Sagnir - 01.06.1996, Qupperneq 9
..O.BAUfiU.R.I.SWAlAS.AFN.LBISMP?..
Úr kirkjugaröinum í Garpsdal viö Gilsfjörö1898. Myndin er úr safni Daníels Bruun.
var hægt að rugla afturgönguna í ríminu
ef hún tæki það upp hjá sér að yfirgefa
gröfina. I sama tilgangi tiðkaðist ennþá i
Grimsey árið 1830 að snúa likkistum í
þrjá hringi eftir að komið var með þær
út úr kirkjunni.21
Geir biskup Vídalín upplýsir okkur
einnig um sögusagnir eða atburði sem
byggja á trú á afturgöngur. I bréfi til Stein-
gríms Jónssonar segir hann:
Jon br[óðir] m[inn] mun hafa skrifad
ydur ad húskona á Akranesi Olöf ad
nafni, köllud piatla hétz vid mann
sem hún átti ordastad vid, og eftir
sem lög giöra rád fyrir deydi strax,
nú ottudust menn ad vonum ad hun
mundi gunga aftr resolverudu þvi til
ad skylia hana vid höfudid og giöra
þad antipott af þvi sem adr var, ad
svo um búnu var kerlinginn urdud,
og hef eg ecki heyrt ad bæri á henni
sídann. Sid fides sit penes author-
em!22
Þótt óvist sé um sannleiksgildi frá-
sagnarinnar, og biskupinn efist greinilega
sjálfur, ber bréfið þess vitni að sagan
hefur gengið manna á milli á þessum tíma
og eflaust hafa margir trúað henni. Það er
algengt minni i þjóðtrú og sagnahefð
Islendinga að líkum sé misþyrmt til að
koma i veg fyrir eða draga úr mætti
afturgöngu. Sálin var i hugum fólks tengd
likama hins látna og ef einhver gekk aftur
gerði hann það i búk sinum, hvernig sem
ástand hans var er hann hafnaði í
gröfinni.23 Þá var trú á töframátt hins
talaða orðs mjög útbreidd og ótti við
heitingar var að sönnu raunverulegur.24
Endurminningar Gythu Thorlacius (1782-1861),
sem bjó á íslandi 1801-15, varpa oft skemmtilegu
Ijósi á íslenska lífshætti.
Eins má finna reynslusagnir frá þess-
um tíma þar sem undarlegir fyrirburðir
eru óvéfengjanlega túlkaðir sem reim-
leikar. Í minningum Gythu Thorlaciusar
segir frá reynslu þeirra hjóna veturinn
I8I3-I4 i húsi á Eskifirði sem þau
bjuggu i um stundarsakir:
Um hús þetta gengu margar undar-
legar hviksögur; héldum við hjónin i
fyrstu, að þær væru mjög ýktar, en
seinna sannfærðumst við um, að þær
voru sannar, þótt við gætum ekki
skilið þau dularfullu fyrirbrigði, er
gerðust. Ösjaldan heyrðum við að
næturlagi, að dyr voru opnaðar og
þrammað fram og aftur um eldhús-
gólfið, loftshleranum skellt, svo að
húsið hristist, stiginn fluttur til og
margt þvi um likt. En við sáum
aldrei neitt.25
Garpsdals Satans historian
Ef marka má sagnir fólks af eigin reynslu
hafa draugar verið raunverulegir í hugum
manna í upphafi nítjándu aldar. Presta-
stéttin hefur ekki einu sinni verið laus
við þennan átrúnað. Þannig töldu heim-
ilismenn séra Sæmundar Þorsteinssonar i
Garpsdal við Gilsfjörð að draugur gengi
þar ljósum logum haustið 1807. Fyrir-
burðirnir urðu tilefni allnokkra bréfa-
skipta Geirs biskups og presta í Barða-
strandarsýslu.
I april 1808 sendi séra Sæmundur
bréf til biskups þar sem hann telur upp
ýmsan óskunda sem þessi vondi gestur
hafði gert. Hlutir höfðu verið færðir úr
stað, brotnir eða skemmdir, þil og glugg-
ar brotnir og skepnur drepnar. Þá kenndu
menn draugsa um að vinnupiltur á heim-
ilinu missi vitið um jólaleytið og sat um
að gera sér skaða. Piltinum batnaði þó
aftur „firer gudlega hialp ad viku
lidinne."26 Bréfi Sæmundar er síðan fylgt
eftir með bréfi séra Gisla Ólafssonar,
aðstoðarprests á Stað á Reykjanesi.
Hann segist hafa fundið sig knúinn til
að grennslast vandlega fyrir um atburð-
ina og hvort ekki gæti mennskur maður
verið að verki.27 Með bréfinu sendir hann
itarlega skýrslu þar sem fram kemur að
heimilisfólkið i Garpsdal vildi sverja eið
að því að enginn lifandi maður hafi ver-
ið valdur að látunum.28
Geir biskup svaraði báðum prestun-
um í desember sama ár. Svarið til Sæm-
undar er ekki skráð í bréfabók biskups
en i bréfadagbókinni kemur fram að
hann ætlast til að Sæmundur láti yfirvöld
vita sem fyrst ef ókyrrleikinn byrji aftur.
Geir Vídalín (1761-1823), biskupí
Skálholtsbiskupsdæmi frá 1797 og yfir Islandi frá
1801.
9-Sagnir 1996