Sagnir - 01.06.1994, Page 59
Minning Jóiis Sigurðssonar Iteiðruð á alþingishátíðinni 18. jiiní 1944 í Rcykjavík. Þátturjóns i
sjálfstceðisbaráttunni var mikilvœgur og því ekki að ósckju að nafni hans er haláið á lofti. En œttu
landsmenn ekki að huga bctur að tninningu þeirra burðarása atvinnulífsins sem fylgdu I kjölfar Jótts
og skutu stoðum undir raunventlegt ,frclsi ogfullveldi “ Islendinga?
setja saman hugvekjur og ljóð á önd-
verðri nítjándu öld, þótt ástæðulaust sé
að lasta það. Birta tók, þegar einkavæð-
ing hófst á Islandi á átjándu öld. Einka-
væðing er síður en svo ný af nálinni á Is-
landi: Sala stólsjarðanna í lok átjándu ald-
ar er fýrsta og líklega viðamesta
einkavæðing á Islandi. Þá varð til stétt
sjálfseignarbænda, og hún myndaði
grundvöll efnalegra og andlegra framfara
á nítjándu öld. Siðan tóku Danir að
koma á meira frelsi á Islandi, oftast þvert
á vilja prestanna og stórbændanna, sem
niestu réðu á þingi. Konunglegar tilskip-
anir um trúfrelsi, viðskiptafrelsi og prent-
frelsi og um afnárn vistarbandsins og um
afnám banns við öreigagiftingum ásamt
mannréttindaákvæðunum í stjórnar-
skránni, seni Danakonungur færði okkur
árið 1874, mynduðu hinn lagalega
grundvöll fyrir breytingu Islands úr forn-
eskjulegu bændaveldi í nútímalegt út-
gerðar- og viðskiptaskipulag. Island
komst á hið danska myntsvæði, þar sem
krónan var stöðug, enda á gullfæti; hún
var ekki aðeins innleysanleg í gulli í
Reykjavík og Kaupmannahöfn, heldur
líka Edinborg, Osló og Lundúnum. Þetta
frjálsræðisskipulag stóð til 1914. Thor
Jensen, Jón Olafsson, Pétur Thorsteins-
son, Jón Þorláksson og aðrir athafna-
ntenn hófu stórkostlega verðmætasköpun
á mælikvarða þeirrar tíðar, fólk tók að
streyma í bæina i stað þess að hrökklast
til Vesturheims, stórbændastéttin missti
kverkatök sín á ríkisvaldinu.
Upp úr 1930 varð nokkurt afturhvarf
til hins fyrri siðar. Þá náðu menntamenn,
sem töluðu í nafni bænda og verkalýðs,
tökum á ríkisvaldinu og notuðu það til
að hefja á ný innheimtu auðlindaskatts: I
kreppunni var svo sorfið að sjávarútveg-
inum með rangri gengisskráningu, að
hann var að falli kontinn árið 1939, þegar
versta tímabilinu lauk og gengið var leið-
rétt. Jafnframt komst upp úr 1930 á viða-
mikið kerfi úthlutunar- og skömmtunar-
valds, sem tókst að vísu að afnema að
mestu leyti í tveimur áföngum, 1950 og
1960. Til varð ríkisverndaður einokunar-
hringur, Samband íslenskra samvinnufé-
laga, sem hvarf eins og dögg fýrir sólu,
þegar sérréttindi hans voru afnunrin.
Síðustu einn eða tvo áratugi hefur ver-
ið nokkurt afturhvarf til hins lagalega
grundvallar áranna 1874-1914, þegar
frjálshyggja réð ríkjum. Innflutningur er
orðinn fijáls, útflutningur hefur orðið
frjálsari, flutningur fjármagns á rnilli
landa er orðinn frjáls, gjaldeyrisviðskipti
eru orðin fijáls, skráning gengis og
ákvörðun vaxta lúta að langmestu leyti
frjálsu vali fólksins. Jafnframt hafa verstu
mistök áranna frá 1930 verið leiðrétt með
einkavæðingu; draugur Jónasar Jónssonar
frá Hriflu hefur þokað fýrir anda Jóns
Þorlákssonar. Nægir að nefna, að Ut-
vegsbankinn, ríkisprentsmiðjan Guten-
berg, Skipaútgerð ríkisins, bókaútgáfa
Menningarsjóðs og Síldarverksmiðjur
ríkisins hefur allt verið lagt niður eða
selt. Og nú undir forystu Davíðs Odds-
sonar hafa Islendingar fengið að reyna
lengsta samfellda stöðugleikatímabil sitt
frá því að Jón Þorláksson vék úr stjórnar-
ráðinu haustið 1927.
Enn er þó margt ógert. Ríkið rekur
tvo af þremur viðskiptabönkum, svo að
talsvert úthlutunarvald er í höndum
stjómmálamanna. Rikið rekur ásamt
öðmm opinberum aðilurn Landsvirkjun,
sem nýtir aðra helstu auðlind landsins.
Sveitarfélög starfrækja hitaveitur, sem
nýta hina helstu auðlind landsins auk
fallvatna og fiskistofna. Veitir reynslan
hér og erlendis vísbendingu um það, að
slík fýrirtæki séu betur komin i höndum
stjórnmálamanna með sérhagsmuni, sem
ekki fara saman við almannahagsmuni,
en i höndum einkaaðila með sérhags-
muni, sent geta farið saman við almanna-
hagsmuni og gera það á frjálsum mark-
aði, eins og Adam Smith sýndi fram á
SAGNIR 57