Sagnir - 01.06.1996, Page 10

Sagnir - 01.06.1996, Page 10
Bréf séra Sæmundar Þorsteinsonar, dagsett 4. maí 1809, til hins háeðla, háæruverðuga og hálæröa herra biskups. Þá sé hægt að rannsaka málið til fulls.29 I bréfabókinni er hins vegar afrit af einkabréfi hans til Gísla aðstoðarprests á Stað. Biskupinn er lítt hrifinn af skýrsl- unni um drauginn og segir að rannsóknin sé gölluð, því það hefði átt að yfirheyra fólkið á bænum hvert um sig en ekki „alt í þvögu“. Þá skammar hann Gísla fyrir að hafa embættisleg afskipti af málinu og segir að ekki þurfi mikið til að „stadfesta fordóman almúga í þeirri háskalegu hiátrú. Hvörki neita eg ... ad englar eda andar seu til, á hitt bar eg og mun um sinn bera brygdur ad Ókyrleikinn í Garpsdal í fyrra vetur hafi verid þeim ad kenna."30 Viðbrögð biskups sýna að hann hefur ekki verið hrifinn af því að mál sem þetta hafnaði í bréfabókum sínum og það vitnaðist að prestar hans tryðu á drauga eða legðu eyrun við slíkar sögur.31 Svar biskupsins kemur Gisla greini- lega nokkuð á óvart og í apríl 1809 sendi hann margfalda afsökunarbeiðni til biskups fyrir afskipti sín. Hann er greinilega kominn á þá skoðun að þau hafi verið illa til fundin og hún hafi ekki verið góð „Garpsd. Satans Historian sú er eg dyrfdist ad senda ydur ... þad var víst og satt ad ei höfdud þér skipad mér ad grennslast þar nockud um m ..." Séra Gísli dregur fyrri orð sín um draugaganginn að nokkru leyti til baka, segir að skýrslan hafi mest verið skrifuð til skemmtunar og vel geti verið að lifandi maður hafi átt hlut að máli. Þó reynir hann að réttlæta afskipti sín af málinu og tekur skýrt fram að öll frásögnin hafi verið gerð eftir sögn Sæmundar og því sem öllum vitnum bar saman um. Gisli gefur lítið fyrir að skýrslan breyti miklu um trúarhætti alþýðufólks: „Enn ad uppræta almuga þánka ... ætla eg verdi törveldt fyrst um sinn ... því trúin verkar stórt."32 Síðar sama vor svarar Sæmundur í Garpsdal bréfi biskups. Af svarinu má ráða að Geir hafi sett fram þá skoðun í sinu bréfi að þau illa innrættu öfl sem voru að verki í Garpsdal hafi verið af þessum heimi en átt litið skylt við drauga. Sæmundur er á hinn bóginn ekki á því að samþykkja þá skoðun biskups en vill fremur trúa eigin augum, upplifun og túlkun. Hann heldur því fast við að þeir kraftar sem voru að verki hafi verið yfirnáttúrulegir: Ad þad hafi virkilega manneskia ver- id, fær þó ecki Eg eda þeir skilid sem nalæger voru, og sáu ad okyrleikinn hreifdi ser eins vid lios og dagsbirtu sem i mirkri og folk mætti eins on- adum í svefni sem vöku, Enn eg vil ei ord fleira þar um hafa, enn þacka forsioninne sem frelsad hefur þetta heimile, og adra nalæga fra þeim ókyrdum. Presturinn segir að ekki hafi borið aftur á draugsa eða ókyrrleikanum en bætir við að öll lætin hafi haft slæmar og varanlegar afleiðingar á heilsu og geðsmuni konu sinnar.33 Geir biskup lætur málið kyrrt liggja eftir þetta bréf og er bókað í bréfadagbók hans að Sæmundur hafi sagt að hann geti ekki annað skilið en ókyrrðin hafi verið af mannavöldum.34 Biskup virðist þannig loka málinu eða þagga það niður þar sem Sæmundur hélt enn fast við fyrri túlkun. Sæll er hver í sinni trú Oft er vandkvæðum bundið að greina trúarhugmyndir og við það verður að gæta fyllstu varfærni. Frásagnir fólks af eigin reynslu geta þó oft verið afbragðs heimild um raunverulega trú, hvort sem reynslusagnirnar er að finna í þjóðsagna- söfnum, sendibréfum, dagbókum eða sjálfsævisögum. Það gefur auga leið að upplifun manna og túlkun á atburðum byggir á þeirri heimsmynd og sagnahefð sem þeir búa við og um leið hljóta frá- Dæmin gefa til kynna að þótt upplýsingar- menn hafi barist hatrammlega í ræðu og riti gegn þjóðtrú og sagnaskemmtun landa sinna hafi boðskapurinn verið lengi að skjóta rótum. Sagnir 1996 - 10

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.