Sagnir - 01.06.1994, Qupperneq 73

Sagnir - 01.06.1994, Qupperneq 73
Ef ég væri amtmaður eða sæti í dómarastétt Olafur Loftsson eitraður af mér skyldi fá sinn rétt.1 Þessa vísu orti þjóðskáldið Bjami Thorarensen í æsku um sveitunga sinn Olaf Loftsson sem fæddist 18. maí 1783. Vigfús Þórarinsson sýslumaður, faðir Bjarna, byggði Hlíðarenda í Fljótshlíð en foreldrar „eitraða" Olafs, Loftur Amundason og Ingibjörg Olafsdóttir, byggðu Nikulásarhús, hjáleigu höfuð- bólsins.2 Þetta var kotbýli og Olafur ólst upp í fátækt. Það var einkum tvennt sem olli slæmu orði sem fór af Olafi. Annað var sá óhróður sem hann flutti útlendingum um land og þjóð þegar hann var leið- sögumaður í Mackenzie-Ieiðangrinum um Island sumarið 1810. Mackenzie barón og aðrir leiðangursmenn litu á Is- lendinga sem menningarsnauða þjóð og í mörgum heimildanna er Olafi kennt um. Þannig fannst til dæmis sagnaritaranum Jóni Espólín Olafur stunda flest annað en góða landkynningu og fordæmdi hann fýrir vikið. I öðra lagi var Olafur fádæma kvenna- maður og smánaði marga stúlkuna, bæði í Skotlandi og á Islandi. Á Islandi átti hann sjö börn með sjö konum3, smitaði margar fleiri af kynsjúkdómi auk þess sem hann átti bæði konu og barn í Skot- landi. Olafur flúði Island 1812 og hvarf endanlega 1815, einungis 32 ára gamall. Hér verður skyggnst inn í lífshlaup þessa merkilega manns með því að skoða skrif samtímamanna um hann. Bernskubrek og barnalán Olafur stundaði nám við Hólavallar- skóla 1800-1804 en lauk ekki stúdents- prófi heldur gerðist aðstoðarmaður og lærlingur hjá nýjum landlækni, Tómasi Klog.4 Þetta er merkilegt ef það er at- hugað að Klog kvartaði sáran yfir laun- um sínum, sagði mjög erfitt að hafa hjá sér pilt til kennslu, fæða hann og klæða.5 Eitthvað hefur landlæknirinn talið sig sjá í pilti fýrst hann tók hann til sín í svo erf- itt bú. Geir biskup Vídalín fjallaði um hinn nýja landlækni í bréfi til Bjarna Þor- steinssonar 19. mars 1805. Hann bætti síðan við: „Það er satt, nær hafði ég gleymt, að Ólafur Loftsson er orðinn adjunktus hjá Klog. Þykir mönnum hann nú breiður fýrir fetann, einkum síðan hann fór að taka blóð.“6 Ólafur var því stoltur af hinu nýja starfi sínu sem m.a. fólst í því að bólusetja börn.7 Ölafur var með annan fótinn heima í Fljótshlíð og dvaldist þar m.a. urn jólin 1804 þegar honum gafst ráðrúm til að bama Guðrúnu Árnadóttur sem var ráðs- kona sjálfs sýslumannsins, Vigfúsar Þórar- inssonar. Guðrún var ellefu árum eldri en Ólafúr sem var einungis nýlega myndug- ur. Bamið fæddist 21. september 1805, var stúlka og fékk nafnið Guðrún.8 Ekki staldraði Ólafur þó við í faðrni ráðskon- unnar á Hlíðarenda nerna kannski rétt yfir áramótin því þremur mánuðum eftir að fýrsta barnið fæddist varð Ólafur faðir í annað sinn, á þriðja degi jóla 1805. Sennilega hreifst Ólafur af eldri og reyndari konurn því barnsmóðirin, Elín Þórðardóttir, var einnig ellefu árum eldri en hann. Stúlkan Guðrún, sem nú kom i heiminn, var auk þess fjórða lausaleiks- barn Elínar.'7 Nafh Ólafs var nú á hvers manns vör- um sem ráða má af bréfi er Geir Vídalín skrifaði 22. september 1805 þar sem hann segir frá sjúkdómi er gekk um landið og felldi hesta. „Landphysikus og [Andrew] Mitchell, að