Sagnir - 01.06.1994, Síða 44

Sagnir - 01.06.1994, Síða 44
við tímabilið 1614-1628. Vestmannaeyja- ránið hefur hlotið athygli fræðimanna en ekki er síður athyglisvert að enska stjórn- in skyldi sjá ástæðu til að senda herskip til að vernda duggur sínar við Island. Má af því ráða að siglingamar hingað hafa skipt ensk yfirvöld heilmiklu máli. Englendingar ógna stöðu Dana / á Islandi Eftir að lætin í kringum Tyrkjaránið voru hljóðnuð er ekki getið enskra herskipa við Island i tvo áratugi. Arið 1649 komu tvö ensk vamarskip til landsins'’4 og næstu tvo áratugina er mikið um að vera á hafinu í kringum Island, einkum á ámnum 1662- 1668. Má skýra það að hluta til með stöð- unni í alþjóðamálum. Sautjánda öldin er mesta óffiðaröld sögunnar og fóm Eng- lendingar ekki varhluta af því. Þeir áttu í þremur sjóstríðum við Hollendinga á ár- unum 1652-1654, 1665-1667 og 1672- 1674 og við Spán árið 1654-1659/” Deil- umar við Hollendinga bámst að ströndunr Islands enda hafa hvorirtveggju talið sig eiga hagsmuna að gæta hér. Arið 1650 „komu hingað 3 varnarskip með Engelskum. . . . Fóru Engelskir á bátum víða um fjörðu, þar fýrri höfðu ekki komið.“6<> Ari síðar kom „varnar- skip inn á Skagafjörð, enskt, gerðu glett- ingar hér og hvar og þóttu mörgum sviplegir, þótt friðmenn vera ætti. Kapt- einn þeirra hét Robert Wivard; kom hann inn á Eyjafjörð, ekki friðlegur."67 Þessi maður er annars staðar nefndur Robert Vihard og Vallholtsannáll segir fólk hafa flúið af hræðslu við komu hans.68 Árið 1652 „kom til Ögurs um sumarið, af ensku varnarskipi, Daute Warmuel við 12. mann á skipsbát stór- um. . ,“69 Fleiri kapteinar eru nefndir til sem heimsóttu hinn vinsæla skemmti- ferðastað, Ögur, þeir Jan Parvis og Thomas Chene,7" en hinn síðarnefndi mun hafa komið þangað árið 1650.71 Ár- ið 1652 sökk hollenskt skip vestarlega á Breiðafirði sem talið var að hefði verið skotið niður af Englendingum.72 Til að bregðast við þessu veitti konungur ís- lenska verslunarfélaginu leyfi til að senda herskip til Islands73 og sendi bréf til Is- lands, dagsett 27. febrúar 1653, þar sem Islendingum voru bönnuð öll samskipti við Englendinga og Hollendinga og skyldu jafnfiramt „umþenktir og áminntir vera þeim mestu vöm og mótstand gjöra sem mögulegt er.“74 Næsta ár kom Bjel- ke höfuðsmaður of seint á alþing, „höfðu Enskir eptir honum skotið af varnarskipi þeirra í sjónum.“76 Næstu árin er rólegra við Island, enda búið að semja frið í stríði Englendinga og Hollendinga. Þó virðist enn kalt á milli landanna, a.rn.k. við strendur Is- lands. Árið 1658 strandaði hollenskt skip við Stafnesurð. „Siðan komu Engelskir og ræntu frá þeim því, sem þeir náðu. Talað var, að íslenzkir hefðu líka mörgu hjá þeim náð.“76 Árið 1662 berjast svo ensk og hollensk skip fyrir Vestfjörðum.77 Þessi átök snertu Island ekki beinlínis en samt þótti Danakonungi vissara að leyfa kaupmönnum að senda herskip til Is- lands78 og síðar fengu þeir leyfi til að senda vopnuð kaupför til landsins.79 Fleiri kornu vopnaðir til Islands því að árið 1664 „var hér Englands stríðsskip, kapteinn Jón Fasko.