Sagnir - 01.06.1994, Qupperneq 86
Sama viðhorfs gætti hjá skáldinu Guð-
mundi Friðjónssyni um 1920, þegar hann
skrifaði að bændastéttin hafi í senn verið
„útvörður og innvörður þjóðernisins",
en þjóðemið hefði sömu þýðingu fyrir
landsmenn og móðir fyrir barn sitt.2n
Besta andsvar þessa málflutnings var
sett fram árið 1973, af Arnóri Sigurjóns-
syni, sem reyndar var sjálfur bóndi um
tíma:
Fólk, sem býr við svo mikla fátækt
sem íslenzku leiguliðarnir, um 90%
þjóðarinnar, bjuggu við um aldir, frá
því urn 1300 fram á fyrri hluta 19. ald-
ar, getur hvorki borið uppi menningu
né sögu. Aðeins um 10% þjóðarinnar
hafði fjárhagsleg efni á því að bera
uppi líf, menningu og sögu hennar, og
margt af því fólki skorti allt annað en
fjárhagslega getu til þess.21'
I>að er frá þessu sama sjónarhorni
eymdarinnar, sem Arnas Arnæus, ein
höfuðpersóna íslandsklukku Halldórs
Laxness, harmaði að „það fólk sem átt
hefur merkilegastar literas í norðurálfu
heims síðan antiqui kýs nú heldur að
gánga á kálfskinni og éta kálfskinn en lesa
á kálfskinn gamalt letur.“27
Og niðurstaða Þórólfs Matthiassonar,
eftir lestur Upp er boðið Isaland, er einnig
algerlega andstæð skoðun Asgeirs H.
Jónssonar. Þórólfur taldi að vegna einok-
unarverslunarinnar og afstöðu íslenskra
landeigenda, sér í lagi til fiskveiða, hefði
unt tíma litið „út fyrir að byggð legðist af
á landinu og að Islendingar hættu að vera
til sem þjóð.“28
Ljóst má því vera af ofangreindu, að til
staðar eru gerólík sjónarmið seinni tíma
manna varðandi varðveislu menningar og
þjóðernis á 17. og 18. öld. Þetta stafar
ekki síst af þvi, að um mjög huglæg at-
riði er að ræða, sem erfitt er að festa
hendur á. Viðhorf til sögu, menningar
og þjóðemis mótast enn af afstöðunni til
þjóðfrelsisbaráttu 19. og 20. aldar og ekki
síður af þeirri afstöðu, sem ofangreindir
menn taka hver um sig til þessara mála-
flokka i því samfélagi, sem þeir lifa og
hrærast í. Andi sjálfstæðisbaráttunnar
virðist þó á heildina litið vera á hröðu
undanhaldi, í samræmi við sífellt meiri
samskipti Islendinga við aðrar þjóðir og
þá tilhneigingu að
líta á atburði í heim-
inum í víðara sam-
hengi, auk þess sem
hugmyndir um sam-
runa ríkja i Evrópu
hafa eflaust sitt að
segja.
Arfur kynslóðanna
Þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir á
samfélagi einokunar, er langt í ffá að
menn séu sammála hvernig beri að skýra
og skilgreina hið frumstæða bændasam-
félag 17. og 18. aldar.
Astæður þessa rnikla ágreinings liggja
annars vegar í mismunandi forsendum
seinni tíðar rnanna, sem um þetta tímabil
hafa fjallað, og hins vegar í mismunandi
skilningi þeirra á forsendum einokunar-
samfélagsins sjálfs.
Vafasamt hlýtur þó að teljast, að draga
einfaldaða mynd af liðinni tið fram sem
vopn í dægurþrasi stjórnmálabaráttu nú-
tímans. Slíkt er hvorki hugmyndum
okkar um nútíð né fortíð til framdráttar.
Menn verða að gera sér fulla grein fyrir
fjarlægðinni, er tíminn skapar, og þeirri
óvissu, sem hugmyndir og kenningar um
löngu liðna tíma eru óhjákvæmilega
undirorpnar.
Sá skilningur, sem við getum öðlast á
fortíðinni, er því ávallt miklum takmörk-
unum háður. Hver kynslóð setur sitt
mark á söguritun um liðna tíð og leggur
um leið sinn skerf til hugmynda okkar
um fortíðina. Af þessari uppsöfnuðu
vitneskju drögum við síðan okkar lær-
dóm, góðan eða slæman, og færum ríkj-
andi hugmyndir eftirkomendum i hend-
ur.
