Sagnir - 01.06.1994, Side 83

Sagnir - 01.06.1994, Side 83
óheiðarlega gagnrýni á liðna tíma svarar sér sjálf, að mínu viti, ef litið er frá al- mennum sjónarhóli þeirra sem ástunda fræðistörf. Gagnrýnið hugarfar er nauð- synlegt, en hvorki óheiðarlegt né óþjóð- legt. Páll Skúlason heimspekiprófessor hefur orðað þetta vel: „Ef menn væru ekki sífellt að gagnrýna kenningar, að- ferðir og vinnubrögð í visindum myndu vísindin staðna og smám saman verða úr sögunni. Framfarirnar eru undir því komnar að menn efist um gildi ríkjandi kenninga, reyni að finna á þeim veika bletti."2 Það er svo auðvitað allt annað mál, hvort allir menn sætta sig við þetta sjónarmið vísinda og fræða. Ritdeilur Gísla Gunnarssonar og Björns S. Stefánssonar I grein í Morgunblaðinu þann 11. maí 1988 sagði Gísli Gunnarsson að mesta at- hygli hefði vakið í bók hans, Upp er boðið Isaland, að þar væri fullyrt, að „þorri ís- lenskra landeigenda og embættismanna hafi verið andsnúinn afinámi einokunar- verslunarinnar; þeir hafi óttast eflingu fiskveiða á kostnað landbúnaðar og þeir hafi með háum landskuldum haft mikið fé úr leiguliðum."3 Tilvitnuð blaðagrein var reyndar skrifuð í framhaldi af gagn- rýni Björns S. Stefánssonar, búnaðarhag- fræðings, á málflutning Gísla í Upp er boðið ísaland, en gagnrýni Björns hafði birst skömmu áður í Morgunblaðinu. Björn hafði í grein sinni dregið injög i efa að forystumenn Islendinga á 17. og 18. öld hefðu staðið í vegi fýrir framþró- un sjávarútvegs. I því sambandi staðhæfði hann að Olafur Stefánsson stiftamtmað- ur, einn helsti valdamaður á Islandi á seinni hluta 18. aldar, hefði verið ötull talsmaður framfara i útgerð og iðnaði, sem samræmdist ekki „kynningu Gísla Gunnarssonar á honum sem foringja þeirrar ihaldssömu valdastéttar, sem beitti sér gegn þróun sjávarútvegs og myndun kaupstaða." Raunar hefði valdastéttin í heild sinni alls ekki verið á móti öflugum fiskveiðum. Það hefði verið hið frum- stæða hagkerfi og meðfýlgjandi skortur á fjármagni, sem olli því að sjávarútvegur þróaðist ekki. Forsendur nýsköpunar voru enn ekki fýrir hendi. Aðalverkefni ráðamanna þessara tíma hefði því verið að afstýra hungursneyðum og það hefði best verið gert með eflingu landbúnaðar og vistarskyldu. Þama tók Björn undir gamalkunnug rök fýrri alda: „Menn ótt- uðust bjargarskort í fiskileysi hjá þeim, sem settust að við sjóinn á eigin vegurn án búskapar, en útvegsbændur máttu ráða til sín eins margt fólk og þeim þóknaðist."4 1 svari sínu til Björns féllst Gísli á það sjónarmið, að vissulega hefði Olafur Stefánsson verið framfarasinnaður mál- svari upplýsingarinnar. Olafur hefði aftur á móti einungis stutt framfarir í sjávar- útvegi, ef þær hefðu kornið landbúnað- inum og þá jafnframt hefðbundnum úrelta mynd af íslensku bændasamfélagi. Vöm Bjöms byggði þó, sem áður er getið, að miklu leyti á forsendum gamla samfélagsins sjálfs. Þeim forsendum sam- sinnti Gísli í blaðagrein sinni, þar sem hann sagði íhaldssemina í samfélaginu hafa verið eðlilega. Þá er viðurkenningu á forsendum bændasamfélagsins líka víða að finna í Upp er boðið Isaland. Eins og Björn, leiddi Gísli rök að þvi, að vistar- bandið hefði verið „að rnörgu leyti eðli- leg krafa sveitasamfélagsins. . .