var ekkert rúm fyrir málamiölanir eða snefil af virðingu fyrir þeim sem voru svo óheþpnir að vera ósam- mála honum. Hér kemur eitt dæmi um ósveigjanlegan mál- flutning Jóns: Hið ólistfenga kórsöngsgutl, sem nú tíðkast stundum, má minnka og hverfa, af því að það er hvorki þjóðlegt né getur talist listrænt í alþjóð- legum skilningi. Það mun vera réttara að taka það fram, að þessar skoðanir, sem hér var lýst, eru algerlega ópersónuleg- ar, algildar og aðeins al- menns eðlis. (Lögrétta, 4. júli 1928, bls. 2). 46 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.