Sagnir - 01.04.1985, Page 59

Sagnir - 01.04.1985, Page 59
ÁSTMÖGUR ÞJÓÐARINNAR? Jónas Hallgrímsson skáld. Vinskapur var milli Jóns Sigurdssonar og Jónasar og eitt af sídustu Ijóöum Jónasar var kveöja til Jóns. Þessa mynd af Jónasi gerdi séra Helgi Sigurdsson og erhún frummynd annarra mynda afskáldinu. ildir um Jón en flesta aðra. Skal nú vikið að bundnu máli. Mærður í Ijóðum Jón Sigurðsson átti alla sína mann- dómstíð fast aðsetur í Kaupmanna- höfn. Þaðan fór hann að jafnaði á tveggja ára fresti til íslands og sat Alþing. Hafnaríslendingar nýttu sér gjarnan þau tækifæri sem gáfust til veisluhalda og þurfti tilefnið ekki alltaf að vera neinn stórviðburður. En því merkilegra sem það var því meira þurfti að hafa við. Þá voru endrum og sinnum flutt kvæði og þau prentuð sérstaklega. Jónas Hallgrímsson hóf tækifæriskveð- skapinn til vegs og virðingar. Þótt hann yrkti til samkvæma þar sem vinir voru kvaddir þá var innihald kveðskaparins iðulega almennara. Þar má nefna kvæði eins og Þú stóðst á tindi Heklu hám, Nú er vetur úr bæ og Borðsálm.5 Þegar Jón Sigurðsson heldur heim að sitja fyrsta þing hins endur- reista Alþingis 1845, eru honum flutt tvö kvæði og eitt þegar hann kemur tilbaka frá íslandi. Tveim árum síðar er hann kvaddur með ekki færri kvæðum en fjórum. Árið 1849 er honum flutt eitt kvæði og annað til hans og fleiri veislugesta við heim- för frá Höfn. Þjóðfundarárið, 1851, fær Jón eitt kvæði í veganesti og annað við komuna til Reykjavíkur. Svona heldur listinn áfram.6 Alls eru það 12 skáld sem mærðu Jón á þennan hátt. Um það segir Sigurður Nordal: Þess eru hvorki dæmi frá dögum Jóns né síðar, að því er eg bezt veit, að nokkur annar íslendingur hafi verið hylltur svo oft í Ijóði og af svo mörgum skáldum í lifanda lífi.7 Af þeim tveim kvæðum sem Jóni voru flutt 1845 átti Jónas Hallgríms- son annað. Ólíkt flestum öðrum fækifæriskvæðum Jónasar þá er Það ,,mjög persónulegt“. Því má basta við að líklega er kvæðið það síðasta sem Jónas orti.8 Jónas og Jón voru vinir og áttu nokkuð saman að sælda. Þrátt fyrir það, eða kannski einmitt þess vegna, leyfir Jónas sér að vera nokkuð meinyrtur í kvæðinu. Ástæðan ersú að Jónasi féll það þungt að hið endurreista Alþingi skyldi háð í Reykjavík en ekki á Þingvöllum. En Jón beitti sér ötullega fyrir því að Reykjavík yrði hinn nýi þingstaður. í kvæðinu er Jóni óskað fararheilla og hann hvattur til að heimsækja Þingvelli á leið sinni til foreldrahúsa á Vest- fjörðum. Jónas veit að um seinan er að breyta þingstaðnum úr þessu og storkar Jóni biturlega þegar hann segir þessum stolta og ráðríka manni að ,elta hina‘! Síðasta erindið er svohljóðandi:9 Hlýan bústað bía biðjum þjerað liði verða byggðu værðir værar á grund kærri. Eltsvo hina! haltu hugprúður til búða Víkur- við þig leiki völin á mölinni. Finnur Magnússon hyllti Jón einnig 1845. Sigurður Nordal hefur látið sér detta í hug að Finnur hafi sett sínar vísur saman því honum hafi ekki þótt tilhlýðilegt að Jón yrði kvaddur með kvæði Jónasar einu. Hvort hugdetta Sigurðar er rétt eða ekki er aukaatriði. Því líklegt er að þegar frá leið hafi þess fremur verið minnst ,,aó sjálfur Jónas Hallgríms- SAGNIR 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.