Sagnir - 01.04.1985, Page 70
Stefna Jóns Sigurðssonar í landvarnar- og hermálum
Þingeyri viö Dýrafjörð á áttunda áratug 19. aldar. Frakkar vildu byggja þar fiskverkunarstöð, sem sumir héldu að gæti haft
hernaðarlegt gildi.
Arnaldur Indriðason
Ef úngir menn kæmu
á fót skotvarnarliði...
Jóhannes Jósefsson (fyrrum eig-
andi Hótel Borgar) haföi gaman af
aö slást langt fram eftir aldri og ung-
ur haföi hann sérstakt dálæti á aö
lumbra á Dönum. í ævisögu sinni,
sem út kom áriö 1964, segir Jó-
hannes aö hann hafi, eftir svolitlar
stympingar viö útlenda sjóara norö-
ur í landi, tekiö ,,aö hugleiöa nokkuð
skrif Jóns Sigurössonar um varnir
íslands, sem ekki mættu vera svo
aumar aö handfylli útlendra of-
stopamanna gæti tekið landið á
einni hleypiskútu".1 Þaö er helst af
Jóhannesi að ætla aö hann hafi
gengið inn í bókabúö fyrir noröan og
keypt bókina Varnir íslands eftir
Jón Sigurösson.
Slík bók heföi getað komiö aö
góöum notum við samningu þess-
arar greinar en því miöur er hún
ekki til og sannast sagna liggur
næsta lítiö eftir Jón um hugmyndir
hans um landvarnirog hermál. Þær
litlu heimildir sem til eru má finna
hér og hvar í skrifum hans, ekki
hvaö síst í Nýjum félagsritum. Oft
er ekki nema um nokkrar línur að
ræða í greinum um önnur og, aö
hans mati, meira aðkallandi efni. En
stundum hefur hann þó sest niður
og velt þessum málum fyrir sér
lengurog ítarlegar.
68 SAGNIR