Sagnir - 01.06.1994, Qupperneq 33

Sagnir - 01.06.1994, Qupperneq 33
Ýmsar skilgreiningar hafa koniið fram varðandi heiður en allar fela þær í sér mat einstaklingsins á sjálfum sér og hvaða augum samfélagið leit hann.2 A sarna hátt gat einstaklingurinn jafnframt gert tilkall til heiðurs og hlotið hann í kjölfar verka sinna.' Fræðimenn hafa einnig bent á að i heiðri séu fólgnar óskráðar reglur unr samfélagslega hegðun.'1 Ekki var hér um kerfi reglna að ræða i eiginlegum skiln- ingi, heldur ákveðin skilaboð eða fyrir- mæli sem samfélagið beindi að þegnum sínum um hvað væri eftirsóknarvert og hvað bæri að forðast.3 Þeir sem létu sér þetta í léttu rúmi liggja gátu átt það á hættu að tapa heiðri sínurn og þá var illt í efni fyrir viðkonrandi. I stuttu nráli þá fól heiður í sér kröfur unr æskilega hegðun og rétt viðbrögð einstaklingsins gagnvart sanrfélaginu.6 Heiður fékkst ekki gefins og það kost- aði erfiði og stundum manndráp að verða lrans aðnjótandi. Hann var fyrír- franr föst og ákveðin stærð senr fékkst iðulega á kostnað andstæðingsins. Fræði- maðurinn Jacob Black-Michaud hefur bent á þetta og segir heiður verða sífellt bitbein í harðri samkeppni manna á nreðal. Sá sem hlýtur heiður af sigri nrinnki þar nreð heiður óvinar síns. Black-Michaud tekur þessa kenningu upp eftir bandaríska nrannfræðingnunr Julian Pitt-Rivers. Hún sýnir fram á að „sá senr standi uppi senr sigurvegari í baráttu um heiður auki álit sitt vegna niðurlægingar þess sem tapar.“7 Breski réttarsögufræðingurinn William Ian Miller tekur í sanra streng og bendir á að þetta sé augljóst í deilunr nrilli tveggja einstaklinga, þar senr heiður sigurvegar- ans byggist á heiðursnrissi andstæðingsins. Því sé heiður nokkurs konar „sanrfélags- legt reikningsdænri" þar senr aukinn heið- ur eins þýðir minnkandi heiður annars.8 Heiður varð því ákveðin stærð sem allir kepptust um að eiga hlut í. Velta má því fyrir sér hvort nrenn gátu öðlast heiður af nráli án þess að skerða heiður andstæð- ings síns. I Þorsteins þætti stangarhöggs eiga þeir 1 deilunr Þorsteinn bóndi og Bjarni goði. Bjarni segir við konu sína að nú skuli „ ■ . . skipta virðingu með okkur Þor- steini í Sunnudal . . . „9 Ekki fer á milli nrála að Bjami ætlar sér að endurheimta heiður sinn á kostnað Þorsteins senr hafði drepið þgá húskarla Bjarna. Til staðfest- ingar þessu er einfaldast að líta í Kon- ungsskuggsjá senr talin er rituð unr miðja 13. öld. Verkið var skrifað til eflingar konungsvaldi og er af þeim völdum augsýnilega stefnt gegn blóðhefnd. Þar stendur meðal annars „ . . . að sá einn þykir vel vera, er . . . nokkuð má með röngu af annars sæmd draga til síns hlut- ar.“’° Hér kemur það vel fram að sá sem öðlast heiður gerir það á kostnað annars og er það gagnrýnt i ritinu. Væri hins vegar útséð um að slík heiðursskerðing leiddi til áframhaldandi deilna greip sam- félagið í taumana og reyndi að ganga á goðunt frekar en óbreyttum bændum. Virðing og metorð tengjast þó alveg sér- staklega mati almennings enda rnönnum skipað í virðingastigann af hálfu samfé- lagsins." Til að hljóta heiður urðu menn að fýlgja þeim óskráðu reglum sem samfé- lagið setti. Þar sem heiður var takmörkuð stærð varð hann að keppikefli manna á meðal og var yfirleitt á kostnað einhvers annars. Heiðurinn var því gerður að tak- marki sem menn áttu að reyna að nálgast og það gátu þeir gert með því að rækja þær skyldur sem af þeim var krafist. Samfélag þjóðveldisaldar krafðisl þess að menn hefndu vegins œttingja. rnilli deiluaðila. Reynt var að sætta þá á þann veg að báðir stæðu uppi með óskertan heiður við málalok. Menn urðu að lokum að fullnægja kröfunni uni frið, um hann snerist allt. Athyglisvert er að í Konungsskuggsjá er ekki rætt um heiður heldur sæmd. Orðið heiður kemur heldur ekki fram í Islendingasögunum en þar má hins vegar finna orð sem gegna sama hlutverki. Orðin sæmd, sómi, virðing, metorð og metnaður eru notuð í tengslum við heiður. Sæmd eða sómi er algengt í Is- lendingasögunum og einnig í Sturlungu. Það er notað um heiður og upphefð en einnig um bætur fyrir ærumeiðingar, gjafir og greiðslur. Virðing kemur einnig oft fýrir og tengist þá mati, samanber sögnina að virða. Metorð og metnaður tengjast einnig samfélagslegu mati. Upp- haflega gætu metorð hafa tengst frægð af góðu umtali og mati en síðar fengið merkinguna heiður. Það gæti því tengst „Þykir mér ok betra at missa þín en eiga ragan son“ Að vera drengur góður var sú ímynd sem mönnum var uppálagt að fýlgja vildu þeir hljóta heiður af framferði sínu og njóta virðingar.12 Menn urðu að afla sér heiðurs en það var ekkert sjálfgefið að þeir hefðu hann. Þeir urðu að sanna sig og sýna að þeir væru hans verðugir. Því urðu þeir að gæta að ímynd sinni. Hún varð að vera sú sem samfélagið krafðist af þeim. Þeim bar að sýna karlmennsku, hugrekki og vera harðir í horn að taka. Karlmaður skyldi ávallt vera tilbúinn til að verja heiður sinn og ^ölskyldu sinnar, það skipti hann meira máli en líf hans eða eignir. Þórarinn gamli, faðir Þor- steins í Þorsteins þætti stangarhöggs, vill frekar eiga dauðan son en huglausan. Hann telur Þorstein ekki veija heiður sinn sem honum bæri.13 Sá sem þurfti að verja heiður sinn gat gert það sanrkvæmt SAGNIR 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.