Sagnir - 01.06.1994, Page 79

Sagnir - 01.06.1994, Page 79
allareiðu farinn aftur til að reyna lukku sína í Englandi.“5lí Olafur dvaldi nú i nokkur ár í Edin- borg, gifti sig og eignaðist barn en fór fljótlega að þjást af útþrá. Mackenzie sagðist þannig frá: Hann kom seinna aftur til Skotlands og var um stund i Edinborg. Eg hafði ekki heyrt af honum um nokkurn tíma þegar frekar glæsileg kona heim- sótti mig og sagði mér að hún væri eiginkona Olafs og að hann hefði yfir- gefið hana og barn, og að hún vissi ekki hvað hefði orðið af honum. Hún hafði látið blekkjast af manninum og hafði trúað öllum fínu sögunum hans. Mér skildist seinna að hann hefði farið til Ameríku og held að honum hafi einhvern veginn tekist að komast um borð í herskipi sem læknir [surgeon’s mate].59 Hvað varð um Olaf í Ameríku er óljóst.6" Læknar í bandaríska hemum fengu yfimrannsnafnbót (officer) en eng- an rnann með þessu nafni er að finna í heimildum ytra.61 Hann hvarf nú spor- laust úr heimildum, var einungis 32 ára gamall en hafði þó lifað viðburðaríka ævi. Hvar gröf hans er að finna er ráðgáta en gaman væri að þekkja lífsævintýri Ol- afs Loftssonar til hlitar. Dómur fellur Ritgerð þessi hófst á vísubroti eftir sýslumannssoninn Bjarna Thorarensen. Það er kannski einhver gráglettni örlag- anna að Bjarni varð einmitt bæði amt- maður og dómari og því í aðstöðu til að „rétta“ yfir Ólafi. Það má ef til vill líta á ummæli samtimamanna um Olaf sem dómsúrskurð; Bjami, Jón Espólín, Hol- land og Mackenzie létu Olaf „fá sinn rétt“ og áfrýjun koin ekki til greina. En hveijir voru kostir og gallar Olafs? Honum til tekna má telja þá staðreynd að hann braust úr sárri fátækt til þess að læra læknisfræði og stunda lækningar í útlöndum. Ef hægt er að dæma menn af félagsskap þeirra, þá fær Olafur háa ein- kunn því hann umgekkst erlenda heið- ursmenn eins og Henry Holland sem síðar varð einkalæknir Bretlandsdrottn- ingar og var auk þess frændi og vinur Charles Darwin.62 En því iniður nægja þessi fáu atriði ekki til dylja þá staðreynd að Ólafur var breyskur maður og vart treystandi. Hann átti auðvelt með að blekkja fólk og afrek hans á því sviði eru reyfarakennd. Kvenhylli naut hann sann- arlega og því hlýtur hann að hafa haft persónutöfra. Þennan eiginleika nýtti hann sér vel í samskiptum sínum við kvenkynið. Loftur Amundason var augljóslega ekki hrifnari af syni sínum en svo að hann grátbað í sífellu aðra um að losa sig við hann. Var þessi fátæki kotbóndi úr Fljótshlíðinni jafnvel tilbúinn til að bjóða hinum ríka, skoska hefðamianni, Mackenzie, peninga ef hann aðeins tæki Ólaf með sér. Eins og komið hefur fram bám flestir heimildarmanna svipaðan hug til Ólafs. En hve inikla sök ber Ólafur á því að Mackenzie og félagar mátu Islendinga svo lítils? Af heimildum má ráða að Mackenzie hafi einn og óstuddur komist að þessari niðurstöðu. Hann hneykslaðist t.d. mjög á dansleiknum í Reykjavík þar sem karlmenn gengu um og hræktu „hraustlega" á gólfið. Það virðist vera siður landshomanna á milli á Islandi að vera sí og æ að kasta af sér munnvatninu. En við komumst ekki að því með vissu, hvort lands- rnenn höfðu lært þetta af Dönum eða Danir af þeim.63 Einnig fór siðferði sumra kvenna í Reykjavík fýrir bijóstið á Mackenzie. Ein hafði átt tvö börn með kaupmanni einum á meðan bóndinn var í verslunar- erindum í Kaupmannahöfn og önnur hafði yngt upp hjá sér án þess að skamm- ast sín. Þessar konur og aðrar, sem eins lítið hirtu um hátterni sitt, voru teknar með í samkvæmislífið, og menn um- gengust þær með sömu hæversku og vinsemd og þær konur, sem dyggð- ríkastar vom. Það má hispurslaust telja, að þetta gersamlega kæruleysi um sið- gæði og reglur virðulegrar umgengni, verði til þess að grafa einnig undan siðgæði þeirra, sem eru þó siðavandari á yfirborðinu . . . Þarna sáum við „Þarna sáum við biskupinn sjálfan gera gœlur við verstu lesti og umgangast mjög kumpánlega menn, scm liann lilaut að vita, að voru siðlausir. “ SAGNIR 77

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.