Sagnir - 01.06.1996, Page 15
BLQRABOGGLAROG.QLNB.QfiABÖRN
Úr blaðinu Midnight Sun sem hermennirnir gáfu út á stríðsárunum. Neöst á myndinni segir: „algengur
misskilningur".
rétt fyrir sér væri framferði stúlkubarna
þannig að Reykjavík mætti heita ein
uppeldisstöð fyrir skækjur, stórum lík-
legri til áhrifa á framtíðarkonur höfuð-
staðarins en allar kirkjur og skólar
samanlagðir. „Ef slíkt fær að viðgangast
til lengdar,“ ritaði hann, „má fara nærri
um, hver áhrif það muni hafa á framtíð
þjóðarinnar, ekki síst ef landið verður
um ófyrirsjáanlegan tíma hernaðarstöð
erlendra stórvelda og aðsetursstaður
setuliðsmanna tugþúsundum saman. Sé
ég ekki betur en að því stefni að Island
verði þá aðallega vændiskvennabúr fyrir
þau stórveldi, sem hingað telja sig eiga
erindi, og ef til vill fyrst og fremst á
þann hátt „útvörður" hinnar svokölluðu
menningar."15 Landlækni blöskraði ástand-
ið og gerði ýmsar tillögur um aðgerðir,
þar á meðal um flutning 12 til 16 ára
stúlkna úr bænum. Einnig áttu þær sem
eftir yrðu að vera undir nákvæmu
eftirliti lögreglu og barnaverndarnefnd-
ar. I lok bréfsins tók hann fram að sér-
stök ástæða væri til að bregðast skjótt
við og leitast við að koma á nýjum sið-
um þar sem nýtt herlið, bandarískt,
flyttist nú inn i landið. Annars mætti
búast við að enn versnaði stórum.
I síðara bréfi sínu til dómsmála-
ráðuneytisins, í september 1941, ítrek-
aði landlæknir hættuna sem gat fylgt
þeim ofurfjölda karlmanna sem dvaldist í
Reykjavik. „Fram hjá þvi verður ekki
komist að fari fjöldi karla á einum stað
verulega fram úr tölu kvenna, leiðir það
óhjákvæmilega til meiri og minni sið-
ferðilegra vandræða," ritaði hann. Og
bætti við:16
Verði tala karlmanna til langframa
tvöföld eða meira á við tölu kvenna á
sama stað, má gera ráð fyrir að voði
sé á ferðum, er nálgast fullkomna
siðferðilega upplausn, þvi meira sem
karlmönnunum fjölgar, og eykur það
að sjálfsögðu á vandann, ef fjölgunin
verður fyrir aðflutta útlendinga, ekki
sist hermenn á hinum óstýrilátasta
kynþorstaaldri og meira og minna á
valdi þeirrar lausungar og ábyrgðar-
leysis í kynferðismálum, sem her-
mennska er alkunn fyrir að hafa í för
með sér.
Enda þótt landlæknir teldi almennings-
álitið í bænum gagnslítið virtist það
ekki alveg ónýtt. Það gat sveigt fólk til
annarrar breytni. „Ég get ... sagt það
alveg hreinskilnislega að ég var líka í
„ástandinu" ...,“ mælti ung Reykjavíkur-
snót árið 1941, og hélt áfram:17 „Stuttu
eftir að hernámið fór fram kynntu bæði
enskir og íslenskir vinir mínir ... mig
fyrir nokkrum breskum liðsforingjum.
Ég gat ekki séð neitt rangt í þessu;
hugsaði alls ekki um það frá stjórn-
málalegu sjónarmiði, og fannst hermenn-
irnir ekkert öðruvisi en við, þótt þeir
töluðu ensku." Eftir nokkurn tíma fór
stúlkunni að skiljast að ekki litu allir á
málið frá sama sjónarhorni og hún sá að
kynni við þessa menn gætu skaðað
mannorðið. Hún þorði því ekki annað
en „hætta í „ástandinu", því þótt það sé
ef til vill þröngsýni að láta sér ekki á
sama standa um almenningsálitið, meðan
maður hefur sjálfur hreina samvisku, þá
er það ekki auðvelt í smábæ eins og
Reykjavik," bætti hún við og hún vissi
um margar aðrar stúlkur sem fóru eins
að. En stjórnvöld töldu að bregðast
þyrfti við málum af mciri festu.
Blóraböggull fundinn?
í kjölfar áminningar landlæknis í júlí
skipaði dómsmálaráðuneytið nefnd til
þess að kanna hversu mikil brögð væru
að því að konur og ungar stúlkur ættu
náið samneyti við hermenn. I nefndinni
sátu þrír ungir menntamenn og ekki leið
á löngu uns þeir sendu frá sér skýrslu
sem hristi rækilega upp i ráðamönnum
og almenningi, „ástandsskýrsluna" svo-
nefndu. Og nú fóru hjólin að snúast af
krafti. Niðurstöður
nefndarinnar þóttu
ískyggilegar og marg-
ur maðurinn þóttist
fá þarna staðfestingu
á ístöðuleysi kven-
þjóðarinnar. Skraf-
skjóður bæjarins færð-
ust allar í aukana.
Skýrslan náði til rúm-
lega 450 kvenna á aldrinum 12 til 61
árs, scm komist höfðu á skrá lögregl-
unnar vegna „mjög náinna kynna" við
setuliðið:
12 ára 2 25 ára 14 38 ára 6
13 ára 14 26 ára II 39 ára 5
14 ára 25 27 ára 10 40 ára 3
15 ára 32 28 ára 9 41 árs 6
16 ára 37 29 ára 9 42 ára 4
17 ára 42 30 ára 16 43 ára I
18 ára 30 31 árs 8 45 ára 3
19 ára 24 32 ára 3 46 ára 2
20 ára 37 33 ára 5 48 ára 2
21 árs 19 34 ára 3 49 ára 2
22 ára 24 35 ára 5 50 ára I
23 ára 22 36 ára 3 53 ára I
24 ára II 37 ára 4 61 árs I
Samtals voru þetta 456 konur. Á aldrin-
um 12-15 ára voru 73 (16%), á aldrin-
um 16-35 ára voru 339 (74%) og á
„Sé ég ekki betur en að þvístefni að ísland
verði þá aðallega vændiskvennabúr fyrir þau
stórveldi, sem hingað telja sig eiga erindi, og
ef til viII fyrst og fremst á þann hátt „útvörður“
hinnar svokölluðu menningar. “
15 — Sagnir 1996