Sagnir - 01.06.1994, Page 12
Tcikning úr fcrðabók Kcrgiielcii-Trcinareqiics. „Damc Islandoise“ álli samkvœmt Jrásögn lians á
hættu að deyja af bamsfórum ef hún var þá ekki þegar illa haldin af brjóstveiki, skyrbjúg eða harðlífi.
lendinga ekki heilsuhrausta og segir flesta
þeirra deyja úr brjóstveiki, skyrbjúgi og
harðlífi. En að sjálfir kalli Islendingar
þessa sjúkdóma landfarsóttir (landfarsak).
Þetta þarf ekki að konta á óvart i ljósi
þess að Tremarec segir íslendinga lifa
mest á þorskhausum á sumrin en kinda-
hausuni á vetrum en skrokkana af hvoru
tveggja leggi þeir inn í verslanir.'1 Is-
lenskir annálar eru næsta fáorðir um
Tremarec og hans menn. Aðeins Jón Es-
polin sér ástæðu til að geta þeirra.7’
Þremur árum eftir síðari heimsókn
Kerguelens-Tremarecs gerðu Frakkar út
annað herskip La Florc, í vísindaleið-
angur hingað til lands undir stjórn haf-
fræðingsins Marquis de Verdun de La
Crenne.7’ Reyndar stóð leiðangurinn í
tvö ár og þvældust þeir félagar víða,
meðal annars bæði til Afríku og Amer-
íku. Tilgangur leiðangursins var að rann-
saka höf og strendur ýmissa landa og
nota til þess ný mælitæki. Þar á meðal
var hið nýuppfundna Sigurverk (einsk.
afi Lóran C tækisins).
Hér við land mældu þeir De la Cren-
ne hnattstöðu og dýpi við landið, rann-
sökuðu sjávarbotninn og sýndu eins og
áður sagði fram á að stærð og lega Islands
væri ekki rétt.74 Þessi leiðangur sem og
hinn fyrri virðist hafa farið alfarið frant-
hjá pennaglöðum Islendingum og er
þeirra einungis getið í árbókum Espó-
líns.75
Eitt af því senr gerir þessa tvo frönsku
leiðangra hingað til lands athyglisverða er
að þeir byggjast báðir að mestu á sjóferð-
um meðan aðrir erlendir gestir eyddu
öllum sínum tíma í landshornaflakk. Það
helgaðist auðvitað af tilgangi ferðanna og
því virðist ekki vera eins mikið á þeim
að græða ef aðeins er litið á samskipti
þeirra við íslendinga.71’ En afþeint upp-
lýsingunt sem liggja fýrir má sjá að
Frakkarnir hafa lagt sig fram um að
kynnast landi og þjóð.
Þessir tveir frönsku leiðangrar eru líka
næsta óþekktir hér á landi á meðan hillu-
metrum enskra leiðangra fjölgar að sama
skapi. Sennilega má þó skýra þetta með
áhuga íslenskra fræðimanna á tengslum
okkar við England á rneðan Frakkar
liggja óbættir hjá garði. Hér hefur þó
tungumálið efalítið eitthvað að segja.
Leiðangrar Kerguelen Tremarecs og
Verdun de la Crennes voru í raun eðli-
legt framhald franskrar siglingar hingað
til lands á því tímabili sem hér er til um-
fjöllunar. Islandssiglingarnar hafa á þess-
um tíma verið orðnar það snar þáttur í
fiskveiðum Frakka að stjórnvöld þar í
landi hafa séð ástæðu til að beita sér á
þessunr vettvangi. Aðeins tuttugu árum
eftir ferð de la Crennes fer að draga stór-
lega úr Islandssiglingum Frakka og þær
náðu sér ekki á strik aftur fýrr en Napó-
leon var allur. Fyrir þessu skyndilega
burthverfi Frakka af Islandsnriðum lágu
ástæður sem mótuðust af aðgerðunr
franskra byltingasinna sem nú höfðu tek-
ið völdin í sínar hendur. Það voru ein-
mitt oft á tíðum atburðir úti í hinunr
stóra heinri senr stýrðu ásókn Frakka á
Islandsmið.
Að undangengnu ætti að vera ljóst að
samskipti Islendinga og Frakka hafa verið
töluverð á 17. og 18. öld. Af íslenskum
samtíðarheimildum má sjá að Frakkar
virðast hafa sótt hingað til lands á nær
hverju ári þessar tvær aldir. Skipsskaðar
þeirra verða að teljast nokkuð tíðir og af
10 SAGNIK