Sagnir - 01.04.1985, Qupperneq 51

Sagnir - 01.04.1985, Qupperneq 51
JÓN LEIFS Jón Leifs áefri árum. Eftirad stormar höfðu leikið um hann íáratugi var nú farið að hægjast um. Kannski þó um of, því enn stóð á almennri viðurkenningu á verkum hans. 1963. Þar með aflögðust metnaðar- fyllstu samtök sem Jón hafði staðið fyrir. Eftir þetta dró Jón sig að mestu úr sviðsljósinu og skarkalanum, enda var hann líklega búinn að fá nóg. Hann lést svo árið 1968, 69 ára að aldri. Vinsæll eða hitt þó heldur Jón Leifs varð aldrei spámaður í sínu föðurlandi. Þótt hann nyti á tímabili umtalsverðra vinsælda í Þýskalandi, náðu þær aldrei hingað til lands. Á árunum 1920-30 bar mikið á honum í blöðunum. Þareru söguraf sigrum hans í Þýskalandi, nýjustu verkum hans og þjóðlagasöfnun. En það eina sem í raun og veru var spilað eftir hann hér voru píanólög sem hann lék sjálfur ásamt konu sinni, líklega vegna þess að ekki voru til nógu margirgóðirhljóðfæra- leikarar á landinu til þess að flytja stóru hljómsveitarverkin. Þegar ís- lendingar fóru svo seinna að heyra þau, leist þeim ekkert á og fannst sem að þarna hefði örninn orpið kríueggi. Þessi hávaði var nefnilega í algjörri andstöðu við það sem landinn taldi vera ,,fallegt“, svo hann hélt bara áfram að hlusta á sína íslensku einsöngvara og kóra. Ekki jukust vinsældirnar þessi þrjú ár sem hann átti að vera að vinna hjá útvarpinu en eyddi þess í stað mestum tíma við að rakka niður allt sem íslendingar höfðu áður gert í tónlistarmálum, utan sín eigin verk auðvitað. Þau voru frábær. Víst er að gorgeirinn einn hefur skyggt tals- vert á verk Jóns. Hann var líka umdeildur erlendis °g gagnrýnin sem hann fékk þar var annaðhvort mjög góð eða mjög slæm. Það kom fyrir að flestir áheyr- endurnirgengju útaftónleikum með verkum Jóns en víst er að þeir sem eftir sátu voru þeim mun hrifnari. Þýska stórtónskáldið Paul Hinde- mith var ekkert að skafa utan af því þegar hann var spurður um hvort hann hefði heyrt einhverja tónlist eftir Jón Leifs. Hann svaraði: ,,Yes, if you call that music.“5 Á íslandi átti Jón fámennan hóp harðra stuðningsmanna. Þeir héldu honum tónleika í Þjóðleikhúsinu á sextugsafmælinu þar sem ein- göngu voru flutt verk Jóns. Flest verkin fengu þar sinn fyrsta og eina flutning. Frá stríðslokum sat Jón og samdi og samdi en enginn vildi flytja verkin hans. Þau hafa bara legið ofan í skúffu og safnað ryki. Þetta áhuga- leysi fyrir verkum Jóns er furðulegt. Hann var langt á undan sinni sam- tíð, en núna eftir svona mörg ár ætti að vera búið að taka hann í sátt.6 Tónlist Jóns var einstæð. Hún á sér hvergi nokkra samsvörun í nokkru landi á nokkrum tíma. Hvert tónskáld hefur sinn stíl; stundum er hann eins og hjá öllum hinum og stundum sérstakur. Sé hann nógu sérstakur getur maður sagt: ,,Þetta gæti verið eftir Beethoven“. En þegar maður heyrir tónlist Jóns Leifs er ekkert ,,gæti verið“; þetta ER eftir Jón Leifs. Á því er enginn vafi. Hann var algjörlega ósnortinn af smekk almennings og tísku- straumum, heldur hélt sínu striki og samdi einhverja þá stórbrotnustu og mikilfenglegustu tónlist sem saman hefur verið sett á íslandi og þótt víðar væri leitað. Af hverju eru íslendingar búnir að gleyma Jóni Leifs? SAGNIR 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.