Sagnir - 01.06.1994, Blaðsíða 84

Sagnir - 01.06.1994, Blaðsíða 84
hagsmunum gamla samfélagið þjónaði, út frá þeim ólíku hugmyndum, sem þeir gera sér um forsendur þess. Þjónuðu reglur samfélagsins einvörðungu hags- munum höfðingjanna, eins og Gísli telur ótvirætt, eða hagsmunum heildarinnar, þ.e. sameiginlegum hagsmunum höfð- ingja og almennings, eins og Björn held- ur fram? Þessa afstöðu Björns má auðveldlega lesa úr ummælum hans í greininni i Sögu: „Afkoma höfðingja 17. og 18. aldar var háð góðri afkomu almennings. . . . Ætla verður, að hugmyndaheimur höfðingja hafi miðazt við ofangreinda hagsmuni."9 A hinn bóginn miðaði Gísli i kenningum sínum við trú fyrri tíðar manna á kyrrstöðu samfélagsins og það að ríkidæmi sé ávallt hlutfallslegt, það sem gildi sé að vera rík- ur í samanburði við aðra.10 Ágreiningur þeirra félaga brýst einkar skýrt út í spurningunni um störf og skoðanir Olafs Stefánssonar. Setja má niðurstöðu Gísla Gunnarssonar fram í þeirri fullyrðingu, að með því að stuðla að varðveislu fornra samfélagshátta hafi Olafur Stefánsson talið sig vera (með réttu eða röngu) að efla sem mest eigin hag og valdastéttar sinnar. Þær framfarir, sem Olafur beitti sér fýrir, metur Björn S. Stefánsson hins vegar sem „paternalist- íska“ tilraun til að bæta hag heildarinnar, innan þeirra þröngu skilyrða sem hag- kerfið setti. Athyglisvert er að afstaða Alþýðu- bandalagsins, eins og hún birtist i drög- um að nýrri stefnuskrá fýrir flokkinn síðla árs 1993, líkist meir hugmyndum Björns en hugmyndum Gísla. Talað er um „sterka samkennd Islendinga", sem skapast hafi á liðnum öldum, og síðan er bætt um betur: „Framfarir allra, sérhver hönd hafi verk að vinna, allir taki þátt í sköpun verðmætanna — slík afstaða á djúpar rætur í sögu Islendinga."11 Hér er ekkert gert úr þeirri efnahagslegu stöðn- un og því ófrelsi til nýsköpunar, sem boð og bönn gamla samfélagsins settu, sam- kvæmt kenningum Gísla. Stjórnmála- flokkurinn, sem á hugmyndafræðilegar rætur sínar í baráttu öreiganna gegn kúg- un yfirstéttarinnar, virðist nú a.m.k. að hluta til hallast að slagorðinu „stétt með stétt“ í söguskilningi sínum, þó að það slagorð hafi löngum verið eignað allt öðrum flokki í hinu pólitíska litrófi. Björn taldi i lok greinar sinnar í Sögu 1988 að Gísla Gunnarssyni hefði ekki tekist að sýna fram á andstöðu höfðingja gegn „þjóðþrifamálum".12 Með því gaf hann í skyn, að Gísli hafi sakað höfð- ingjastéttina um óþjóðlegheit. Slíkt við- horf er þó ekki sjáanlegt hjá Gísla. Hann mat valdamennina út frá því, sem hann taldi hagsmuni þeirra, sakaði þá í mesta lagi um „áhugaleysi" og „íhaldssemi".13 Samfélagið þá og nú Þórólfur Matthiasson hagfræðingur hafði orð á því við útlistun sína á bók- inni Upp er boðið ísaland í tímaritinu Þjóðlífí septembermánuði 1988, að mjög athyglisvert væri hve mörg viðfangsefni hennar ættu sér hliðstæðu í íslensku þjóðfélagi undir lok 20. aldarinnar: Hvernig á að draga úr áhrifum breyt- inga viðskiptakjara á innlenda hagþróun, á að greiða með útfluttum landbúnaðar- afurðum, hvaða sjónarmið eiga að ráða í atvinnuþróun og byggðaþróun, er þétt- býlisþróun heppileg eða óheppileg, er álagning kaupmanna óhófleg, er heppi- legt að hluti utanríkisverslunarinnar fari um Kaupmannahöfn. Allar þessar spum- ingar hafa með meiri eða rninni þunga verið á dagskrá í efnahagsumræðu liðinna ára. Þessar