Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 78

Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 78
FRELSI OG FRAMSÓKN borgarastétt lét sér ekki lengur nægja umönnun einvaldskonunga, sem aliö höföu hana í skjóli vernd- artolla og reglugerða. Hún kraföist aukins olnbogarýmis á athafnasvið- inu og íhlutunar í stjórn ríkjanna. Frjálshyggjan (líberalisminn) var hugmyndafræði borgarastéttarinn- ar. Hún var full æskuþróttar á 19. öld, en Adam Smith er talinn hafa brætt þær hugmyndir fyrstur í var- anlegt form, með riti sínu Auðlegð þjóðanna sem út kom 1776. Frjálshyggjan krafðist frelsis ein- staklinganna til athafna á sviði verslunar og atvinnulífs, en einnig á öðrum sviðum þjóðlífsins. Með því yrðu framfarir og framtíðarhagur einstaklinga og samfélaga best tryggð. Nítjánda öldin var þannig upp- gangstími kapítalismans. Iðnaðar- uppbygging fór hraðvaxandi í Evr- ópu með Bretland í broddi fylkingar og hugmyndir borgarastéttarinnar fóru sigurför um menntastofnanir landanna, einnig þeirra sem lítt höfðu séð breytingar á athafnasvið- inu. Það er söguleg staðreynd, að í löndum þar sem borgarastéttin er ýmist lítt þroskuð efnahagslega eða nýtur ekki pólitísks valds eða pólitískra réttinda, sem nauðsyn- leg eru viðgangi hennar og þrifn- aði, verða hinir akademísku borgarar málsvarar hennar og oddvitar.1 Þessi varð raunin í Danmörku og Þýskalandi, og í stöðnuðu sveita- þjóðfélagi íslendinga tóku að heyr- ast raddir sem ómuðu með nýjum rómi. Jón Sigurðsson gerðist mál- svari uppbyggingar atvinnulífs á ís- landi. Hagfræði, eða „Þjóðmegunar- fræði“ svo sem hann nefndi þau, voru meðal þess sem hugur Jóns hneig að á háskólaárum hans. Kennsla í hagfræði hófst við háskól- ann í Höfn árið 1840, og mun Jón hafa sótt fyrirlestra í þeirri grein til 1843 eða 1844.2 Um kennsluna sá einn fremsti fræðimaður Dana á því sviði, Bergsöe að nafni. Samtímis sem Jón sat í tímum hjá Bergsöe, kynnti hann sér rit um hagfræðileg efni. Meðal þeirra var höfuðrit Ricardos, sem kom út í danskri þýð- ingu 1839, en Ricardo var einhver áhrifamesti hagfræðingur Breta um þessar mundir. Þá komst Jón yfir rit Say hins franska, Bretans Mc- Cullochs og nokkurra þýskra höf- unda.3 Það má því fullyrða að Jón Sig- urðsson var vel að sér um þær stefnur í hagfræði og stjórnmálum sem uþpi voru í Evrópu á síðustu öld. Og þekking Jóns lá ekki eins og rykfallnar skræður á kistubotni, heldur var henni beitt á málefni líð- andi stundar. Þar bar hæst versl- unarmál íslendinga. íslandsverslun íslandsverslun hafði um aldir verið bundin dönskum kaupmönnum. Ár- ið 1787 var einokuninni að vísu af- létt, en aðeins gagnvart þegnum Danakonungs. Varð þetta til nokk- urra bóta fyrst í stað, en fljótt tóku landsmenn að kveinka sér undan ofríki hinna föstu kaupmanna á verslunarstöðunum, sem víðast hvar réðu í raun allri verslun, hver á sínu kaupsvæði. Stjórnvöld drógu taum hinna föstu verslana sem flestar voru í eigu stórkaupmanna í Kaupmannahöfn, en lausakaup- mönnum var gert erfitt um vik með hverskyns reglugerðarákvæð- um. Nokkrar endurbætur á verslunar- laginu voru gerðar árin 1816 og 1836, en þær skiptu ekki sköpum um ástandið. Nefna má sem dæmi um tregðuna í þessum efnum, að 1816 var erlendum þjóðum leyfð verslun á landinu, að nafninu til, en um leið lagðir svo miklir tollar á verslun þeirra, að engan gat fýst að reyna hana. Danskir stórkaupmenn sátu því að meginhluta allrar versl- unar landsmanna, en innlend versl- unarstétt átti erfitt uppdráttar. Þann- ig var ástand mála þegar ungur menntamaður í Höfn fór að rita um verslunarmál á íslandi. Fyrstu skrif í júní 1840 birtist grein í einu af dag- blöðum Kauþmannahafnar, Koben- havnsposten, undirrituð „8-1 “. Frá Nýhöfn í Kaupmannahöfn. Þangaö komu íslandsskip á haustin. Þarmáttisjá aröinn afversluninni á Islandi. 76 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.