Sagnir - 01.06.1994, Side 64

Sagnir - 01.06.1994, Side 64
eiginlega að gera við allar þessar enda- lausu værðarvoðir frá Alafossi. Með Sov- étríkjunum hrundi Sambandið - og Ak- ureyri. Herinn - vera hans og áhrifin sem hún hafði á viðskipti við Rússa — hefur þann- ig haft heillavænleg áhrif á þjóðarbúskap islendinga en raskað jafnvæginu um leið, haldið gangandi atvinnurekstri sem ella hefði verið sjálfdauður, dregið úr vöru- þróun, nýsköpun og hagkvæmni, veitt falskt öryggi - verið nokkurs konar værðarvoð. Sá margfrægi löstur Islend- inga að ana út í ófærur i trausti þess að „þetta muni reddast" er ekki síst afleið- ing af því að hafa þann fjárhagslega bakhjarl sem herinn hefur alltaf verið. Það er algengt að sjá margháttaðar klag- anir yfir löstum landsmanna í fyrri aldar ritum og kveðskap, nema ein sést aldrei: að þeir séu óhóflega framkvæmdaglaðir. Þvert á móti var klifað á deyfð og drunga. Herinn hefur haft áhrif á þjóðarsálina. Hann hefur raskað viðkvæmri sjálfsmynd Islendinga sem vopnlausrar smáþjóðar sem sæki einmitt styrk í veikleika sinn. Hann hefur grafið undan þjóðarstolti Is- lendinga. Hann reyndi - og því skulum við ekki gleyma — að grafa á markvissan hátt undan menningu þjóðarinnar með þeirri einstæðu atlögu að sjálfstæðri þjóðmenningu sem rekstur sjónvarps- stöðvar í sjónvarpslausu landi var - en hann hefur þó fyrst og fremst „spillt fyrir því að við horfðumst almennilega í augu við vandann og ábyrgðina sem fylgir því að vera sjálfstætt ríki“, svo vitnað sé í ný- lega grein eftir Gunnar Karlsson prófess- or sem birtist í ritgerðasafni Listahátíðar 1994, Tilraunin íslatid í 50 ár. Hann hefur alið á þeim meinlokum í samskiptum við erlend ríki sem helst sækja á einangraða eyþjóð: yfirmáta tor- tryggni og yfirmáta græðgi. Heimurinn kemur okkur ekki við, græðum á hon- um. Herinn hefur alið á ábyrgðarleysi í samfélagi þjóðanna, sem lýsti sér meðal annars í því að Islendingar höfðu geð í sér að þiggja Marshall aðstoð eftir seinna stríð, þótt þeir væru eina Evrópuþjóðin fyrir utan Svía sem beinlínis hagnaðist á stríðinu. Það var við hæfi að þeir pen- ingar fóru að miklu leyti í þann hernað gegn íslandi að ræsa fram mýrar út um allar trissur af ámóta dugnaði og fyrir- hyggju og nú er plantað lúpínu. Við höf- um verið miklir á lofti um nokkra hríð vegna þess bakhjarls sem herinn og hern- aðarlegt mikilvægi landsins hefur verið okkur, og má i því sambandi minna á hina byssuglöðu sjómenn í Smugunni og þann rétt sem Islendingar telja sig skyndilega hafa til veiða þar og við Sval- barða, þótt framferðið minni að sínu leyti líka nokkuð á framgöngu Egils Skallagrimssonar í Noregi þegar hann var þar að handrukka menn. Herinn hefur spillt stjórnmálaumræðu á Islandi. Hvað sem flokkakerfmu líður þá snúast íslensk stjórnmál ekki lengur um afstöðuna til eignar á framleiðslu- tækjunum, afstöðuna til Sovétríkjanna eða afstöðuna til dvalar ameríska hersins hér á landi. Þessi mál skipuðu mönnum áður í flokka, eða hröktu þá öllu heldur inn í ólíkar girðingar þar sem þeir máttu híma og jórtra sínar tuggur. Öll þessi mál eru útrædd. Tími stéttastjórnmálanna er í raun liðinn og ný tegund af sjálfstæðis- stjórnmálum tekin við. Víglínan er dreg- in þvert á alla flokkana í öllum þeim málum sem varða þjóðina nú á dögum. Tveir flokkar hafa einkum átt tilverugr- undvöll sinn undir þessum her og náð að vaxa langt umfram eðlileg efni: Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðubandalagið. Kommúnistar hér gengu í endurnýjun lífdaganna vegna hersins meðan eðlilegast hefði verið að sá flokkur hefði lognast út af eftir því sem fleiri og fleiri „biluðu í Ungó“. I staðinn náðu þeir bæði að end- urskoða efnahagsstefnu sína sársauka- og 62 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.