Sagnir - 01.04.1985, Síða 96
KRAFA UM RÁÐHERRAÁBYRGÐ
yrði konungur þá að víkja ráðherr-
anum frá. Ónauðsynlegt væri því að
takmarka neitunarvaldið. Það væri
auk þess óraunhæft að krefjast
þess á íslandi á meðan það væri
ótakmarkað í dönsku stjórnar-
skránni.18 Áhrif Jóns Sigurðssonar
og hugmyndir hans um þingræðis-
skipulag á íslandi urðu því til þess
að kröfur um takmarkað neitunar-
vald konungs voru svæfðar. Að
öðru leyti virðist Jón hafa talað fyrir
daufum eyrum.
Menn taka almennt ekki að hugsa
um framgang þingræðis, en þó
einkum kröfunnar um ábyrgð ráð-
herra fyrir Alþingi, fyrr en hugað var
að endurskoðun stjórnarskrárinnar
sem íslendingar fengu 1874. Þegar
stöðulögin voru sett 1871 og stjórn-
arskráin gefin íslendingum var al-
gerlega gengið fram hjá hugmynd-
um Jóns um stjórnarskrárbundna
ráðherraábyrgð fyrir Alþingi. Danir
sömdu stjórnarskrána eftir sínu
höfði. íslandsráðherrann var einn
dönsku ráðherranna. Fulltrúi fram-
kvæmdavaldsins á íslandi, lands-
höfðinginn, var undirmaður (slands-
ráðherra og einungis ábyrgur fyrir
Tilvísanir
1 Didriksen, Odd: „Upphaf kröf-
unnar um þingræði á íslandi."
Saga 3 (Rv. 1960-63), 185-
188.
2 Einar Arnórsson: Réttarsaga
Alþingis. Rv. 1945, 446-453.
3 Danske forfatningslove og
forfatningsudkast. Udgivet
med indledninger af Jens
Himmelstrup og Jens Moller.
Kh. 1932,56-71.
4 Didriksen, Odd: „Upphaf kröf-
unnar um þingræði á íslandi",
187.
5 Jón Sigurðsson: „Alþíng á ís-
landi.“ Ný félagsrit 6 (Kh.
1844), 95.
6 Minningarrit aldarafmælis
Jóns Sigurössonar. Rv. 1911,
161 og 168; Bréf til Gísla Hjálm-
Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra ís-
lands.
honum en ekki löggjafarvaldinu, Al-
þingi íslendinga. Þannig var málum
skipað þartil íslendingarfengu inn-
lenda ráðherrastjórn. Jón Sigurðs-
son lifði því ekki að sjá þingræðis-
hugmyndir sínar framkvæmdar á
íslandi.
arssonar 27.5.1850 og Jens
Sigurðssonar 12.9.1850.
7 Sbr. td.: Jón Sigurðsson: „Hug-
vekjatil íslendinga." Nýfélags-
rit 8(Kh. 1848), 7.
8 Minningarrit aldarafmælis
Jóns Sigurdssonar, 168; bréf
til Jens Sigurðssonar 12.9.
1850.
9 Minningarrit aldarafmælis
Jóns Sigurössonar, 161; bréf
til Gísla Hjálmarssonar 27.5.
1850.
10 Minningarrit aldarafmælis
Jóns Sigurdssonar, 164; bréf
til Gísla Hjálmarssonar 27.5.
1850.
11 Jón Sigurðsson: „Stjórnarmál
og fjárhagsmál íslands“, 29.
12 Didriksen, Odd: „Upphaf kröf-
unnar um þingræði á íslandi",
195.
Lokaorð
Það má fullyrða að í kringum 1850
hefur Jón Sigurðsson gert sér vonir
um að þingræði kæmist á í framtíð-
inni á íslandi. Þingræðishugmyndin
er í mjög nánum tengslum við kröfu
Jóns um ráðherraábyrgð fyrir Al-
þingi. Sú krafa er frekar óljós - það
er ekki ótvírætt að hún feli í sér
stjórnmálalega ábyrgð og þar með
þingræði. Af þessu leiðir að eftir að
hann hættir að tala ákveðið um
þingræði snemma á 7. áratugnum
er mjög erfitt að átta sig á því hvort
hann hefur gefið þingræðið upp á
bátinn eða hvort það er hluti af kröf-
unni um ráðherraábyrgðina.
Jón ræðir þingræðið ekki sér-
staklega eftir 1863. Krafan um ráð-
herraábyrgð fyrir Alþingi verður
aftur á móti áríðandi stefnumál í
sambandsmálinu við Dani. Tillögur
dönsku stjórnarinnar stönguðust
algerlega á við þingræðishugmynd-
ir Jóns og tillögur Þjóðfundarins
1851 um íslenska stjórn er væri
ábyrg fyrir Alþingi og óháð dönsku
stjórninni og danska þinginu.
13 Jón Sigurðsson: „Stjórnarmál
og fjárhagsmál íslands.“ Nýfé-
lagsrit 23 (Kh. 1863), 29.
14 Sbr. einnig Minningarrit aldar-
afmælis Jóns Sigurössonar,
295; bréf til Konrads Maurers,
3.9.1860.
15 Didriksen, Odd: „Upphaf kröf-
unnar um þingræði á íslandi“,
193.
16 Minningarrit aldarafmælis
Jóns Sigurössonar, 168; bréf
til Jens Sigurðssonar, 12.9.
1850.
17 Didriksen, Odd: „Upphaf kröf-
unnar um þingræði á íslandi",
187-188.
18 Undirbúningsblaö undir
Þjóöfundinn aö sumri 1851.
Rv. og Kh. 1850 og 1851,7-8.
94 SAGNIR