Sagnir - 01.06.1994, Blaðsíða 34

Sagnir - 01.06.1994, Blaðsíða 34
reglum blóðhefndar en hann varð að gæta þess að brjóta ekki þær óskráðu reglur sem hann átti að fylgja eða níðast á öðrunr. Þá gat hann átt það á hættu að tapa heiðri sínum og kallast ójafnaðar- maður.14 Því var það svo að heiðurinn kom mönnum upp metorðastigann frekar en veraldlegur auður. Þegar líða tók á þjóð- veldisöldina færðist það reyndar í vöxt að efnaðir menn söfnuðu að sér fogrum munum, en á meðan smágoðarnir voru og hétu á fyrri hluta hennar var það heiðurinn sem aflaði mönnum virðingar í samfélaginu.1’ Auðsöfnun fylgdi enginn heiður nema menn væru þá samtímis ör- látir á fé sitt. Menn gátu áunnið sér heið- ur með því að halda góðar veislur og gefa veglegar gjafir.'6 Níska og nirfilshátt- ur voru að santa skapi litin hornauga og þótti lítill sómi að slíku athæfi. Þess sjást skýr merki í Hænsna-Þóris sögu hvaða augum slíkir ntenn voru litnir. Hænsna- Þórir, sem sagan er nefnd eftir, græddi fé á kaupskap á sumrin. Hann flakkaði á milli héraða og keypti varning og seldi. A endanum var hann orðinn vel efnaður en að sama skapi svo nískur að hann neitaði að selja sveitungum sínum hey í harðindum þó að hann ætti nóg sjálfur. Enda segir sagan „ . . . að varla var til óþokkasælli maður en Hænsna-Þórir . . . ,,17 Lítil sæmd þótti því að fégræðgi og nísku hjá forfeðrunum. Konur höfðu einnig ákveðna ímynd, sem þær þurftu að verja og fólst hún í kvenlegum eiginleikum. Meðan karl- menn gættu heiðurs síns, gættu konur velsæmis. Olikt karlmönnum var vel- sæmi vöggugjöf kvenna og því var hlut- verk þeirra að gæta þess. Þeim bar að gæta hreinleika síns sem fólst til að mynda í því að eiginkona lagðist ekki með öðrum karlmanni eða svo mikið sem gaf honum undir fótinn.1" Hins veg- ar er ekki hægt að finna þess merki í Is- lendingasögunum að kona hafi þurft að vera óspjölluð mey við giftingu.17 Oftar en ekki verða samskipti kynjanna grunn- ur undir fæð milli manna sem getur af sér blóðhefndarmál. I Guðmundar sögu dýra verður áleitni bónda nokkurs við ekkju í næsta nágrenni til þess að honum og sonum hennar lendir saman vegna smávægilegs atviks sem dregur dilk á eftir sér. Strax í upphafi frásagnarinnar er bent á tilraunir bóndans til að fara á fjörurnar við ekkjuna og að undir kraurni milli þessara nágranna. Því þarf mjög lítið til að upp úr sjóði til að synirnir geti rétt hlut sinn vegna móður sinnar í þessu máli.2" Velsæmi konu gat því auðveldlega skarast við heiður karlmanns. Kona sem ekki gætti velsæntis síns gat kastað rýrð á heiður eiginmanns, föðurs, bræðra eða sona sinna.21 Heiðurinn ákvarðaði meira en nokk- uð annað stöðu karlmanns í þjóðfélaginu og í samfélagi þjóðveldisaldar snerust því blóðhefndarmál um heiður einstaklinga sem áttust við. Skerðing á heiðri gat leitt til og átti eðlilega að leiða til endur- heimtingar hans og menn gátu áunnið sér heiður þess sem tapaði fyrir þeim í blóðhefnd. Að „má flekk af virðingu sinni“ Ef menn lifðu ekki samkvæmt þeirri ímynd sem samfélagið ætlaðist til af þeim þeir sinntu ekki hefndarskyldunni því það voru óskráð lög að mönnum bæri að hefna þeirra sem tengdust þeim. Þetta átti við um skyldmenni, ntága og einnig fóstbræður „Hefndir veittu uppreist, en hitt var talið vansæmandi að vanrækja þær.“22 I deilurn tveggja höfðingja, Guð- mundar dýra og Onundar, varð Guð- mundur fyrir grófri móðgun sem runnin var undan rifjum Onundar og lét þar við sitja. Sagan segir að með þessu aðgerðar- Ieysi sínu hafi mjög þorrið metorð Guð- mundar „og kölluðu menn Onundar að hann sæti á friðstóli uppi í Oxnadal og kváðust þeir myndu hlaða vegg í dalinn fyrir ofan og fyrir neðan og tyrfa síðan og kasa þar metorð . . . „ hans.2' Það þótti einnig mikil lítilsvirðing ef menn lögðust svo lágt að taka bætur fyrir veginn ættingja þar sem meiri heiður hefði þótt af hefnd. Það var því lítill heiður sem fylgdi því að bera frændur sína eða sæmd i sjóði. Viðeigandi þótti að blóð kæmi fyrir blóð. Menn bundust blóðböndum til að styrkja tengsl sín gátu þeir auðveldlega fallið í áliti og þar með glatað heiðri sínum. Ef menn sýndu einhvern veikleika sem skerti þessa ímynd var voðinn vís. Maður sem glataði heiðri sínum var nánast útilokaður frá öllunt félagslegum samskiptum. Hann var sjaldan spurður álits og gat átt á hættu að vera settur út í horn í veislum þar sem mönnurn var skipað til sætis eftir virð- ingu, ef honum var boðið á annað borð. Menn gátu glatað virðingu sinni ef á inilli og bar þeim þá að hefna hvors annars. I Þorsteins þætti stangarhöggs má einnig sjá hvað mönnum þótti ef hefnd- arskyldunni var ekki fylgt. Húskörlum Bjarna verður það á orði, þegar Bjarni sýnir engan áhuga á að hefna, að „flestir verða forlagðir, ef fyrir sárunum verða, ok eigi vitum vér, hvénær hann vill þenna flekk má afvirðingu sinni.“24 Við- brögð Bjarna eða kannski frekar við- bragðaleysi hans verður til þess að hús- karlar hans álíta heiður hans skertan. Það 32 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.