“80 Samkvæmt Jóni Espólín fýlgdu ensku fiskiduggunum á þessum ámm opt herskip; þat kom undir Snæfells jökul fýrir Krossmessu á vorum, ok fór aptr, ef fridr var, enn kom stundum tilbaka í Agústó at fýlgja þeim heim; skyldu allar duggur vestra komnar á Dýrafjörd á Lárenzíus-messu, enn á Lodnrundarfjörd fýrir aust- an, ok bída þar. . .81 Árið 1665 „byrjaðist stríð milli Holl- enzkra og Engelskra; héldu Danir með Hollenzkum; því sátu Engelskir um þau dönsku Islandsför, og tóku sum að her- fangi, höfðu að sumum slíkt er þeim lík- aði, og því hindraðist nrjög sigling hing- að um sumarið."82 Stríðið hafði líka þær afleiðingar að „þá um sumarið kom ekk- ert skip og enginn maður af England, og engin hollenzk dugga til Islands. . ,“83 Ári síðar olli stríðið því „að hindraðist sigling til Islands á þvi sumri í suma kaupstaði; sum voru og tekin. Þá var og tekið það skip, sem í Hólminn skyldi sigla, af Skozkum, og þar á voru teknir tveir Islenzkir: Jón Þorláksson að norðan, son biskups Þorláks Skúlasonar, og annar Jón úr Austfjörðum.“84 Ófriðurinn hindraði og siglingar til Islands vorið 1667, en hleypiskúta ein komst til Bessa- staða.85 Áður en ófriðnum slotaði tóku hollenskir „[engjelskt kræskip hér skammt frá landi, og slepptu mönnum á land upp slyppum, hv(erjir) skiptu sér á staðina hér vestra, þar til Danskir komu; gátu sumir komið [sér] í skip með þeim.“86 Sennilega hefur það verið með- ferðin á hinu ógæfusama flutningaskipi sem gerði það að verkum að nokkrir Englendingar flúðu til Vestfjarða „fýrir sjóvíkingum hollenzkum, eda kapur- um.“87 Aðrir þegnar Englandskonungs komu líka í heimsókn á því viðburðaríka ári 1667. Fitjaannáll segir svo frá: Um alþing kom eitt skip í Austfjörðu [sem þeir meintu að væri Irskir og Engelskir], og ræntu þar firnm bæi, þijá í Loð- mundarfirði, einn við Langanes, og einn í Vopnafirði. [Þar höfðu verið á 2 íslenzkir]. Þeir tóku allt það þeir fundu fémætt, bæði föt og allt, færðu menn úr fötum og slepptu þeim næsta nöktum. Kvikfé tóku þeir nokkuð, mat ekki mikinn, en spillt höfðu þeir honum í sumum stöðum. Hjá prestinum séra Þorvarði Árnasyni á Klyppsstað i Loðmundarfirði tóku þeir allt það þeir náðu, bæði það hann átti og mestallt úr kirkj- unni. Þar á einum bæ í Loð- mundarfirði drápu þeir einn mann. Þeir skyldu ekki hafa verið á því skipi nema 22 og ekki haft fallstykki nema fáein lítil, en þá þeir konru á land var hver einn þeirra þrívopnaður, og komu 18 á land. Og þar ræntu þeir eina eng- elska duggu. Og þegar þetta bar til flúði fólk víða frá sjóarsíðu, og flutti sig og sína peninga í fjöll og hellra [sic]. . ,88 Þessi frásögn er að mestu leyti staðfest af öðrum annálum, með vissum blæ- brigðum. Kjósarannáll segir þá hafa stolið frá prestinum á Klyppsstað „allt það þeir náðu, æta hluti og óæta,“89 Jón Espólín segir hina tvo íslensku menn hafa verið í slagtogi með ræningjunum,90 sem sums staðar eru sagðir skoskir.91 Á sama tíma og ræningjar þessir hrelldu Austfirðinga ákvað Friðrik III. Danakonungur að senda herskip til Is- lands til að byggja þar varnarvirki92 og hafa áhyggjur af stríði Hollendinga og 42 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.