Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 78
FRELSI OG FRAMSÓKN
borgarastétt lét sér ekki lengur
nægja umönnun einvaldskonunga,
sem aliö höföu hana í skjóli vernd-
artolla og reglugerða. Hún kraföist
aukins olnbogarýmis á athafnasvið-
inu og íhlutunar í stjórn ríkjanna.
Frjálshyggjan (líberalisminn) var
hugmyndafræði borgarastéttarinn-
ar. Hún var full æskuþróttar á 19.
öld, en Adam Smith er talinn hafa
brætt þær hugmyndir fyrstur í var-
anlegt form, með riti sínu Auðlegð
þjóðanna sem út kom 1776.
Frjálshyggjan krafðist frelsis ein-
staklinganna til athafna á sviði
verslunar og atvinnulífs, en einnig á
öðrum sviðum þjóðlífsins. Með því
yrðu framfarir og framtíðarhagur
einstaklinga og samfélaga best
tryggð.
Nítjánda öldin var þannig upp-
gangstími kapítalismans. Iðnaðar-
uppbygging fór hraðvaxandi í Evr-
ópu með Bretland í broddi fylkingar
og hugmyndir borgarastéttarinnar
fóru sigurför um menntastofnanir
landanna, einnig þeirra sem lítt
höfðu séð breytingar á athafnasvið-
inu.
Það er söguleg staðreynd, að í
löndum þar sem borgarastéttin er
ýmist lítt þroskuð efnahagslega
eða nýtur ekki pólitísks valds eða
pólitískra réttinda, sem nauðsyn-
leg eru viðgangi hennar og þrifn-
aði, verða hinir akademísku
borgarar málsvarar hennar og
oddvitar.1
Þessi varð raunin í Danmörku og
Þýskalandi, og í stöðnuðu sveita-
þjóðfélagi íslendinga tóku að heyr-
ast raddir sem ómuðu með nýjum
rómi. Jón Sigurðsson gerðist mál-
svari uppbyggingar atvinnulífs á ís-
landi.
Hagfræði, eða „Þjóðmegunar-
fræði“ svo sem hann nefndi þau,
voru meðal þess sem hugur Jóns
hneig að á háskólaárum hans.
Kennsla í hagfræði hófst við háskól-
ann í Höfn árið 1840, og mun Jón
hafa sótt fyrirlestra í þeirri grein til
1843 eða 1844.2 Um kennsluna sá
einn fremsti fræðimaður Dana á því
sviði, Bergsöe að nafni. Samtímis
sem Jón sat í tímum hjá Bergsöe,
kynnti hann sér rit um hagfræðileg
efni. Meðal þeirra var höfuðrit
Ricardos, sem kom út í danskri þýð-
ingu 1839, en Ricardo var einhver
áhrifamesti hagfræðingur Breta um
þessar mundir. Þá komst Jón yfir rit
Say hins franska, Bretans Mc-
Cullochs og nokkurra þýskra höf-
unda.3
Það má því fullyrða að Jón Sig-
urðsson var vel að sér um þær
stefnur í hagfræði og stjórnmálum
sem uþpi voru í Evrópu á síðustu
öld. Og þekking Jóns lá ekki eins og
rykfallnar skræður á kistubotni,
heldur var henni beitt á málefni líð-
andi stundar. Þar bar hæst versl-
unarmál íslendinga.
íslandsverslun
íslandsverslun hafði um aldir verið
bundin dönskum kaupmönnum. Ár-
ið 1787 var einokuninni að vísu af-
létt, en aðeins gagnvart þegnum
Danakonungs. Varð þetta til nokk-
urra bóta fyrst í stað, en fljótt tóku
landsmenn að kveinka sér undan
ofríki hinna föstu kaupmanna á
verslunarstöðunum, sem víðast
hvar réðu í raun allri verslun, hver á
sínu kaupsvæði. Stjórnvöld drógu
taum hinna föstu verslana sem
flestar voru í eigu stórkaupmanna í
Kaupmannahöfn, en lausakaup-
mönnum var gert erfitt um vik
með hverskyns reglugerðarákvæð-
um.
Nokkrar endurbætur á verslunar-
laginu voru gerðar árin 1816 og
1836, en þær skiptu ekki sköpum
um ástandið. Nefna má sem dæmi
um tregðuna í þessum efnum, að
1816 var erlendum þjóðum leyfð
verslun á landinu, að nafninu til, en
um leið lagðir svo miklir tollar á
verslun þeirra, að engan gat fýst að
reyna hana. Danskir stórkaupmenn
sátu því að meginhluta allrar versl-
unar landsmanna, en innlend versl-
unarstétt átti erfitt uppdráttar. Þann-
ig var ástand mála þegar ungur
menntamaður í Höfn fór að rita um
verslunarmál á íslandi.
Fyrstu skrif
í júní 1840 birtist grein í einu af dag-
blöðum Kauþmannahafnar, Koben-
havnsposten, undirrituð „8-1 “.
Frá Nýhöfn í Kaupmannahöfn. Þangaö komu íslandsskip á haustin. Þarmáttisjá
aröinn afversluninni á Islandi.
76 SAGNIR