Sagnir - 01.04.1985, Page 98
ÞINGRÆÐI OG RÁÐHERRAÁBYRGÐ
2. hefti íslandssögukennslubókar Þór-
leifs Bjarnasonar. Þórleifur kallar
kafla um addragandann aö endur-
reisn Alþingis Baráttuna um þingræö-
ið.
ungur ráöi ráðgjafa íslandsmála
sem beri ábyrgð fyrir Alþingi.
Þetta er í raun krafa um þing-
bundna konungsstjórn en sam-
kvæmt því stjórnarformi skal kon-
ungur fela þeim stjórnmálaflokki
stjórnarforystu sem hefur að
baki meirihluta á Alþingi. Það
virðist a.m.k. felast í kröfunni um
ábyrgð ráðgjafa fyrir Alþingi að
hann verði að láta af embætti ef
Alþingi samþykki vantraust á
hann.5
í þessari klausu einfaldar Lýður
hlutina eins og Heimir og lítur svo á
að krafa um ábyrgð ráðherra sé í
raun krafa um þingbundna kon-
ungsstjórn. Þingbundin konungs-
stjórn er síðan rangt skilgreind svo
útkoman verður sú að ruglað er
saman þremur hugtökum, eins og
Gunnar Karlsson sagnfræðingur
bendir á í ritdómi um bókina, þe.
ráðherraábyrgð, þingræði og þing-
bundinni konungsstjórn.6
Ég ætla að reyna að gera grein
fyrir merkingarmun þessara þriggja
hugtaka með aðstoð rita um stjórn-
skipunarrétt. Til að skýra mál mitt
frekar vísa ég til dæma sem flestum
ættu að vera kunn úr núverandi
stjórnskipun íslenska ríkisins. Áður
en lengra er haldið vil ég benda les-
anda á að skoða myndina hér fyrir
neðan. Á henni má sjá hvernig
skyldleika ráðherraábyrgðar og
þingræðis er háttað en það skýrist
síðan enn frekar þar á eftir.
Þingræði
og þingbundin stjórn
Fyrsta spurningin er: Hvað er
þingræöi'? í bók sinni, Stjórnskip-
un íslands, segir Ólafur Jóhannes-
son lagaprófessor og ráðherra
að í þingræðishugtakinu felist sú
regla, að þeir einir geti setið í
ríkisstjórn, sem meirihluti þjóð-
þingsins vill styðja eða a.m.k.
þola í embætti.7
Þar sem þingræðisreglan er höfð í
heiðri er það í rauninni þjóðþingið
eða meirihluti þess sem ræður
hverjir eru ráðherrar. í henni felst að
þing getur lýst vantrausti á ríkis-
stjórn eða einstaka ráðherra henn-
ar. Er henni eða viðkomandi ráð-
herra þá skylt að segja af sér. Það er
ennfremur venjubundinn skilningur
á þingræðisreglunni að þjóðhöfð-
ingja beri að leita eftir þingvilja áður
en hann skipar ráðherra í embætti.
Ekki er þó tekið fram berum orðum
að það sé skilyrði fyrir skipun ráð-
herra að hann hafi stuðning meiri-
hluta þings eða að fyrirfram sé Ijóst
að hann verði þolaður af þinginu.8
Árið 1904 fengu íslendingar inn-
lenda ráðherrastjórn. Áður hafði
einn ráðherranna í danska ríkisráð-
inu farið með framkvæmdavaldið í
íslenskum sérmálum í nafni kon-
ungs. Um leið og þessi breyting á
stjórnskipun íslands var í lög leidd
komst á sú venja að ráðherrar yrðu
að styðjast við meirihluta Alþingis
eða hlutleysi einhverra þingmanna.
Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar
verða að vera nægilega margir til að
geta fellt vantrauststillögur stjórnar-
andstæðinga. Ríkisstjórn er ekki
talið skylt eftir þingræðisreglunni að
segja af sér fyrr en vantraust hefur
verið samþykkt á hana. Föst venja
hefur þó skapast um að stjórn segi
af sér þegar Ijóst er að flokkarnir,
sem að henni standa, hafa misst
meirihluta á Alþingi í kosningum.
Einnig hefur þeirri reglu verið fylgt
að þjóðhöfðingi skipi ráðherra úr
hópi þeirra sem njóta trausts eða
hlutleysis meirihluta þingsins. Þá er
sama hvort þeir eru kjörnir þing-
menn eða ekki - þingræðisreglan
segir ekki til um það atriði.9
Heimir Þorleifsson CÍHVCldÍ
tíl lýðveldis
Heimir Þorleifsson gengur út frá því í
bók sinni, Frá einveldi til lýðveldis, að
hugtökin ráöherraábyrgö og þing-
ræöi séu eitt og hiö sama.
96 SAGNIR