Sagnir - 01.06.1994, Side 35

Sagnir - 01.06.1994, Side 35
Betra þótti að blóð kœmifyrir blóð en að bera í frœndur sítia sjóði. að fá Þorstein dæmdan á skóggang og fylgja því síðan ekki eftir með hefnd minnkaði enn virðingu hans. Húskarlar Bjarna ásaka hann einnig um hugleysi en því hlaut að fylgja mikil óvirðing í þessum heimi karlmennsku og hugrekkis. Oftar en ekki eru ásakanir um hugleysi tengdar kvenlegum eiginleikum þvi konur féllu ekki undir hina almennu heiðursímynd. Var því gengið mjög nærri heiðri karlmanna væru þeim lagðir kvenlegir kostir. Því var ávæningur um ergi eða kvenlega hegðun eitt hið sví- virðilegasta sem hægt var að ásaka menn urn. I Ljósvetningasögu eru uppi efa- semdir um karlmennsku Guðmundar rika sem verða til þess að Guðmundur gengur milli bols og höfuðs á upphafs- manni slúðursins. Með því slær hann tvær flugur í einu höggi, sannar karl- mennsku sína með hefnd og lokar fyrir uppsprettu slúðursins.23 Þess háttar ásak- anir fá einnig Þorstein til að taka vopn sín og hefna eftir fund við föður sinn.2í’ Enda telur faðir hans illilega vegið að heiðri sínum að eiga svo friðsaman son. Oviðeigandi hegðun fjölskyldumeðlims, nvort sem var ósæmileg hegðun konu eða skortur á hugrekki karlmanns, kast- aði rýrð á heiður allrar fjölskyldunnar.27 Oll sú hegðun sem gat dregið úr miynd karlmanna og kvenna gat leitt til beinnar heiðursskerðingar. Það var því stöðug vinna að halda áliti sínu. Menn urðu sífellt að gæta sín að gera ekki mis- tök sem gætu orðið þess valdandi að þeir glötuðu heiðri sínum. Samfélagið fylgdist stöðugt með og mat þess skipti miklu máli, sérstaklega fyrir goða sem voru of- arlega í virðingarstiganum. Einstaklingurinn í augum samfélagsins Heiður var ekki einungis bundinn af því hvernig einstaklingurinn sjálfur leit á sig heldur ákvarðaðist hann að miklu leyti af mati samfélagsins. Samfélagið skipaði mönnum i virðingarstigann eftir fram- ferði þeirra. Mat þess skipti því öllu máli í þjóðfélagi þar sem heiður var keppikefli hvers og eins. Asókn í heiður varð því að fylgja þeim reglum sem samfélagið setti um „rétta“ hegðun. Þessi hegðun eða framferði varð einnig að vera eftirtektar- vert og sýnilegt almenningi svo að hann gæti rætt það og dæmt.2íi Ein árangursríkasta aðferðin við að öðlast heiður var í gegnum blóðhefnd, hvort sem hún endaði með sátt eða vígi.29 En hefndir urðu þá að vera þannig að þær hefðu áhrif á aðra, bæði þá sem áttu þar þátt og ekki síst þá sem ekki tengdust málinu. Taka þurfti sífellt tillit til samfélagsins, því það sá um að dæma framgang hefndar og hver það væri sem efldi eða skerti heiður sinn.3" Öll stjórnmálabarátta snerist í raun um heiður, því að honum fylgdu völd og yfir- ráð.31 Þetta átti sérstaklega við um goða sem sífellt voru að reyna að auka áhrif sín og völd. Þeim mun fleiri þingmenn sem fylgdu goðanunr að málum, því meira var vald hans. Þingmannalaus goði var nánast valdalaus. Goði sem sýnt hafði karlmennsku og hlotið sæmd af blóð- hefndarmálum sínum var líklegur til að eiga gott þingmannafylgi. Þingmenn urðu að geta treyst því að þeim væri styrkur af vernd goðans ef þeir þyrftu á honum að halda í deilum sínum. Goðinn varð að sýna franr á hæfni sína á eftirtekt- arverðan hátt, hvort sem væri í gestrisni og gjafmildi til að afla sér öflugra vina eða hugrekki og ekki síst með því að rækja hefndarskylduna. Einnig voru þeir goðar mikils metnir sem slungnir voru í því að setja niður deilur og koma á sátt- unr nreðal andstæðinga.32 Goði varð því Gestrisni og gjafmildi skiptu miklu máli í þessum heimi karlmennskunnar. SAGNIR 33

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.