“6 Ekki er annað að sjá af bók Gísla en áhættufælni Islendinga á þessum öldum hafi verið rökrétt og eymd þeirra sjálfsögð afleiðing III. ' 0> isf. Um 3 a f n » a g i á 3éla,ní)i. 55antraiat. <r m16«Ibfi.fft. uore ^étcnjfa £(trt6mé>Sijía rO jta ÍBintint 6tf. 73 íg 73/ « fáni orOum áoifit, at fttr uttru cnir 6<Uji« fciargrœCie .»cgir 361anJ, nefniligo: ©agné< ttmmc af @au6ft/ Síautpcningi og gi|li< iþrtta þcfír eg ílrrmr fmáritum leitaj «i0 at fíjna, og uníiteins (jtcorfu ffrjgjerium íeirra mcetti atCuga ' tii almenníngs nota. . S) 4« 114 O. 5. Um jfafnuœgi Sn mci> foi cinfum áribr, at foo (fpnfamliga {tagat ocríti nitiurratian 6iorgrœCie < ucgnnna, at ailt lanMt nuetti far af 6ar0i fcentug Cg lángoinn not (>afa, [>á ficfit ntér (mgqocemj, einnig at fenSa gflngtntt mína fánfa for um á fejjutH MoOunt, ctt játa mig eigi at fítir litt ftvrann til fefa vtrft, fem mifltt er nanb^eefara, og lítfieinttit enn mciri lecf'íngii og rctjnflu, far fem er at (iá til allra 6iárg<. rcebið <ncgaitna í einu, tncb tnargfellbu ebru áríbanba áfigfomulagi, cttn nt úttifla ^eern Jcirra fírtlogi, og (>at fcim mun frcmr, fem eg fccftt cingin annara fióba rit &aft at (Itjb, iaj nib í fefu cfni, (mer 0g traubliga tjrbu ^citnfœrb uppá jjólanb, cr, ná fcm fieiibr, á ntieg ólífa búnaönr 1 fretti nib' ennur lenb. ÍKitforn l«ta oerbr foí (tit fbtfia, er fbmr fpr< ir almenníngo augtt, nibeifianbi 361ðnbá Siargrccbi6!bcga famtm&urbt. §. 1. % lanjiní (inrfr fc innifalittn í loílífura jefiiubi enna firiggia biargrrebie/ocga, fem óir <tt ftaman eru talbir, cbr feíKfri niburrab< ctn &cirra I milli, at cinn feirra fái eigi breg<. it ofmifit frá (jitium, fcllbr fver onnaitn ab< fiobat, til cnn betri (rofía og framfara, og ellum íanb&áum til <e mciri og -tr.eiri fcifla, g<ng valdastéttum hins íslenska bændasamfé- lags til góða. Þessu hefði Björn ekki gert sér grein fýrir. Ihaldssemi umrædds tírna- bils var, að mati Gísla, „fullkomlega eðli- leg,“ vegna ríkjandi hugmynda 18. aldar manna um óbreytanleika tilverunnar. Gísli gagnrýndi hins vegar Björn fýrir öfgakennda „vöm hans fýrir lifsháttum garnla bændasamfélagsins." Þá sagði hann ennfremur að Bjöm héldi uppi vörnum fýrir „þá mynd af þessu gamla samfélagi, sem haldið hefur verið að Islendingum lengi; að það hafi einkennst af góðri menningu og samstöðu fólks, höfðingja og alþýðu, húsbænda og hjúa.“5 Þar með var Gísli að segja Björn einblína einungis á hluta samfélagsmyndar einokunartíma- bilsins og ásakaði hann um að draga upp óijúfandi vítahrings staðnaðra fram- leiðslu- og samfélagshátta.7 Nýmæli Gísla felst, að mínu mati, í því, að hann kafaði dýpra í hætti liðinna tíma en áður hafði verið gert og greindi samfélagið í mismunandi hagsmunahópa að marxískri fýrirmynd. Gegn skilningi Gísla á einokunartímanum skrifaði Björn í ritgerð í tímaritinu Sögu árið 1988 (en sú ritgerð er efnislega samhljóða blaða- grein hans), að Gísli hefði „ekki skapað þjóðfélagssögu 17. og 18. aldar í mynd sinnar aldar með riti sínu, til þess er hún [saga Gísla] um of hlaðin hleypidómum, sem öldin mun ólíklega vilja eigna sér.“8 Hér er í raun komið að aðalatriði deilna þeirra Gísla og Björns. Þá greinir á um, frá sjónarhóli nútímamanna, hvaða SAGNIR 81

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.