Sagnir - 01.06.1994, Qupperneq 71
Hér er kominn hinn nýi íslenski sjómaður,
sterkur og stoltur af sinu staifi. Ekkert eimir hér
eftir af spilltum rœfildómnum, sem þótti fyigja
vermönnum firaman af öldinni.
atriðum. Reykjavík upplýsingarmannsins
Baldvins er ógnun við stöðugleika og
siðferði bændasamfélagsins og Jón er
þjóðemisrómantíker, sem óttast það hve
danskur höfuðstaðurinn er. Báðir em
þeir mótaðir af hugsun landbúnaðarsam-
félagsins, þar sem sveitin er þungamiðja
þjóðfélagsins. Virðist eðlilegt að skáldin
óttist þá þróun sem leiðir til aukinnar
þéttbýlismyndunar, þegar sveitabýlin hafa
í margar aldir verið kjölfesta þjóðfélags-
ins. Það sem kemur á óvart er hin mikla
áhersla á siðferðið, að þéttbýlið sé
mannskemmandi, það afsiði fólk. Hvort
þessi afstaða hefur í raun verið ráðandi
eða einungis verið yfirvarp veraldlegri
þanka, svo sem hræðslu bænda við
vinnuaflsskort eða auknar launakröflir
vinnufólks í kjölfar lausamennsku, skal
hins vegar ósagt látið.
Gestur Pálsson er fjær Baldvini og Jóni
i viðhorfunr sínum vegna þess að hann
stendur á þröskuldi nýrrar aldar, kynslóð
hans gerír sér grein fyrir stækkandi hlut-
verki bæjarins og lítur því á hann sem
sjálfsagðan hluta þjóðfélagsins. Gestur
gagnrýnir því ekki þéttbýlið sem slíkt,
heldur aðeins hversu lélegt þéttbýli
Reykjavík er.
Þó að þetta séu skoðanir einstaklinga,
þá er án efa einhver samhljómur með
þeim og hugsunum fjöldans. Því að þró-
un þjóðfélagsins má lesa út úr skáldverk-
um vegna þess að þróunin sjálfhefur get-
ið verkin af sér.
Ír . 'MfM; ' ' fJB; J, 9k S
k r* Imfll
Brynhildur Ingvarsdóttir. Fædd 1971.
Leggur stund á B.A.- nám í sagn-
fræði og almennri bókmenntafræði
við HÍ.
Tilvísanir:
1 Sigurður G. Magnússon: „Alþýðumenning á Islandi 1850-1940.“ Is-
lcnsk þjóðfélagsþróun 1880-1990. Reykjavík 1993, s. 298.
2 Guðmundur Hálfdanarson: „Islensk þjóðfélagsþróun á 19. öld.“ Islettsk
þjóðfélagsþróun 1880-1990. Reykjavík 1993, s. 24-25.
3 Armaiiii á Alþingi eða aliiieiuiur Fundur Islendingafyrir búltölda og bœndafólk
á íslandi 1 (1829), s. 16.
4 Hér lýsir höfundur korti eftir Victor Lottin frá 1836 (Árbæjarsafn MR
233) og styðst að nokkru við skýringar þess.
5 Gísli Gunnarsson hefur bent á það í bók sinni Upp er boðið Isaland
(Reykjavík 1987, s. 255) að óöryggi munnlegrar geymdar orsaki smám
saman hnignun tækniþekkingar milli kynslóða.
6 Ármann á Alþingi 1 (1829), s. 6.
7 Ármann á Alþingi 1 (1829), s. 2.
8 Ármann á Alþingi 1 (1829), s. 21.
9 Ármann á Alþingi 1 (1829), s. 22.
10 Armann á Alþingi 1 (1829), s. 22-23.
11 Jón Thoroddsen: Piltur og stúlka. Dálítil frásaga. Reykjavík 1983, s. 10.
12 Hugtök og heiti i bókntcmitafrœði. Jakob Benediktsson ritstýrði. Reykjavík
1983, s. 224.
13 Jón Thoroddsen: Piltur og stúlka, s. 75.
14 Jón Thoroddsen: Piltur og stúlka, s. 135.
15 Jón Thoroddsen: Piltur og stúlka, s. 85.
16 Jón Thoroddsen: Piltur og stúlka, s. 121.
17 Gestur Pálsson: Ritsafn. Reykjavík 1927, s. 341.
18 Guðjón Friðriksson: Saga Reykjavíkur. Bœrinn vaknar. 1870-1940, fyrri
liluti. Reykjavík 1991, s. 73.
19 Hér er hliðsjón höfö af korti eftir Svein Sveinsson búfræðing frá 1887
(Árbæjarsafn, 2.2.1.-31).
20 Gestur Pálsson: Ritsafn, s. 18. Ritgerð Einars H. Kvaran um höfund-
inn.
21 Gestur Pálsson: Ritsafn, s. 342.
22 Guðmundur Hálfdanarson: íslensk þjóðfélagsþróun á 19. öld, s. 12.
23 Gestur Pálsson: Ritsafn, s. 344.
24 Gestur Pálsson: Ritsafn, s. 351-2.
25 Gestur Pálsson: Ritsafn, s. 353.
26 Gestur Pálsson: Ritsafn, s. 372.
SAGNIR 69