Sagnir - 01.04.1985, Síða 81
FRELSI OG FRAMSÓKN
Franskar fiskiskútur viö strendur íslands. Jón Sigurösson vildi aukin samskipti við erlendar þjóðir á sviði viðskipta og
versiunar.
á þjóðfundinum, og var það sent rík-
isþinginu í Danmörku til samþykkt-
ar. íslendingar fengu loks verslun-
arfrelsi með reglugerð í apríl 1854.
Þar með var þó ekki björninn unn-
inn, því enn vantaði mikið á að ís-
land yrði miðpunktur sinnar eigin
verslunar. Til þess að svo gæti orðið
urðu landsmenn að láta til sín taka á
þessum vettvangi. Hér hafði okkar
maður einnig eitthvað fram að færa.
Félagsskapur og samtök
I greininni um verslunina 1843 benti
Jón Sigurðsson á að verslunarfrels-
ið muni ekki sjálfkrafa verða til þess
að „steiktar krásir fljúgi í munn
landsmönnum sofandi". Hann vill
að íslendingar undirbúi sig til að
taka við verslunarfrelsi og að þeir
verði að „reyna sig á fyrirtækjum
þeim og samtökum sem við má
koma“.18 Hann leggur til að borg-
arar í kaupstöðum og útvegsbænd-
ur leggi saman í stærri fiskiskip og
bæti verkun fiskaflans, að þeir geri
tilraunir til að flytja sjálfir út vörur
sínar, og að þeir sendi unga menn
erlendis til að nema verslun og sjó-
mennsku. Loks leggur hann til að
bændur taki sig saman, jafnvel heilu
sveitirnar, og „kjósi menn til að
standa fyrir kaupum af allra hendi
fyrir sanngjarna þóknun“.19 Segir
Jón að þetta hafi heppnast sums
staðar, og mun þá eiga við tilraunir
nokkurra forystumanna í Rangár-
vallasýslu og víðar með slíka versl-
un um 1830.20 Þegar svo verslunar-
frelsið er fengið telur hann að þessi
háttur muni gera verslunina þrótt-
meiri og koma upp duglegum versl-
unarmönnum, innlendum.
í framhaldi af þessum hugleið-
ingum ritar Jón grein í Ný félagsrit
árið eftir og má kalla hana fræðslu-
þátt um félagsstörf og samtök. Þar
segir:
Nauðsyn og nytsemd félags-
skapar er augljós og margreynd.
Eðli mannsins sjálft leiðir til fé-
lagsskapar og öll framför mann-
kynsins er á félagsskap bygð.21
Hann bendir á, að allt félagsstarf sé
bundið skilyrði um frelsi einstak-
linga til athafna, en að ófrelsi drepi
öll slík samtök í dróma. Þá segir
hann að féiagsandinn sé sál þjóð-
lífsins og vörður frelsisins. Hann
lýsir öflugu félagsstarfi og sam-
komuhaldi í Vesturheimi og Bret-
landi, og aðdáunin á þessum þjóð-
um leynir sér ekki. Þegar horft er til
íslands er hins vegar fátæklegt um
að litast í þessu efni, og Jón hvetur
landa sína til að mynda hverskonar
félög og samtök um framfaramál. í
atvinnumálum er helsta ráðið að
mynda samlög og fyrirtæki til fram-
fara í landbúnaði og fiskveiðum, og
til að ná fram hagstæðari verslun.22
Hvort sem um áhrif frá Jóni Sig-
urðssyni var að ræða, eða það sem
SAGNIR 79