Sagnir - 01.04.1985, Page 63
FULLTRUAKVEÐJA
við
burtför alþíngismannsins
JÓNS SIGURDSSONAR
í samsæti
Íslendínga í Höfn
þann 29da Aprilis 1845,
eða 6ta dag hörpu, þriðjudaginn fyrstann í sumri, ár eptir
íslands fyrstu bygging i Reykjavík 971.
Nýr morgun-roöi rís,
Rauðgyllir jökul-ís
Um fagurt Frón
Vaki nú vinirþess
Og verði þjóðin hress!
Lögréttu setst í sess
Senn hennarþjón.
Senn andleg sunna rís
Sinnis erbræðirís
Um fagurt Frón;
"Allsherjar þróast þíng”
Þar hljómar allt um kríng,
Ódt berst um alldar hríng
Alþjóðleg bón.
Við Faxa saltan sæ
Setst það í íngólfs bæ,
Fyrstum um Frón;
Þar hljómi þjóðar raust,
Þarfsamleg, vitur, hraust,
Margt bæti, mjúk og traust,
Mannheillatjón!
Alþíng, erendurrís,
Ágætan vinni prís
Um fagurt Frón!
Fulltrúa hlaut það hér
Hann oss nú kveðja ber:
Farsælan, hvar sem fer,
Faðmi hann Jón!
Finnur Magnússon
Minni
Frú íngibjargar Einarsdóttur,
súngið
í samsæti Íslendínga þann 20. November 1867.
Fögur varstú á Fróni rós,
rikilát, rjóð að sjá,
runnin öðlingum frá,
alin við svell og sólarljós,
geislunumbrááblóm
blíðum í æsku hljóm.
Hvílir þú enn við höfðíngs barm,
sem að við Dellíngs dyr
dýra þig tíndi fyr.
Hafin af styrkum hetju arm
unun þú bauðst og ást,
aldrei sem honum brást.
Margopt þú reiðst um Ránar hvel
öfluga hans við hlið,
hvesti þó óveðrið,
Og þó að storma jörmunjel
hamaðist húnum á
haðmóðgum skýjum frá.
Sittu nú heil, þú fræga frú!
skörúngur drósa dýr,
dáðrík og unaðs-hýr!
Meðtaktu þetta minni nú!
blessuð við hof og hörg,
hússfreyja Ingibjörg!
Benedict Grondal.
SAGNIR 61