Sagnir - 01.04.1985, Side 66
TÓLF ÁR í FESTUM
Frú Sigríður Thorgrímssen (1790-
1878) landfógetafrú. Ingibjörg var hjá
henni i sex ár á meöan hún beiö Jóns.
Eftir aö Sigríöur varö ekkja flutti hún
til Ingibjargar í Kaupmannahöfn og
var hjá henni i 22 ár.
hún alveg við stjórn heimilisins og
annaðist föður sinn í ellinni.
Hann dó 1839, eða sex árum eftir
að Jón fór út. Sagt var að það hafi
verið allerfitt að stunda hann og því
reynt töluvert á Ingibjörgu. Þolin-
mæði hennar var slík að orð var á
gert. Bræður hennar kunnu vel að
meta aðstoð hennar og létu hana
njóta arfs til jafns við sig, en þá var
arfhluti systur helmingi minni en
bróður. Arfur hennar var 490 rd I
munum, lausafé og húseign.6 Það
var töluvert fé; til viðmiðunar má
nefna til dæmis að húsaleigan sem
þau Jón borguðu fyrir húsnæði
fyrsta búskaparárið í Kaupmanna-
höfn, voru 200 rd.
Eftir lát föður hennar stóð hún á
vegamótum. Hún var ung kona í
festum og vænti unnusta síns, sem
var að koma undir sig fótunum. í
rauninni lá það beint við að hann
vitjaði hennar, en það gerði hann
ekki. Hún hefði getað rofið trúlofun-
ina, en mat Jón það mikils að hún
beið hans enn og fékk inni hjá vin-
konu sinni frú Sigríði Thorgrímsson,
konu Sigurðar landfógeta.7 Þessi
bið reyndi á þolrifin. ,,Hún er ein-
mana... og hefur ekkert að gjöra
nema bíða“8, sagði Ólafur bróðir
hennar í bréfi til Jóns. Ekki lét hann
þá áskorun á sig fá svo að enn beið
Ingibjörg. Henni hefur greinilega
þótt hann traustsins verður. Ætla
má að ýmislegt hafi hér komið til. í
fyrsta lagi var hún þegar búin að
bíða í sex ár eftir honum svo hvað
munaði um eitt til tvö ár í viðbót. í
öðru lagi gátu vinsældir hans hafa
haft áhrif á afstöðu hennar og í
þriðja lagi að rökfærslur Jóns fyrir
þessari löngu bið hafi verið traust-
vekjandi. Því einhverjar hljóta þær
að hafa verið.
Hvort ákvörðun hennar hefði ver-
ið önnur hefði hún vitað að hún þyrfti
að bíða önnur sex ár er ómögulegt
að giska á. Dvölin á heimili land-
fógetahjónanna varð Ingibjörgu
hinn besti skóli. Þar lærði hún ýmis-
legt nytsamlegt um rekstur slíks
heimilis. Hvað hún sýslaði ná-
kvæmlega er ekki hægt að fullyrða,
nema þar hefur hún örugglega
saumað af kappi, en saumaskap
Ingibjargar var við brugðið.
Gifting og búskapur
Eftir tólf ára bið fékk Ingibjörg að líta
unnustann aftur. Hann þótti glæsi-
legur í sjón, var orðinn þjóðkunnur
maður, nýkjörinn á þing. Giftingin
fór fram 4. september 1845. Strax
þá um haustið varð Ingibjörg að
taka sig upp frá öllu sem hún þekkti
og sigla til Kaupmannahafnar, þar
sem hennar nýja heimili skyldi
verða.
Fyrstu árin í Höfn bjuggu þau á
Admiralgötu 104, við fremur þröng-
an kost. Þau borguðu 200 rd í leigu
á ári, en með sparsemi og dugnaði
Ingibjargar tókst þeim að ná endum
saman.9 Frá 1845-1852 bjuggu
þau á þrem stöðum, en haustið
1852 komust þau í það húsnæði,
sem þau höfðu til frambúðar. Það
var Östervold 48b eða Austurvegg-
ur eins og það var kallað.10
Alla tíð reyndi á útsjónarsemi
Ingibjargar við búreksturinn. Heim-
ilishaldið bar ekki vott fátæktar þó
fjárhagurinn væri oft erfiður. Jón var
í ýmiskonar vafstri og tekjurnar ekki
alltaf öruggar. Hún gekk að „hverju
sem hún gjörði með stóru skapi,
kappi og atorku“11 og hélt heimilinu
fyrirmannlegu. Eftir að þau fluttu að
Austurvegg varð heimilishaldið allt
viðameira. Maður hennar barst
mjög á og bæði voru þau hjón afar
gestrisin og bauð Ingibjörg fólki
gjarnan heim ,,upp á harðan fisk“.
Munu þeirfáir íslendingar, sem til
Kaupmannahafnar komu á árun-
um 1852-79, hverrar stéttar sem
voru, að eigi hafi leitað þangað og
borið þaðan eitthvað til nytja eða
til skemmtunar.12
Ingibjörg fékk oft sendan mat að
heiman. Rjúpur, kjöt og ull fékk hún
frá vinkonu sinni, frú Guðlaugu
Gísladóttur, konu Gísla læknis
Hjálmarssonar.13 Einnig útvegaði
Ásgeir Ásgeirsson kaupmaður
henni íslenskan mat.14 Það veitti
ekki af að fá þessar sendingar að
heiman. Stúdentar í Höfn kunnu vel
að meta matinn hjá Ingibjörgu. Það
var opið hús hjá þeim hjónum einu
sinni í viku. Þá fóru þeir þangað að
borða. Á eftir borðhaldi bauð Ingi-
björg upp á púns, sem sumum þótti
þó fremur veikt.15
Þótt stjórn heimilisins mæddi al-
veg á Ingibjörgu gaf hún sér tíma til
Silfurnisti úr eigu Ingibjargar. Þaö er
varöveitt á Þjóöminjasafni. í nistinu
er mynd afJóni öörum megin og hár-
lokkur af honum hinum megin. Ingi-
björg bar þetta nisti um hálsinn.
64 SAGNIR