Sagnir - 01.06.1994, Page 78
A dansleiknum í Rcykjavík gengu karlmenn um og hrœktu „ hraustlcga “ á gólfið.
þegar við vorum í nágrenninu, og sú
mikla ákefð sem hann sýndi á því að
flýta sér burt frá staðnum hneykslaði
mig. Eg held jafnvel að hann hafi
aldrei trúað því að við ætluðum að
fara um austurhlíð Heklu. Aður en
við komum til Islands lét hann eins og
hann þekkti hvern hluta fjallsins. Við
komumst hins vegar að raun um að
hann hafði ekkert ferðast nema
kannski veginn milli fbðurhúsa og
Reykjavíkur, þegar hann var í þjón-
ustu Klogs læknis.49
Leiðangri Mackenzies var nú brátt lokið,
þeir yfirgáfu Island 19. ágúst en Olafur
varð eftir. Ingibjörg Jónsdóttir skrifaði
bróður sínum aftur þann 18. september
1810:
Eftir varð Ólafur Loftsson af þeim
enska barón. Honurn þótti hann fant-
ur í folíó og gaf honum afskeið, þó
ekki i naade. Ólafur er að ég trúi
kominn austur að Hallskoti til föður
síns.50
Espólin segir að Mackenzie hafi rekið
Olaf áður en hann fór aftur til Skot-
lands51 og sjálfur segir Mackenzie eftirfar-
andi:
ég tjáði honum að ég væri reiðubúinn
til að standa við heit mitt unr að taka
hann með aftur til Skotlands, en að
mér þætti rétt að gera honum ljóst að
vinir mínir myndu ekki lengur þurfa
að þola blekkingar hans, og að ég vildi
ekkert meira með hann hafa. Hann
tók þann kostinn að verða eftir á Is-
landi. . .52
I ferðabókinni gefur Mackenzie reyndar í
skyn að honum hafi þrátt fýrir allt verið
vel til Ólafs.
þó ég hefði næga ástæðu til að vera
óánægður með hann hefði ég verið
mjög ánægður að heyra, jafnvel eftir
að hann hafði fýrirgert öllum rétti sín-
um til góðmennsku minnar, að hann
hefði getað nýtt sér þau tækifæri sem
ég gat veitt honum meðan hann dvaldi
í Skotlandi.53
Ekki stóð Ólafur framnri fyrir álitlegum
kostum. Hvarvetna voru menn búnir að
fá nóg af honum og nú síðast þessir
frægu vinir hans frá Skotlandi. Nú lenti
Ólafur líka í vafasömum félagsskap.
Hann hafði hitt James Savignac við kom-
una til Islands 1810 og var hann nú
„kostgangur" hjá Savignac um einhvern
tíma. Savignac þessi hafði mjög verið
viðriðinn Jörundarmál á Islandi og bjó
einmitt á þessum tíma með „drottningu“
hundadagakonungsins, Guðrúnu Einars-
dóttur. Einnig hafði Savignac hjá sér tvær
vinnukonur, Guðrúnu Jónsdóttur og
Elínu Tyrfingsdóttur.54 Savignac var væg-
ast sagt illa liðinn á Islandi og ekki hefur
vinskapur þeirra orðið til að auka hróður
Ólafs.
I bréfadagbók bæjarfógetans í Reykja-
vík segir firá þvi að Ellen (Elín) Tyrfings-
dóttir, ein vinnukvenna Savignacs, hafi
greinst með kynsjúkdóm og taldi Klog
landlæknir mikilvægt að einangra hana55
en ekkert er minnst á að nauðsynlegt sé
að einangra Ólaf þótt hann hafi örugg-
lega verið smitberinn. I Reykjavíkursögu
sinni segir Klemens Jónsson þetta um
málið:
voru árið 1811 tvær ungar stúlkur,
önnur dóttir góðs borgara, „teknar
undir cur á opinberan kostnað, sem
smitaðar af venerisk sygdom". Svo
voru menn hræddir við sjúkdóminn,
að enginn þorði að lána svo mikið sem
bollapar, meðan verið var að lækna
þær einangraðar. Kostnaður við lækn-
inguna nam 47 rdl. 51 sk., og varð
bærinn seinast að borga hann.56
Vinsældir Ölafs Loftssonar voru um þess-
ar rnundir örugglega í algeru lágmarki í
Reykjavík! Þau skötuhjú Ólafur og Elín
létu krankleikann reyndar ekki eyði-
leggja kynlíf sitt þvi um sumarið varð
Elín ólétt. Ólafur var þó ekki við eina
(jölina felldur frekar en fýrri daginn og
laumaði sér einnig upp í hjá Guðrúnu
Erlendsdóttur. I apríl 1812 ólu þær báðar
drengi, Ólaf og Wilhielm, með tveggja
daga millibili!57
r
Enginn grætur Islending. . .
Eftir síðustu ævintýri sín í kvennamál-
um, og framgöngu sumarið 1810, gerði
Ólafur sér sjálfsagt ljóst að honum var
ekki vært á Islandi. Hann tók því þann
kostinn að flýja vandræði sín. Bjarni
Thorarensen skrifaði 29. ágúst 1812:
„. . .hinn nafnfrægi Ólafur Loftsson er
76 SAGNIR