Sagnir - 01.04.1985, Page 99

Sagnir - 01.04.1985, Page 99
ÞINGRÆÐI OG RÁÐHERRAÁBYRGÐ Lýöur Björnsson samdi kennsluleiðbeiningar viö kennslubók sína, Jón Sig- urðsson og sjálfstæöisbaráttan. Þar ruglar hann saman hugtökunum þingrædi, þingbundin konungsstjórn og ráöherraábyrgö. Þingræðisreglan er ein af höfuö- reglum íslenskrar stjórnskipunar. Þegar þetta er haft í huga er skrítið að hugsa til þess að hún er ekki lögfest berum orðum í stjórnar- skránni. Hún er byggð á venju sem reyndar á stoð í stjórnarskránni, einkum ákvæðinu um að ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn. Hugtakið þingbundin stjórn samsvarar því sem í grannmálun- um er kallað „konstitutionelt mon- arki“. Bókstaflega þýðir það að konungsvaldið er takmarkað af þjóðþingi með stjórnskipunarlög- um. í reyndinni er framkvæmda- valdinu, ríkisstjórninni, takmörk sett því núorðið hafa konungar ná- grannalandanna lítil völd. Með þingbundinni stjórn er því átt við að auk þess sem þingið setur lög og hefur vald til að stjórna fjármálum ríkisins ræður það einnig miklu „um landstjórn og stjórnarstefnu1'10. Aft- ur á móti er ekki víst að fylgt sé þeirri reglu að ríkisstjórn eða einstakir ráðherrar þurfi að njóta trausts eða hlutleysis meirihluta þingsins í ríkj- um með þingbundinni stjórn. Ef það er gert er þingræði viðurkennt. Ymiskonar ábyrgð Þriðja hugtakið, ráðherraábyrgð, blandast inn í umræðuna og ruglar fólk í ríminu. Við hvað er átt með ábyrgö ráöherra? Svarið er að í meginatriðum er um tvennt að ræða: lagalega ábyrgð ráðherra og stjórnmálalega ábyrgð.11 Með lagalegri ábyrgö er átt viö refsi- og bótaábyrgð ráðherra vegna embættisverka. Ráðherrar eru æðstu handhafar fram- kvæmdavaldsins og þeir bera ábyrgð á öllum stjórnarfram- kvæmdum. Samkvæmt íslensku stjórnarskránni getur Alþingi kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra og dæmir svokallaður lands- dómur í slíkum málum. Slíkt hefur reyndar aldrei gerst enn. Sérstök lög eru um ráðherraábyrgð. Þau eiga við um embættisbrot ráðherra en ekki annað refsivert athæfi, sem ráðherrar kynnu að verða sekir um, svo sem líkamsárásir og ærumeið- ingar, því almenn hegningarlög ná til ráðherra eins og annarra þjóðfé- lagsþegna. Það varðar ráðherrann td. ábyrgð ef hann leitar ekki sam- þykkis Alþingis þegar skylt er sam- kvæmt stjórnarskránni, lætur farast fyrir að útvega undirskrift forseta undir ályktun, tilskipun eða erindi þar sem hún er lögmælt eða ef hann stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu með framkvæmdum sínum eða aðgerðaleysi. Stjórnmálalega ábyrgöin er nokkuð annars eðlis en sú lagalega. Hún er engum lagareglum háð. Það má hugsa sér að hún skiptist í nokkra þætti. í fyrsta lagi er ríkis- stjórn ábyrg gagnvart kjósendum því í lýðræðisríkjum verða ráðherrar að leggja embættisverk sín og stjórnarstefnu undir dóm kjósenda við almennar kosningar. Jafnvel JÓN SIGURÐSSON OG SJÁLFSTÆÐISBARÁTTAN KENNSLULEIÐBEININGAR SAGNIR 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.