Sagnir - 01.04.1985, Page 72

Sagnir - 01.04.1985, Page 72
EF UNGIR MENN ... Danskir dátar á Islandi. Jón Sigurðsson var mótfallinn því að senda íslendinga i danska flotann. Frekar vildi hann að íslendingar aefðu sig sjálfir í vopnaburði. væri í landinu, aö þaö væri ekki uppnæmt fyrir einni hleypiskútu eöa fáeinum vopnuðum bófum.9 Þá er þaö Ijóst hvaðan Jóhannes á Borg hefur fengið oröalagiö í sína bók. Meö svolítilli hermennsku von- ast Jón til aö vekja þjóðerniskennd meö íslendingum og styrkja hana og stæla. Herútboðið Eftir þessa ritgerð í Nýjum félags- ritum 1843 talar Jón ekki um varn- armál í fjórtán ár. Hann hefur misst áhugann eöa önnur og stærri mál hafa tekið tíma hans allan. Næst þegar heyrist frá honum um land- varnir er þaö á þingi. Þaö var áriö 1857. Danska þingiö og fjárlaganefnd þess höföu um tíma orðið aö sam- þykkja fjárveitingu, sem stjórnin þurfti að láta af hendi til aö mæta útgjöldum vegna íslands, sem voru umfram þær tekjur, sem af landinu fengust. Fjárlaganefndin lét í Ijós óskir um aö alþingi íslendinga fengi vald til þess að gera fjárhagsáætlun og þar meö tiltaka þá upphæö, sem til landsins þurfti aö leggja úr ríkis- sjóöi ár hvert. Var talið sanngjarnt aö ísland legði eitthvað af mörkum til þarfa ríkisins svo sem eins og menn í danska flotann. Þegar málið var kynnt hér á landi voru sumir hlynntir herútboöinu eins og td. Páll Melsted amtmaður, en yfirleitt voru menn þeirrar skoöunar að útboö væru háö ýmsum ann- mörkum. Málið var þegar sett í nefnd er það kom fyrir Alþingi 1857. Um herútboðið haföi hún þáskoðun aö ekki væri rétt aö skorast undan því en binda þaö viö lágmarks- skyldu, tvö prómille íbúatölu og aö skyldutíminn yröi tvö til þrjú ár. Jóni finnst margt óviðkunnanlegt viö útboðið. Að hans mati er þaö byggt á rangri undirstöðu, nefnilega þeirri aö allir íslendingar séu sjó- menn. Þaö er rangt. Þeir eru langt- um fleiri sveitamennirnir og margir eru því aldeilis óhæfir til flotastarfa. Þess vegna er útboðið byggt á ónáttúrlegum grundvelli og skaö- legum. í því leynist það forna og háskalega háttalag dönsku stjórn- arinnar, aö lokka menn frá sveitinni og landbúnaðinum. Þaö undrar Jón aö þingnefndinni, sem um máliðfjall- aöi, skyldi hafa yfirsést þetta veiga- mikla atriði. Annaöerþaö, segirsvo Jón, aö þeir íslendingar, sem í danska flotann færu yröu á engan hátt til gagns fyrir varnir landsins af því aö þeir verja ekki ísland á neinn hátt þegar þeir eru úti í Danmörku. Og ekki réðu íslendingar því að stjórnin gerði þaö aö fastri skyldu aö senda hingað herskip til aö verja okkur. Jóni þykir því eðlilegra aö hafa varnarskyldu hér á landi meö eigin liöi og heræfingum.10 Hann tekur mjög í sama streng í grein, sem ber heitið „Alþíng og Al- þíngismár í Nýjum félagsritum frá 1858 þegar hann ræöir um útboö á íslendingum til herþjónustu. Hann segir aö íslendingar gætu almennt lært skotfimi, skylmingar og aörar 70 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.