Sagnir - 01.06.1994, Page 65

Sagnir - 01.06.1994, Page 65
átakalaust og að tengja sig við þá sem voru róttækastir í sjálfstæðismálunum á síðustu öld og í byrjun þessarar, án þess að gefa þjóðfélagsumbótum mikinn gaum. Jafnaðarmenn hafa ekki náð sam- an í einum flokki vegna þess að afstaðan til hersins hefur skipt rnönnum í fylking- ar. Fyrir vikið hefur aldrei myndast raun- verulegur vinstri armur í Alþýðuflokkn- um sem gæti veitt forystunni aðhald. Og í Alþýðubandalaginu má fólk kúldrast saman í flokki vegna þess að það gekk saman í Keflavíkurgöngum hér um árið, en er að öðru leyti alveg einkennilega í nöp hverju við annað. Sjálfstæðisflokkur- tnn náði að safna til sín öllum þeim sem studdu veru hersins, og þar á bæ ráku menn oft árangursríka kosningabaráttu sem snerist beinlínis urn það mál, en um leið þokaðist flokkurinn nær miðju, svo að fyrir vikið hafa kjósendur ekki getað kosið yfir sig hreina hægri stefnu, fremur en vinstri stefnu. Af þessum sökum hefur stjórnmálaumræðan verið þokukenndari en ella, slagorðakenndari, kjánalegri. Annars vegar voru landráðabrigsl úr hug- myndaheimi 19. aldarinnar, hins vegar rússagrýlur og kommaglósur. Herinn hefur í raun haldið Islending- um á nokkurs konar púpustigi fullveldis- ins. Hann hefur gert það að verkum að enn líta Islendingar samband sitt og um- heimsins sem samband skjólstæðings og verndara, þegns og konungs, hjáleigu og höfuðbóls. Og aðild að ESB er þá álitin jafngilda því að gerast nýlenda einhverra Hermenn fyrir utan stjórnarráðið sumarið 1942. Hcfur herseta Bandaríkjamanna í Kcjlavik liaft óœskileg áhrif á sjálfstœðisbaráttu Islendinga eftir 1944? ótilgreindra „skriffinna í Brussel“ eins og það heitir. ★ Tilvitnunin fremst er úr Sjálfstæðu fólki sem Halldór Laxness skrifaði á fjórða ára- tugnum, áður en herinn kom hingað og gerði þjóðernishyggju að meginhug- mynd vinstrisinnaðra menntamanna. Þetta er samfelld árás á íslensku einstakl- ingshyggjuna, íslenska þvergirðingshátt- inn, íslenska hokrið. Bókin er samin áð- ur en Island varð lýðveldi, og er á sinn hátt innlegg í þá baráttu - háðið um sjálfstæðið felur í sér það sjónarmið að frelsi og sjálfstæði séu innantóm orð þeg- ar fólki sé haldið í fátækt. Bókin er um sjálfstæðið, um hvað það merkir að vera sjálfstæður, hvort það sé æskilegra að rnega heita sjálfstæður og drepa um leið alla í kringum þig eða hvort mönnum beri fremur að hugsa um samfélagið við annað fólk. Hún er um það þegar einn rnaður þröngvar sinni takmörkuðu skil- greiningu á frelsi og sjálfstæði upp á ann- an mann. Bjartur neitar Rósu óléttri um mjólk að drekka, hún fær ræðuhöld um það hvað frjáls og sjálfstæð heiðarkona geri. Hann sækir hana þegar hún reynir að flýja og smám saman verður hún að sætta sig langkúguð við skilmála hans í sjálf- stæðisbaráttunni og láta af því sem hann kallar hjartveiki. Myndin af Rósu í heið- inni innan um glaðvært ferðafólkið þar sem frelsið hljómar einhvern veginn eins og hrakinn fugl í munni hennar ætti að vera okkur áminning um að láta ekki þá ráða ferðinni sem trúa frernur á orðin og ræðurnar en lífið, trúa fremur á hugtök en fólk. SAGNIR 63

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.