Jón Geir Þormar. Fæddur 1967. B.A.- próf í sagn-
fræði frá H1 1994. Leggur stund á framhaldsnám
við London School of Economics.
Tilvísanir:
1 Varðandi þessi söguspekilegu atriði sjá Walsh, W. H.: An Introduction to
Philosophy of History. 3. útg. London 1977, s. 72-116.
2 Páll Skúlason: „Er hægt að kenna gagnrýna hugsun?“ Pœlingar. Safn cr-
inda og greina. Reykjavík 1992, s. 67.
3 Gísli Gunnarsson: „Alitamál, túlkun þess og vinnubrögð.“ Morgunblaðid
11. maí 1988, s. 44.
4 Bjöm S. Stefánsson: „Nýsköpunartilraunir á 18. öld.“ Morgnnbladið 23.
apríl 1988, s. 48.
5 Gísli Gunnarsson: „Alitamál“, s. 44-45.
6 Gísli Gunnarsson: Upp cr boðið Isaland. Einoknnarvcrslun og íslcnskt sanifc-
lag 1602-1787 Reykjavík 1987, s. 33.
7 Gísli Gunnarsson: Upp er boðið ísaland, s. 250-251 og 264-266.
8 Björn S. Stefánsson: „Forsendur og fyrirstaöa nýsköpunar á 17. og 18.
öld.“ Saga XXVI (1988), s. 150.
9 Björn S. Stefánsson: Forsendur og fyrirstaða, s. 149. Mín skáletrun.
10 Gísli Gunnarsson: Upp er boðið Isaland, s. 251.
11 Utflutningslciðin. Ný lcið Islcndinga. Gnindvöllur frainfara og hagsœldar. Tími
brcytinga og bjartsýni. Atvinna, jöfnuður, siðbót. TiUögugcrð Alþýðubandalag-
sins. Tillaga til landsfnndar. Drög. [Nóvember 1993], s. 82.
12 Björn S. Stefánsson: Forsendur og fyrirstaöa, s. 149.
13 Gísli Gunnarsson: Upp er boðið Isaland, s. 41 og 49.
14 bórólfur Matthíasson: „Upp er boðið Isaland. Hugleiðingar í framhaldi
aflestri bókar Dr. Gísla Gunnarssonar.“ Þjóðllf IV, nr. 9 (1988), s. 50.
15 „Rannsóknir eru einmanalegt starf. Viðtal við Gísla Gunnarsson.“ Dag-
blaðið Vísir 23. janúar 1988, s. 8-9.
16 Sbr. gagnrýni Björns S. Stefánssonar hér aö ofan og gagnrýni Tinians
hér neðar.
17 Gísli Gunnarsson: „Frá bændaíhaldi til bændaframsóknar.“ Nýtt hclgar-
blað 12. maí 1989, s. 16.
18 Jónas Kristjánsson: „Aldagamalt afturhald.“ Dagblaðið Visir 5. janúar
1988, s. 14.
19 Jónas Kristjánsson: „Vaðmálsmenn í valdastóli.“ Dagblaðið Vísir 18. mars
1989, s. 14.
20 Þannig telur Gísli Gunnarsson a þessi túlkun á riti hans komi honum
sjálfum sáralítið við, sbr. Frá bændaíhal di, s. 17.
21 „Tímabréfi.“ Tíniinn 1. apríl 1989, s. 8-9.
22 Asgeir Hilmar lónsson: „Ihaldssemi: Böl eða blessun?“ Saqnir IX
(1988), s. 24.
23 Um það, hvernig deilur Islendinga og Dana á 19. öld um sjálfstæði og
verslunarmál Islands höfðu neikvæð áhrif á hugmyndir seinni tíðar
manna um einokunarverslunina, vísast til Gísla Gunnarssonar: Upp er
boðið ísaland, s. 242-249 og 268.
24 Benedikt Gíslason: íslcnzki bóndinn. [Útgst. ekki tilgreindur] 1950, s. 117-118.
25 Guðmundur Friöjónsson: „Alþýöulíf og hugsunarháttur í sveit.“ Upp-
sprcttulindir. Fjögur eritidi Jlutt í Rcykjavík vcturinn 1920-21 Reykjavík
1921, s. 30.
26 Arnór Sigurjónsson: „Jarðamat og jarðeignir á Vestfiörðum 1446, 1710
og 1842“ Saga XI (1973), s. 114-115.
27 Halldór Kiljan Laxness: íslandsklukkan. Reykjavík 1943, s. 47.
28 Þórólfur Matthíasson: Upp er boðið, s. 50.
84 SAGNIR