sömu spurningar voru á dag- skrá á tímabili einokunarinnar.14 Raunar hafði Gísli Gunnarsson sjálfur viðurkennt í blaðaviðtali, að ákveðnar samlíkingar af þessu tagi gætu verið fýrir hendi, þótt ekki væri réttmætt að setja samasemmerki milli samfélagsins í dag og samfélags einokunartímabilsins, svo ólík sem þau væru.'1 Menn geta svo aftur velt því fýrir sér, hvort þessi samsvömn stafi af því, að sömu vandamál hafi raunverulega verið fýrir hendi, eða hvort Gísli hafi einungis fjallað um málefni 17. og 18. aldar út frá þeirri þjóðfélagsmynd, sem blasir við honum á seinni hluta 20. aldar, eins og hann hefur stundum verið sakaður um.16 Nýstárlegust í bók Gísla þótti samt sú kenning hans, að „hagsmunir Islands eins og yfirstéttin skildi þá og hagsmunir ein- okunarkaupmanna féllu prýðilega sam- an. . .“ Þó taldi höfundur sjálfur enga gagnrýni hafa komið fram gegn henni.17 Þessi kenning varð engu að síður tilefni leiðaraskrifa í Dagblaðinu Vtsi í upphafi árs 1988. Ráðist var á stefnuna í land- búnaðarmálunum í fortíð og nútíð. Saga þessa málaflokks var talin endurtaka sig í svo til óbreyttri rnynd: Landeignamenn fyrri tíma vildu halda sjávarútvegi í skefjum til að aftra at- vinnufreistingum á mölinni og hindra tilsvarandi kjarakröfur dugmikilla vinnu- manna. Þeir töldu líka, að sjávarsíðan yki lausagang á lýðnum og græfi undan hefðbundinni skipan þjóðfélagsins. Nokkrum öldum síðar vinna allir stjórn- málaflokkarnir enn að þessu sama mark- miði. Verulegum hluta af peningum sameiginlegra sjóða okkar er varið til að hamla gegn flutningi fólks á mölina, þar sem tækifærin eru. Byggðastefnan er sögð vera þjóðleg verndarstefna. Land- eigendur fýrri alda komu því svo fýrir í einokunarkerfi konungs, að verði á sjávar- vörum var haldið lágu til að halda uppi háu verði á ullarvörum. . . . Einokunar- verzlun sautjándu aldar var aðferð valda- stéttar þess tíma til að láta sjávarútveginn fjármagna landbúnaðinn. Stjórnmál nú- tímans snúast um hið sama. Fjárlög eru smíðuð utan um millifærsluna, genginu er haldið uppi með valdi og útgerðin drepin í kvótadróma.18 I leiðara í mars ári síðar var sama skoð- un ítrekuð og „sögulegu samhengi ís- lenzkrar vaðmálsstefnu" gerð skil.19 Það verður að segjast um þennan sög- uskilning ritstjóra Dagblaðsins Vísis, að hann er alltof mikil einfoldun á flóknu samhengi. Gerð er tilraun til þess að heimfæra alfarið hugmyndir og aðstæður 20. aldarinnar yfir á fýrri aldir, til að koma höggi á talsmenn byggðastefnu og landbúnaðar í þjóðfélaginu í dag. Þó svo að skoðanir ritstjórans um sanrhengi sög- unnar séu allrar athygli verðar, þá er jafn- framt Ijóst að túlkun hans á doktorsrit- gerð Gísla Gunnarssonar hefur lítið með ritgerðina sjálfa að gera og þær stað- reyndir sem hún reynir að skýra.20 Það var Tíminn, málsvari Framsóknar- flokksins, sem snerist til varnar fýrir bændasamfélagið og beindi gagnrýni sinni að bókinni Upp er boðið Isaland. Blaðið taldi undarlegt að bók um liðnar aldir hefði orðið vopn í höndum heild- salastéttarinnar og annarra öfgafullra and- stæðinga íslensks landbúnaðar. Þar væri þó að hluta til við höfund hennar að sak- ast, því honum hefði ekki tekist að semja rit, er byggði nægilega á forsendum þess samfélags, sem við lýði var á 17. og 18. öld. Þá vitnaði blaðið í þau rök Björns S. 82 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.