Sagnir - 01.04.1985, Síða 99
ÞINGRÆÐI OG RÁÐHERRAÁBYRGÐ
Lýöur Björnsson samdi kennsluleiðbeiningar viö kennslubók sína, Jón Sig-
urðsson og sjálfstæöisbaráttan. Þar ruglar hann saman hugtökunum þingrædi,
þingbundin konungsstjórn og ráöherraábyrgö.
Þingræðisreglan er ein af höfuö-
reglum íslenskrar stjórnskipunar.
Þegar þetta er haft í huga er skrítið
að hugsa til þess að hún er ekki
lögfest berum orðum í stjórnar-
skránni. Hún er byggð á venju sem
reyndar á stoð í stjórnarskránni,
einkum ákvæðinu um að ísland sé
lýðveldi með þingbundinni stjórn.
Hugtakið þingbundin stjórn
samsvarar því sem í grannmálun-
um er kallað „konstitutionelt mon-
arki“. Bókstaflega þýðir það að
konungsvaldið er takmarkað af
þjóðþingi með stjórnskipunarlög-
um. í reyndinni er framkvæmda-
valdinu, ríkisstjórninni, takmörk sett
því núorðið hafa konungar ná-
grannalandanna lítil völd. Með
þingbundinni stjórn er því átt við að
auk þess sem þingið setur lög og
hefur vald til að stjórna fjármálum
ríkisins ræður það einnig miklu „um
landstjórn og stjórnarstefnu1'10. Aft-
ur á móti er ekki víst að fylgt sé þeirri
reglu að ríkisstjórn eða einstakir
ráðherrar þurfi að njóta trausts eða
hlutleysis meirihluta þingsins í ríkj-
um með þingbundinni stjórn. Ef það
er gert er þingræði viðurkennt.
Ymiskonar ábyrgð
Þriðja hugtakið, ráðherraábyrgð,
blandast inn í umræðuna og ruglar
fólk í ríminu. Við hvað er átt með
ábyrgö ráöherra? Svarið er að í
meginatriðum er um tvennt að
ræða: lagalega ábyrgð ráðherra og
stjórnmálalega ábyrgð.11
Með lagalegri ábyrgö er átt viö
refsi- og bótaábyrgð ráðherra
vegna embættisverka. Ráðherrar
eru æðstu handhafar fram-
kvæmdavaldsins og þeir bera
ábyrgð á öllum stjórnarfram-
kvæmdum. Samkvæmt íslensku
stjórnarskránni getur Alþingi kært
ráðherra fyrir embættisrekstur
þeirra og dæmir svokallaður lands-
dómur í slíkum málum. Slíkt hefur
reyndar aldrei gerst enn. Sérstök
lög eru um ráðherraábyrgð. Þau
eiga við um embættisbrot ráðherra
en ekki annað refsivert athæfi, sem
ráðherrar kynnu að verða sekir um,
svo sem líkamsárásir og ærumeið-
ingar, því almenn hegningarlög ná
til ráðherra eins og annarra þjóðfé-
lagsþegna. Það varðar ráðherrann
td. ábyrgð ef hann leitar ekki sam-
þykkis Alþingis þegar skylt er sam-
kvæmt stjórnarskránni, lætur farast
fyrir að útvega undirskrift forseta
undir ályktun, tilskipun eða erindi
þar sem hún er lögmælt eða ef hann
stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega
hættu með framkvæmdum sínum
eða aðgerðaleysi.
Stjórnmálalega ábyrgöin er
nokkuð annars eðlis en sú lagalega.
Hún er engum lagareglum háð. Það
má hugsa sér að hún skiptist í
nokkra þætti. í fyrsta lagi er ríkis-
stjórn ábyrg gagnvart kjósendum
því í lýðræðisríkjum verða ráðherrar
að leggja embættisverk sín og
stjórnarstefnu undir dóm kjósenda
við almennar kosningar. Jafnvel
JÓN SIGURÐSSON
OG SJÁLFSTÆÐISBARÁTTAN
KENNSLULEIÐBEININGAR
SAGNIR 97