Sagnir - 01.06.1994, Side 37
þeir sjálfir. Því skipti miklu máli fyrir
þingmenn að goði þeirra væri tilbúinn
að veija þá með þvi að taka upp mál
þeirra. Framganga hans í öðrum málum
réð því hvort bændur töldu hann heiðurs
verðan og vert að fylgja honum. Ef hann
hafði sýnt fram á annað var allt eins lík-
legt að þeir leituðu til annars goða og
gerðust þingmenn hans. Þessi efi um
ágæti goða kemur skýrt fram í Þorsteins
þætti stangarhöggs þegar þingmenn
Bjarna missa trú á hugdirfsku hans er
hann hefnir ekki húskarla sinna. Þeir
vilja sönnun þess að hann sé tilbúinn að
rækja skyldur sínar við þá og þeir taka að
efast um hvaða styrk þeir hafi af hon-
um.3í’ Hann verður því að fara á móti
Þorsteini eða eiga það á hættu að stöðu
hans verði ógnað. Það kemur greinilega
fram í orðum konu hans að hann sé að
falla í áliti þegar hún segir við hann „at
menn þykkjast eigi vita, hvat Þorsteinn
stangarhögg mun þess gera, at þér muni
þurfa þykkja at hefna. . . . Þykkir þing-
mönnum þínum eigi vænt til halds, þar
sem þú ert, ef þessa er óhefnt . . ,“37 I
Vopnfirðingasögu er þetta jafnvel enn
skýrara. Þar deila fornir vinir, þeir Geitir
og Brodd-Helgi. Geitir fer halloka í
þeim viðskiptum og á endanum finnst
þingmönnum hans nóg komið og koma
að máli við hann. Höfðu þá margir
manna hans gengið Helga á hönd og
báru við hugleysi Geitis. Þeir sem fóru á
fund Geitis vildu hins vegar ekki gerast
þingmenn Helga og kröfðust þess að
hann færi á móti honum við fýrsta tilefni
ellegar þyrftu þeir að selja býli sín og yf-
irgefa héraðið eða jafnvel flytjast af landi
brott.38
Viðkomandi varð að rækja þær skyld-
ur sem samfélagið lagði honum á herðar
til að hljóta sæmd, eða þá í versta falli að
láta líta svo út að hann væri tilbúinn til
þess. Vanræksla manna á hefndum gat í
sumum tilfellum ógnað stöðu þeirra.
Heiðurslaus maður gat ekki átt von á því
að komast til metorða á þjóðveldisöld.
Samfélagið fylgdist grannt með því hvort
menn stæðu undir þeim kröfum sem
lagðar voru þeim á herðar og voru goðar
þá sérstaklega undir smásjá. Þingmanna-
fýlgi þeirrajókst í réttu hlutfalli við heið-
ur þeirra og á honum byggðust völd
þeirra og áhrif. Oflugasta leiðin til að
hljóta heiður var að standa i blóðhefnd-
armáli þar sem von var að afla sér sæmdar
á kostnað andstæðings síns. Því varð
blóðhefnd iðulega mikilvægur þáttur í
valdabaráttu goða og hálfgert tæki til
valda í höndum þeirra. Það var svo sam-
félagsins að meta framgang manna að
málalokum og ráða hvar í virðingarstig-
anum menn höfnuðu. Því var heiður
mikilvæg orsök blóðhefndar á þjóðveldis-
öld.
M
Hrefna Margrét Karlsdóttir. Fædd
1969. Leggur stund á B.A.- nám í
sagnfræði við HI.
Tilvísanir:
1 Sörensen, Preben Meulengracht: Fortœlling og œrc. Studier i Islœnding-
esagacrnc. Aarhus 1992, s. 181.
2 Pitt-Rivers, Julian: „Honour and Social Status.“ Honour and Shamc. Thc
Valucs of Mediterranean Socicty. Ritstj. J. G. Peristiany. Chicago [vantar
ártal], s. 21.
3 Pitt-Rivers, Julian: Honour and Social Status, s. 43.
4 Sörensen, Preben-Meulengracht: Fortælling og ære, s. 181.
5 Sörensen, Preben-Meulengracht: Fortælling og ære, s. 187.
6 Sörensen, Preben-Meulengracht: Fortælling og ære, s. 188.
7 „ . . . the victor in competition for honour fmds his reputation en-
hanched by the humiliation of the vanquished.“ Black-Michaud, Jacob:
Fcuding Societies. Oxford 1980, s. 179.
8 Miller, William-Ian: Bloodtaking and Peacetnaking.
Feud, Law, atid Society in Saga Icelattd. Chicago 1990, s. 30.
9 íslenzk fomrit. XI. bindi. Rvk. 1950, s. 74.
10 Konungsskuggsjá. Speculutn Regale. Magnús Már Lárusson bjó til prent-
unar. Rvk. 1955, s. 106.
11 Sörensen, Preben Meulengracht: Fortælling og ære, s. 188-189.
12 Bauman, Richard: „Perfonnance and Honor in 13th-century Iceland.“
Journal of American Folklore 99 (1986), s. 140.
13 Islenzk fornrit, s. 75.
14 Vesteinn Olason: „Islendingasögur.“ Medieval Scandinavia. An Encyclop-
cdia. (1993), s. 334.
15 Miller, William Ian: Bloodtaking and Peacemaking, s. 29.
16 Bauman, Richard: Performance and Honor in 13th-century Iceland, s.
138.
17 Islendingasögur og þcettir. Síðara bindi. Ritstj. Bragi Halldórsson, Jón
Torfason, Sverrir Tómasson, Ömólfur Thorsson. Rvk. 1986, s. 1417,
1421-1422.
18 Pitt-Rivers, Julian: Honour and Social Status, s. 46.
19 Sörensen, Preben Meulengracht: Fortælling og ære, s. 227.
20 Sturlungasaga. Arna saga biskups, Hrafns saga Svcinbjarnarsaga hin scrstaka.
I. bindi. Ritstj. Örnólfur Thorsson. Rvk. 1988, s. 143.
21 Pitt-Rivers, Julian: „Honour and Social Status,“ s. 45.
22 Ólafur Lámsson: Lög og saga. Rvk. 1953, s. 171.
23 Sturlungasaga, s. 146.
24 Islenzk fornrit, s. 72.
25 Islendingasögur og þættir. 1674, s. 1688.
26 íslenzk fomrit, s. 70-71.
27 Merry, Sally Engle: „Rethinking Gossip and Scandal.44 Toward a General
Theory of Social Control. I. Fundanicntals. Ritstj. Donald Black. (Studies
on Law and Social Control, 1984), s. 85.
28 Bauman, Richard: „Performance and Honor in 13th-century Iceland,“
s. 142.
29 Black-Michaud, Jacob: Feuding Societies, s. 184.
30 Miller, William Ian: Bloodtaking and Peacemaking, s. 29.
31 Miller, William Ian: Bloodtaking and Peacemaking, s. 219.
32 Bauman, Richard: „Performance and Honor in 13th-century Iceland,“
s. 143.
33 Sturlungasaga, s. 185.
34 Sturlungasaga, s. 153.
35 Sturlungasaga, s. 155.
36 Miller, William Ian: Bloodtaking and Peacemaking, s. 71.
37 Islenzk fornrit, s. 74.
38 Islendingasögur. Fyrra bindi. Ritstj. Bragi Halldórsson, Jón Torfason,
Sverrir Tómasson, Ömólfur Thorsson. Rvk. 1986, s. 1997-1998.
SAGNIR 35