Sagnir - 01.04.1985, Side 98

Sagnir - 01.04.1985, Side 98
ÞINGRÆÐI OG RÁÐHERRAÁBYRGÐ 2. hefti íslandssögukennslubókar Þór- leifs Bjarnasonar. Þórleifur kallar kafla um addragandann aö endur- reisn Alþingis Baráttuna um þingræö- ið. ungur ráöi ráðgjafa íslandsmála sem beri ábyrgð fyrir Alþingi. Þetta er í raun krafa um þing- bundna konungsstjórn en sam- kvæmt því stjórnarformi skal kon- ungur fela þeim stjórnmálaflokki stjórnarforystu sem hefur að baki meirihluta á Alþingi. Það virðist a.m.k. felast í kröfunni um ábyrgð ráðgjafa fyrir Alþingi að hann verði að láta af embætti ef Alþingi samþykki vantraust á hann.5 í þessari klausu einfaldar Lýður hlutina eins og Heimir og lítur svo á að krafa um ábyrgð ráðherra sé í raun krafa um þingbundna kon- ungsstjórn. Þingbundin konungs- stjórn er síðan rangt skilgreind svo útkoman verður sú að ruglað er saman þremur hugtökum, eins og Gunnar Karlsson sagnfræðingur bendir á í ritdómi um bókina, þe. ráðherraábyrgð, þingræði og þing- bundinni konungsstjórn.6 Ég ætla að reyna að gera grein fyrir merkingarmun þessara þriggja hugtaka með aðstoð rita um stjórn- skipunarrétt. Til að skýra mál mitt frekar vísa ég til dæma sem flestum ættu að vera kunn úr núverandi stjórnskipun íslenska ríkisins. Áður en lengra er haldið vil ég benda les- anda á að skoða myndina hér fyrir neðan. Á henni má sjá hvernig skyldleika ráðherraábyrgðar og þingræðis er háttað en það skýrist síðan enn frekar þar á eftir. Þingræði og þingbundin stjórn Fyrsta spurningin er: Hvað er þingræöi'? í bók sinni, Stjórnskip- un íslands, segir Ólafur Jóhannes- son lagaprófessor og ráðherra að í þingræðishugtakinu felist sú regla, að þeir einir geti setið í ríkisstjórn, sem meirihluti þjóð- þingsins vill styðja eða a.m.k. þola í embætti.7 Þar sem þingræðisreglan er höfð í heiðri er það í rauninni þjóðþingið eða meirihluti þess sem ræður hverjir eru ráðherrar. í henni felst að þing getur lýst vantrausti á ríkis- stjórn eða einstaka ráðherra henn- ar. Er henni eða viðkomandi ráð- herra þá skylt að segja af sér. Það er ennfremur venjubundinn skilningur á þingræðisreglunni að þjóðhöfð- ingja beri að leita eftir þingvilja áður en hann skipar ráðherra í embætti. Ekki er þó tekið fram berum orðum að það sé skilyrði fyrir skipun ráð- herra að hann hafi stuðning meiri- hluta þings eða að fyrirfram sé Ijóst að hann verði þolaður af þinginu.8 Árið 1904 fengu íslendingar inn- lenda ráðherrastjórn. Áður hafði einn ráðherranna í danska ríkisráð- inu farið með framkvæmdavaldið í íslenskum sérmálum í nafni kon- ungs. Um leið og þessi breyting á stjórnskipun íslands var í lög leidd komst á sú venja að ráðherrar yrðu að styðjast við meirihluta Alþingis eða hlutleysi einhverra þingmanna. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar verða að vera nægilega margir til að geta fellt vantrauststillögur stjórnar- andstæðinga. Ríkisstjórn er ekki talið skylt eftir þingræðisreglunni að segja af sér fyrr en vantraust hefur verið samþykkt á hana. Föst venja hefur þó skapast um að stjórn segi af sér þegar Ijóst er að flokkarnir, sem að henni standa, hafa misst meirihluta á Alþingi í kosningum. Einnig hefur þeirri reglu verið fylgt að þjóðhöfðingi skipi ráðherra úr hópi þeirra sem njóta trausts eða hlutleysis meirihluta þingsins. Þá er sama hvort þeir eru kjörnir þing- menn eða ekki - þingræðisreglan segir ekki til um það atriði.9 Heimir Þorleifsson CÍHVCldÍ tíl lýðveldis Heimir Þorleifsson gengur út frá því í bók sinni, Frá einveldi til lýðveldis, að hugtökin ráöherraábyrgö og þing- ræöi séu eitt og hiö sama. 96 SAGNIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.