Sagnir - 01.04.1985, Page 89

Sagnir - 01.04.1985, Page 89
MENNTUN - FORSENDA FRAMFARA OG FRELSIS á oddinn. Hins vegar varö Jón ekki sannspár um menntun sveitabarna og kvenna. í lok 19. aldar tóku barnaskólar aö rísa í sveitum og fyrsti kvennaskólinn var stofnaöur í Reykjavík árið 1874. Áhugi á kvennamenntun jókst mjög á síð- asta fjóröungi aldarinnar og voru kvennaskólar stofnaöir í Eyjafiröi, Skagafiröi og Húnavatnssýslu.27 Upp var komin krafa um aö konur fengju starfsmenntun í skólum. Hvatning Jóns varð ekki til þess að íslendingar rykju upp til handa og fóta og hæfu reglulegt skólahald. Honum varö þó ágengt aö því marki aö hann vísaði mönnum veginn, benti á þá menntastefnu sem menn skyldu fylgja. Jón taldi skóla geta gegnt pólitísku hlutverki. Sjálfur veitti hann þjóö sinni pólitíska upp- fræöingu í ritum sínum. Ómögulegt er aö gera sér fulla grein fyrir því hve mikil áhrif skrif Jóns höföu á þorra landsmanna - slík áhrif veröa seint mæld. Hins vegar er til vitnisburður um að hann hafi fengið undirtektir og ekki alltaf talað fyrir daufum eyrum. Frá fimmta áratug 19. aldar eru til bréf til Jóns frá ungum lítt menntuðum bónda uppi á íslandi. í fyrsta bréfi sínu til Jóns minnist hann á þörf fyrir skóla á íslandi. Hann segist hafa lesiö „blessuö Félagsritin" og þau „elskar hann mest allra bóka“. Einnig kemur í Ijós aö hann var kunnugur því sem gerðist á Alþingi 1845, hann þekkti því vel til skóla- hugmynda Jóns. Rúmu ári seinna eða áriö 1847 fær Jón aftur bréf frá sama manni. í því er sem heyrist endurómur úr þeim ritgeröum sem Jón sjálfur haföi skrifaö um skóla- mál. Bréfritari segir: Eins og þaö er víst, að hér á landi mættu veröa miklar framfarir, ef vel og rétt væri á haldið, eins er þaö líka víst, aö þær veröa ekki til muna hjá almenningi fyrr en búiö er aö stofna skólana - því íslend- inga vantar bæöi kunnáttu og al- úð til aö efla hag fósturjarðarinn- ar.28 Viö styttu Jóns Sigurðssonar. Enn muna menn eftir menntastefnu Jóns Sigurds- sonar. í mars 1985 lögdu skólanemendur skólatösku að styttu hans á Austur- velli. Þessi ungi bóndi hreifst af hug- myndum Jóns Sigurðssonar um skólamál, og mér segir svo hugur aö hann hafi ekki verið einn um það. Það var einn megintilgangur Jóns með skrifum sínum um skólamál að vekja menn til umhugsunar. í því fólst aö hluta leiötogahlutverk hans í íslensku þjóðlífi á 19. öld. Hér hefur veriö sett fram sú skoö- un að Jón Sigurðsson hafi ætlað „íslensku skólakerfi" tvíþætt hlut- verk. Aö efla atvinnuvegina til að auka alla framför og veita þjóöinni, einkum bændum, næga þekkingu til að geta barist fyrir frelsi sínu og axl- að aukna sjálfsstjórn. Á Alþingi áttu vel upplýstir bændur að sitja. Hiö uppeldislega markmiö Jóns meö skrifum sínum um menntamál var því aö boöa menntun í þágu at- vinnuveganna og pólitískrar baráttu þjóöarinnar. Bæöi þessi markmið sameinuðust í einu æöra gildi. í lok ársins 1872 var Jón að hugleiða hvort hann ætti aö sækja um rek- SAGNIR 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.