Sagnir - 01.06.1996, Qupperneq 14
E Q s E RT. .Þq.R . B E R N H A RÐ §.$.Q N.
sögur af einstökum hermönnum dæmir
fólk þá alla eftir því."11 Menn virtust
gleyma að allt væru þetta bræður, synir,
unnustar og eiginmenn sem kallaðir
hefðu verið burt frá heimili sínu og
vinum. Hvað væri eðlilegra en að þeir
væru veikir af leiðindum í athafnaleysinu
og rigningarveðrinu í Reykjavík? Hvað
væri eðlilegra en að þeir reyndu að
eignast kunningja? Ungu stúlkunni þótti
„heimskulegt að dæma allar - sem eina -
þær ungu stúlkur sem hafa eignast
einkennisbúna kunningja.“ Einstaka
sinnum var þó til þess vísað að Reykvík-
ingar, og Islendingar almennt, væru enn
„gestrisin sveitabörn" hvort sem þeir
byggju í borg eða bæ. Auk þess hefðu
þeir löngum litið upp til Englendinga
vegna áralangra samskipta við þá. Þetta
hafi ruglað fólk nokkuð í þvi hvernig
taka ætti þessari „heimsókn" hernáms-
liðs og umgangast „gestina", eins og
forsætisráðherra landsins kallaði Bretana
í ávarpi til þjóðarinnar að kvöldi her-
námsdagsins 10. maí. Mótsagnir fælust í
því að á sama tíma og stjórnvöld bæðu
landsmenn um að líta á hernámsliðið
sem gesti væru þær stúlkur sem sæjust
tala við hermenn á almannafæri stundum
„skrifaðar upp“ af lögreglunni eða jafn-
vel fluttar á lögreglustöðina.12
Vitaskuld voru samskipti innfæddra
og erlendra hermanna ekki árekstralaus
og oft kastaðist í kekki milli þeirra.
Harkaleg átök voru þó sjaldgæf og hart
á þeim tekið þegar upp komst. En
stúlkurnar, a.m.k. sumar hverjar, létu sér
ekki segjast. Þær héldu áfram að
umgangast útlendingana. Stungu af frá
hversdagsleikanum í smástund i leit að
ævintýrum með ókunnugu fólki. Fæstar
voru í „ástandinu" en á stríðsárunum
gáfust nýir möguleikar til þess að tolla í
tískunni, stunda skemmtistaði, auka
auraráðin, læra nýja dansa, hlusta á
framandi tónlist og þannig mætti áfram
telja. Hermennirnir báru með sér ýmsa
nýja menningarstrauma. Og það voru
ekki síst dætur Reykjavíkur, og raunar
unga fólkið almennt, sem helst höfðu
áhuga á nýjum háttum. Á styrjaldarárun-
um fór vart hjá því að bilið milli hinna
yngri og eldri breikkaði.
„ Menningarlaust léttúðarlíf“
sagði landlæknir
Sumarið og haustið 1941 náði umræðan
um samband innlendra kvenna og hinna
útlendu hermanna nýjum hæðum. Þá
ritaði landlæknir, Vilmundur Jónsson,
dómsmálaráðuneytinu tvö harðorð em-
bættisbréf um málið. I hinu fyrra, frá
þvi í júli, greindi hann m.a. frá athug-
unum lögreglunnar í Reykjavík á því
hvernig mál hefðu þróast. Að áliti land-
læknis þóttu þær fletta ofan af svo geig-
vænlegum staðreyndum að ekki mætti
kyrrt liggja. Að vísu kæmi lausungin lítt
á óvart og væri það „sök fyrir sig að hér
er nú vitað um kvenfólk í tuga tali á
allra lægsta þrepi skækjulifnaðar, svo og
það að ótrúlegur fjöldi annarra fullorð-
inna kvenna í ýmsum stéttum virðist lifa
svo menningarlausu léttúðarlífi að furðu
gegnir." Hitt þótti
honum „viðbjóðsleg-
ast, ef niðurstöður
lögreglunnar um það
eru á rökum reistar
að ólifnaður stúlku-
barna á aldrinum 12-
16 ára og jafnvel yngri
sé svo almennur orð-
inn og breiðist svo ört út að ekkert
heimili frá hinum aumustu til hinna best
settu geti talist öruggt öllu lengur."13
Landlæknir taldi hernámið vafalaust
leiða marga lausung i ljós sem áður hefði
verið til staðar og vissulega segði
ástandið ekkert nema sannleikann um
það hve veikt íslenskt kvenfólk væri á
svellinu þegar á reyndi. Þá sagði hann að
sér væri fullljóst að flestar ráðstafanir til
að hnekkja sambandi karla og kvenna
sem væru sjálfum sér ráðandi væru unnar
fyrir gýg og myndu i hæsta lagi leiða til
þess að fremur væru farnar krókaleiðir
að því marki sem annars væri stefnt að
eftir beinni leiðum. Landlæknir vænti
því ekki mikils af þeim aðgerðum sem
beint væri að því að bæta lifnað full-
orðna fólksins þar sem í Reykjavík virt-
ist ekki vera það almenningsálit fyrir
hendi sem nokkurs mætti vænta af. Hann
taldi þó sjálfsagt að lögreglunni væri
gert kleift að nota lagaheimildir „um
íhlutun um framferði þeirra kvenna, sem
hafa beinlínis skækjulifnað að atvinnu.
Þætti mér ráðlegast að lögreglan safnaði
saman jteim tugum þess háttar vtendiskvenna,
sem henni er kunnugt um, flytti j>cer á vinnu-
hœli á afskekktum sta5 og léti þter húa j>ar vi5
holla vinnu, gott atlceti og heilbrigðan aga."
Hugmynd landlæknis var sú að þær
konur sem í þennan hóp kynnu að bæt-
ast yrðu jafnóðum fluttar á slíkt eða slík
hæli:14 „Þætti mér vel mega svo fara að
þetta hefði ekki óholl áhrif á álit
almennings á lausungarlifnaði, um leið
og það mætti vekja nokkurn ótta meðal
kvenna, því til varnaðar, að þær leggi
jafn gálauslega og áður út á hið tæpasta
vað Iéttúðugs lífernis."
Um stúlkubörn á ósjálfráða aldri
sagði landlæknir að gegndi allt öðru
máli. Því gætu foreldrar og aðrir for-
ráðamenn, barnaverndarnefnd og hlutað-
eigandi yfirvöld ekki horft aðgerðarlaus
á. Ef lögreglan hefði nokkurn veginn
Bandaríkjamenn leystu Breta af hólmi sumarið 1941 eöa um þaö leyti sem landlæknir skrifaöi fyrra
embættisbréf sitt.um „ástandsmálin".
Ifíst þótti henni ansi margar stúlkur fara
„á veiðar“ á kvöldin til að krækja sér í
stráka og ekki datt henni í hug að verja
málstað þeirra og gjörðir.
Sagnir 1996 - 14