Sagnir - 01.06.1994, Page 43
Krístján IV Danakonungur.
komu á land, oc sióvíkingar ætludu at
ræna Dani á Vatneyri, rédust hinir ensku
menn á þá, oc urpu þeim í sjóinn oc
drápu marga, enn tóku tvo fyrirlida oc
fóru á brott sídann.“51
Ef Englendingarnir voru fangar ræn-
ingjanna á Vestfjörðum er ekki að furða
að þeir skyldu síðar taka þátt í að yfir-
buga þá. Eftir Spánverjavígin koniust
þeir spænsku sjómenn sem eftir lifðu úr
landi á enskri duggu sem þær rændu vor-
ið 1616 og virðast þar að auki hafa rænt
annað enskt skip í leiðinni.'’2 Erfitt er að
leysa úr þessari flækju út frá þeim heim-
ildum sem eru fyrir hendi en hún sýnir
að minnsta kosti að það hefur verið allt
morandi í útlendingum á Islandi á þess-
um árum, sem höguðu sér misjafnlega
friðsamlega og áttu landsmenn erfitt með
að greina hveijir voru hvað.
Þrátt fyrir Vestmannaeyjaránið virðast
Englendingar ekki hafa að jafnaði farið
með ófriði og tóku jafnvel þátt í að yfir-
buga ofbeldismenn, eins og sagan af ræn-
ingjunum á Patreksfirði sýnir. Arið 1616
greinir Skarðsárannáll frá því að Eng-
landskonungur hafi sent herskip til lands-
ins til að veija enskar fiskiduggur gegn
sjóræningjum frá Spáni og fleiri löndum.
Ef til vill voru ofangreindir atburðir or-
sökin. Tóku þau skip „tvö reyfaraskip
fýrir Garði suður.“53 Fleiri dæmi eru um
að Englendingum hafi þótt vissara að
senda herskip til að veija duggur sínar.
Arið 1626 „komu 2 varnarskip frá
Englandi og lögðu inn í kaupstaðinn
Djúpavog, og ætluðu að taka kaupskipið,
sem þar lá fýrir, en þá þeir sáu kongsins
pass, gerðu þeir því engan skaða. Þeir
höfðu tekið 5 ræningjaskip í höfunum
og sent þau til Englands."34 Ari síðar
höfðu enskar duggur „2 vamarskip, sem
tóku franskt hvalfangaraskip fýrir Vest-
fjörðum við Látrabjarg."53 Að sögn Jóns
Indíafara hétu skipstjóramir á þessum
skipum „kapteinn Húuk og kapteinn
Tril“ og var tilgangur þeirra „að taka
franska hér við land eður hvar annars
staðar í sjóum hvar þá hittu.“ Ur þessu
varð milliríkjamál þar sem Kristjáni IV.
mislíkaði að Englendingar skyldu taka
franska skipið svo nálægt landi þó að það
hefði danskan passa. A sama tíma var Isak
Brommet, kunningi Jóns Indíafara, hér
við land við veiðar. Hugðist Holgeir
Rosenkrantz hirðstjóri fá aðstoð þessara
Englendinga til að beijast við Tyrki.56
Nærvera hinna ensku herskipa við Vest-
firði olli því að Tyrkimir þorðu ekki
þangað.’7 Þegar Tyrkir rændu Vest-
mannaeyjar árið 1627 var ensk dugga
tekin við eyjarnar og af henni níu menn.
Voru þeir látnir visa Tyrkjaskipunum að
höfninni. Einn af þessum níu var Islend-
ingur og var hann Tyrkjunum einna
hjálplegastur.55 Olafur Egilsson nefnir
einnig enska menn í liði Tyrkja.3'7 Arið
1628 „voru við landið varnarskip, bæði
dönsk og engelsk."6"
Næstu áratugi segir minna af enskum
herskipum hér við landið en Englend-
ingar eiga þó þátt í ofbeldisaðgerðum hér
á landi. Arið 1638 var dæmt „í milli
Johans Mumms hollendska, oc Jasonar
West enska, kærdi Jóhan at Jason hefdi
skorit sig i andlitit, enn Jason at Johan
hefdi slegit bréf prinsins úr hendi sér oc
trodit. . ,“61 Jasonar Wests er einnig getið
við deilumál ári áður,62 en um efni þess
er minna vitað. Hann kvæntist íslenskri
konu og farnaðist afkomendum hans vel.
Um aldamótin 1700 var Guðmundur,
sonur hans, kominn í hóp ríkustu manna
landsins/3
Ef litið er fram hjá slagsmálum þeirra
Rysiardssons og Wests eru hernaðarað-
gerðir Englendinga hér við land bundnar
SAGNIR 41