Sagnir - 01.06.1994, Page 10
viceamtmanns seðil upp á fylgd og greiða
landsfólks.“4ti Annars greinir annála mjög
á um þennan atburð og halda jafnvel
sumir Hollendingana vera skoska eður
bæði skoska og hollenska eða að um tvö
skip hafi verið að ræða.49
Skipbrot færa björg í bú
Eins og sést hér að framan hafa franskir
skipbrotsmenn oft verið þungur baggi
fyrir matarlítil íslensk sveitaheimili og oft
þrengt kost heimamanna með dvöl sinni
hér á landi. Þó kom fyrir að þeir frönsku
launuðu vel greiðann. Haustið 1698
strandaði við Rauðasand franskt Græn-
landsfar. Leituðu skipbrotsmenn hælis á
Bæ á Rauðasandi en þar réði húsum
Guðrún nokkur Eggertsdóttir. Höföu
þeir hjá henni vist þar til þeir komu boð-
um til landa sinna vestur á fjörðum. Að
skilnaði gáfu þeir Guðrúnu svo „öll skip-
brotin með því öllu sem þeir ei gátu með
sér komið, fyrir utan beztu kaðla og akk-
er sem þeir tóku ári síðar.“
Má ætla að þetta hafi verið dágóð búbót
í ljósi þess að á skipinu höföu verið meðal
annars 300 tunnur lýsis sem varla hafa allar
komist með til Frakldands.5"
Það sama ár hafa Meðallandssbúar get-
að gert sér glaðan dag en þar rak tunnu
af frönsku öli en Vestmanneyingar urðu
að sjá af tveimur systrum sem þaðan
flýðu með frönskum.51
I lok 17. aldarinnar má segja að koma
franskra sjómanna hingað til lands hafi
verið orðinn fastur viðburður. I Hests-
annál er þess getið að á því ári væru um
eitthundrað skip send frá Frakklandi til
hvalveiða milli Islands og Grænlands.32 A
fyrsta aldarfjórðungi 18. aldar virðist allt
vera við það sama í samskiptum Frakka
og Íslendinga. Byggjast þau að rnestu á
skipbrotum þeirra fyrrnefndu.
Arið 1719 steytti ffanskt hvalveiðiskip
hjá Melrakkaey við Gmndarfjörð en losn-
aði upp og var þá hleypt upp undir Kirkju-
fell. Mannbjörg varð og virðast skipbrots-
mennimir hafa komið sér í annað skip.53
En tveimur árum síðar birtast sjö
frönsk skip á sama stað. í Hvammsannál
eru nöfn skipverjanna öll tilgreind: Jacob,
Samson Salaveria og sonur hans Domin-
ie, Adam Dogarette, Martin Salaveria,
Miscant Salaveria ogjacob annar. Virðist
Adam Dogarette eitthvað sýslað við flak-
ið undir Kirkjufelli og rifið það árið eftir.
Höfundur Hvammsannáls, síra Þórður
prófastur Þórðarson, hefur að líkindum
komist í kynni við þessa menn, alla vega
getur hann nafngreint þá alla.54 Kirkju-
fellsflakið átti svo eftir að flækjast um is-
lenska dómskerfið næstu ellefu árin því
ekki var víst hver ætti vogrekið.31’
Reyndar dregur mjög úr Islandssigling-
um Frakka þegar komið er yfir 1720. 1
annálum er aðeins getið um eitt skip er
sökk í Lóni árið 1737.56 í Dco, Regi,
Patriac eftir Pál Vídalín er getið um
frönsk hvalveiðiskip hér við land á sjötta
áratugnum en að öðru leyti er ekki getið
um frönsk skip í annálum þessa aldar-
fjórðungs.57
I frönskum heimildum er getið um
þrjú skip sem sigldu hingað um 1730 til
fiskveiða en engin skip frönsk virðast
hafa komið hér frá 1744-1751. Síðasta ár-
ið sigla síðan tólf skip til Islands, Ný-
fundnalands og Doggersbanka.58 Hval-
veiðiskipin frönsku virðast hafa siglt öllu
meira hingað en duggurnar, alla vega
fram til 1730.3'4
Upp úr 1763 fer svo að birta til í sigl-
ingamálum Frakka og á tímabilinu frá
1763-1792 senda þeir hingað til fiskveiða
allt frá 6 og upp i 60-70 skip á ári og 86
skip árið 1782.60
8 SAGNIR