Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 79

Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 79
FRELSI OG FRAMSÓKN Höfundurinn var Jón Sigurðsson og var þetta jafnframt í fyrsta sinn sem hann ritaði um þjóðmál áopinberum vettvangi.4 Greinin var um verslun- armál íslendinga og rituð gegn stór- kaupmanninum P C Knudtzon sem var umsvifamikill í versluninni á suðvesturlandi þessi ár, og mikils metinn borgari í Höfn. Reyndar hafði Jón Sigurðsson starfað við verslun Knudtzons í Reykjavík veturinn 1829-30, við skriftir og reikningshald, og efalaust kynnst hag og háttum verslunarinn- ar vel.5 Stórgrósserinn hafði gripið penna sinn til að andmæla kvörtunum íslendinga yfir verslunarlaginu. Jón tók nú hanskann upp fyrir landa sína og lýsti ófremdarástandi versl- unarinnar á íslandi, og hélt fram rétti landsmanna til aukins frelsis í þeim efnum. Hann sagði kvartanir lands- manna ekki vera persónulegt stríð við kaupmenn, heldur lægju rætur þeirra dýpra: Det er Frihandelens kamp mod Monopolet, det er Frihedens kamp mod Tvangen, det er Naturens kamp mod Unaturen.6 Þannig greinir Jón verslunarmálin árið 1840, undir merkjum þess frelsisanda sem þá sótti fram. Og hann fylgdi skoðun sinni fast eftir með annarri grein í sama blaði þann 4. og 5. ágúst sama ár. Sú bar heitið „Bör Islands Handel Fri- göres“, og undirskriftin var „íslend- ingr“.7 Þar lýsir hann stefnu sinni nánar og vitnar til málsháttar sem segir að verslunin sé þjóðunum það sem andardrátturinn sé mönnum, og eft- ir áralanga andarteppu af völdum tíðarandans og ráðamanna sé nú vaknaður skilningur á þessum sannindum. Kominn sé tími til að hver þjóð fái að anda „saa frit som Guds frie Natur tillader det“. Svar Jóns við spurningunni í heiti greinarinnar er því ótvírætt: Ja. Island har ret til Handelsfri- hed, og den er aldeles nödvendig til dets Udvikling; Danmarks og Islands konge vil ikke negte Is- land denne naturlige Ret, thi han elsker Island .. 6 Þrem árum eftir að Jón Sigurðs- son lætur þannig til sín heyra í höf- uðborg íslendinga, birtir hann mikla ritgerð í þriðja árgangi Nýrra fé- lagsrita, þar sem hann útlistar stefnu sína í verslunarmálum og notar sömu rökin og hann baunaði á Dani. Við skulum sjá hvað Jón hafði að færa löndum sínum. Verslunarfrelsi í ritgerðinni „Um verslun á íslandi“ sem birtist 1843 gagnrýnir Jón harðlega þá skipan mála sem var í gildi um verslun á íslandi. Hann tel- ur verslunina óhagkvæmari og vör- ur allar dýrari en vera þyrfti, vegna þess að allar verslunarleiðir liggi um Danmörku. Ástandið hefti viðgang innlendrar verslunarstéttar, því arð- urinn verði ekki eftir í landinu, heldur lendi að langmestu leyti í Kaup- mannahöfn. Niðurstaðan verður þessi: Nú þikjumst eg hafa fullsannað, að ísland hefur rétt til verzlunar- frelsis; að það þarfnast þess; að það getur haft þess öll not\ að reynzlan hefir sýnt gædi þess bæði á íslandi og annarsstaðar, og þaraðauki hefi ég leidt rök til að verslunarfrelsið yrði bæði ís- landi, Danmörku og kaupmönn- um sjálfum til einbers gagns, en einskis skaða.9 Frjáls verslun, óbundin öllum höml- um misviturra stjórnarherra, það er vilji Jóns Sigurðssonar. En þegar verslun eins lands er bundin við annað eins og verslun íslands og Danmerkur, þá er það: móthverft öllu eðli verzlunarinnar, og allrar menntunar, því þar er grundvölluð á framför og vel- gengni mannkynsins að hver býti öðrum gæðum þeim sem hann hefir og styðji eptir megni hverr annan.10 Þegar svo verslunin er frjáls, kemst á hin hagkvæmasta verka- skipting, því hver þjóð leitar með það sem hún hefir aflögu þangað sem hún getur fengið það sem hún girnist, eða önnur þjóð tekur að sér að færa henni það. Þannig setur Jón Sigurðsson fram kröfuna um algert verslunar- frelsi íslendingum til handa. Brátt kom að því að leið opnaðist til að knýja á um þessi mál. Alþingi kom saman í fyrsta sinn árið 1845 og þar sat Jón Sigurðsson. Verslunarmál á Alþingi Á Alþingi barðist Jón Sigurðsson hvatlega fyrir verslunarfrelsi til handa íslendingum. Á fyrsta þing- inu lagði hann fram bænarskrá við- víkjandi efninu og var framsögu- maður þeirrar nefndar sem fjallaði um málið. Samþykkt var að fara fram á algert verslunarfrelsi allra þjóða á íslandi, og að leyfð yrði verslun utan kauptúna, svonefnd sveitaverslun.11 En Alþingi var aðeins ráðgefandi SAGNIR 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.