Sagnir - 01.06.1994, Side 30

Sagnir - 01.06.1994, Side 30
ástar og sjálfstæðis, lagt heimabyggðir sínar í Noregi að baki og blandast menn- ingu Kelta, snúa þeir stöfnum til íslands og þá hefst blómaskeið Islendinga, gull- öldin. A því skeiði vekur stofnun alþingis og lagasetningar þjóðveldisaldar hvað mesta aðdáun Jóns: Vér hyggjum að það sé eigi ofmælt þótt vér teljum þjóðveldislögin einn hinn fegursta ávöxt forníslenskrar menningar, og höldum því fram, að þau með tilliti til skarpleiks í hugsun, dómgreindar í sundurliðun, skýrleika í framsetningu og nákvæmni í skilgrein- ingu eigi hvergi sinn líka í allri miðaldalöggjöfinni, að Kómarétti ein- um undanskildum.41 Aftur finnur Jón enga hliðstæðu nema í glæstustu fornmenningu sem menn vissu af, menningu Grikkja og Róm- verja. hótt Jón viðhafi ekki alltafjafn há- fleygar lýsingar á þjóðlífi miðalda bregð- ur aldrei fýrir neikvæðri hlið. Hæsta fluginu nær Jón þegar hann fjallar um stjórnmál, þjóðernisrækt og tilfmningalíf. Minna fer fyrir litríkum lýsingum þegar greint er frá hversdagslegum hlutum eins og klæðaburði, húsagerð, atvinnulífi o. s. frv., en þó er hvergi slegið af og bygg- ingar jafnan stórar, klæðin fögur og at- vinnulíf með eftirbreytanlegu sniði. Ekki er ætlunin að tiltaka öllu fleiri dæmi um rómantíska aðdáun Jóns á mið- öldum, en þó er vert að minnast að lok- unt á lotningu hans fyrir alþingi og forn- bókmenntunum. A alþingi kom þjóðlífið fram í sinni fjölbreyttustu mynd; þar gengu höfðingjar um skartbúnir, laga- vitringar létu ljós sitt skína og almenn- ingur er átti heimangengt flykktist til Þingvalla og tók þátt í mannlífi sem var „svo fjörugt og tilbreytingaríkt, að óvíða hefur átt sinn líka“.42 Rómantísk söguskoðun og hetjudýrkun Eins og fram hefur komið breyttust söguskoðanir nranna og hugmyndir unr hlutverk sögunnar með rómantísku stefnunni. Lögð var áhersla á samhengi sögunnar, orsakir og afleiðingar og lær- dómsgildi hennar fékk nýtt vægi. Suntir gengu jafnvel svo langt að tengja söguna eðli og undirstöðu lífsins. Skilningur á Um Þingvelli gengu vörpulegar hetjur. sögunni væri skilningur á lífsverkinu. Ef litið er á söguskoðun í ritum Jóns kemur í ljós að hann gerir mikið úr gildi sög- unnar. I lokakafla Islensks þjóðernis segir hann m.a.: „Saga þjóðanna er samsteyp- an eða „summan" af reynzlu þjóðanna. Aö þekkja söguna til hlítar, er að þekkja lífið. ,,.43 Samkvæmt þessu telur hann lærdómsgildi sögunnar mikið. Ætli þjóð- in að sækja frani á veginn verði hún að þekkja fortíð sína, annars sé engra fram- fara að vænta: Saga þjóðarinnar á að kenna henni að þekkja sjálfa sig, skilja sjálfa sig og virða sjálfa sig. Hún á að vekja hjá henni ást og rækt við fortíðina, þvi þangað eiga þjóðarinnar dýrustu endurminningar rót sina að rekja. Sú þjóð, sem ekki leggur rækt við sina fortíð, verðskuld- ar ekki og getur heldur aldrei gert sér von um glæsilega firamtíð. Þjóðin verður stöðugt að rifja upp fýrir sér sína fornu erfðakosti, því það eru þeir, sem eiga að bera hana áfram til sigurs í framtíðinni. . ,44 Jafnframt þessu leggur Jón áherslu á samhengið í sögunni. I inngangi sínum að Islensku þjóðerni segir hann að í ritinu 28 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.