ógleymdum signor Ólafi Loftssyni, hafa anatómerað nokkra. . ,“10 Ólafur hafði ef til vill svip- að orð á sér og ítalskir flagarar í dag. Hann naut að minnsta kosti snemma kvenhylli og kom víða við, en staldraði jafnan stutt við. Ekki einblíndi hann þó á eldri konur því Elín Egilsdótdr Sandholt var aðeins nítján ára þegar hún ól Ólafi enn eitt stúlkubarnið, Karen Sigríði, 8. apríl 1806. Svo virðist sem Ólafur hafi einnig gefið sér tíma til að skreppa upp á Akranes og barna þar stúlku. I bréfi dag- settu 13. janúar 1806 spurði Vigfús Þór- arinsson Geir biskup hvort það væri satt að Ólafur Loftsson væri „þvílík hetja“ að hann hefði getað barnað fjóra kvenmenn á einu misseri, tvær í Reykjavík og eina á Akranesi, auk ráðskonu Vigfúsar þar eystra. Vildi Vigfús að Ólafur yrði feng- inn til að giftast einhverri stúlknanna fýr- ir sunnan, en hafði sjálfur engan áhuga á að taka hann inn á gafl til sín. Vigfús sýslumaður taldi nefnilega ekki að Rang- árvallasýsla myndi auðgast mikið af bú- skap Ólafs og vildi helst að Ólafur giftist Elínu Þórðardóttur sem var „alkunn skækja" í Reykjavík.11 Fannst honum þau Elín og Ólafhr líklega hæfa vel hvort öðra! Víst er að Loftur, faðir Ólafs, skamm- aðist sín mjög fýrir „hetjuna" Ólaf, vildi hafa hann sem fjærst sér og spurði sýslu- manninn „. . .hvort ei mundi mögulegt að láta Ólaf sigla svo hann aldrei meir sæi hann“.12 Ólafur var nú tæplega tuttugu og þriggja ára og orðinn fjögurra barna faðir ef marka má tölur Vigfúsar sýslumanns.13 Geir biskup Vídalín óttaðist ennfremur mjög um sáluhjálp syndarans. Hann rit- aði: „Ölafur kirurgus [læknir] er nú ann- ars kominn austur. Skaði ef sá duglegi maður offrar of oft guðinum með horn- in, því hann launar aldrei nema illu einu.“14 Ólafi fæddust ekki fleiri börn ár- ið 1806 og ekki heldur það næsta þó að fimmta barnið hafi liklega verið getið í apríl 1807. Margrét Jónsdóttir, vinnu- kona, ól soninn Loft 10. janúar 1808 en þá var Ólafur horfinn af landi brott. Klog landlæknir sendi Ólaf nefnilega til Kaup- mannahafnar haustið 1807 til frekari menntunar og hafði Ólafur með sér meðmæli Klogs.15 Ólafur átti að læra varnir gegn kúabólu sem herjaði á Islandi og flytja dönsku stjórninni skýrslu um faraldurinn.16 Ferðalangur gerist frímúrari Ólafur komst aldrei til Kaupmanna- hafnar. Skip hans17 hreppti stonn og neyddist til að leita skjóls á eyjunni Lewis, sem er ein af Suðureyjum, vestan við Skotland. Napóleon Bónaparte heij- aði nú mjög á Evrópu, Danir höfðu gengið til liðs við Frakka og áttu því í stríði við England. Ólafur var nú, ásarnt öðrum skipsmönnum og farþegum, stríðsfangi. Allir nema Ólafur voru sendir áfram til Edinborgar því hér kom læknis- kunnátta hans að góðum notum. Fékk hann að ganga fijáls um eyjarnar og hafði aðsetur i bænum Stornoway og reyndi jafnframt hvað hann gat að vera öðrum íbúum Lewis, og nærliggjandi eyja, inn- an handar. Hafði Ólafur sjálfur frum- kvæði að þessu en þurfti að sverja holl- ustueið áður en hann fékk undanþágu til að vera áfram á eyjunum.18 Ólafur komst nú greinilega til metorða því 29. ágúst 1809 var hann tekinn inn í frímúrararegl- una í Stornoway sem félagi númer 217. SAGNIR 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.