Sagnir - 01.06.1996, Side 16

Sagnir - 01.06.1996, Side 16
. E S 6 E RJ. ,t?.Ö.R. B g B.N ti ABP.5.SQ N. aldrinum 36-61 árs alls 44 (10%). Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að af þessum konum væru meira en 150 á „mjög lágu siðferðisstigi" og þar af væri 61 tvítug eða yngri. A vegum kvennanna voru talin að minnsta kosti 255 börn en nefndin sagði fulla ástæðu til að ætla að þau væru all miklu fleiri. Mæður væru 129. Því væri ljóst að fjöldi barna byggi við óhæf kjör og þyrfti engum getum að leiða að því hvers konar þegnar þau myndu reynast.18 En ekki var öll sagan sögð með þessum tölum. „Ástandsnefndin" vísaði til álits lögreglustjórans í Reykjavík sem hélt því fram að þessar 500 konur væru aðeins lítill hluti þeirra kvenna sem likt mundi ástatt um. Hann taldi að lögreglan hefði ekki haft tækifæri til þess að safna heimildum um meira en u.þ.b. 20% allra reykvískra kvenna sem umgengjust setu- liðið meira eða minna.1^ Miðað við þessar tölur hefur lögreglan ætlað hvorki meira né minna en um 2.500 konum í Reykjavík á aldrinum 12 til 61 árs að vera í nánu sambandi við hermenn. Sam- kvæmt manntali í árslok 1940 voru þá samtals ríflega 14.000 konur á þessum aldri í bænum. Á aldrinum 12-15 ára voru 1.282 konur, á aldrinum 36-61 árs voru 5.508 konur en á aldrinum 16-35 ára var 7.581 kona, þar af giftar alls 2.764, eða 36,5%.20 Reyndar greindu skýrslur lögreglunnar frá því að her- mennirnir hefðu einkum haft samneyti við konur á aldrinum 15 til 35 ára. Hafi meirihlutinn verið á þeim aldri virtist sem setuliðsmenn hafi verið í kunn- leikum við nærri þriðju hverja konu á fyrrgreindum aldri. Sé hins vegar dregið i efa að áætlunin hafi verið nákvæm og hún færð niður um t.d. þriðjung voru engu að síður á ferðinni 1.600 til 1.700 konur. Til stuðnings þessum tölum hefur m.a. verið nefnt að riflega 330 konur giftust hermönnum og aðeins tíu þeirra voru eldri en 35 ára.21 Þannig lá býsna stór hluti reykvískra kvenna á þessum aldri, giftra sem ógiftra, undir grun lögreglu um að vera í tygjum við erlenda hermenn. Vafalaust hafa „opinberar töl- ur“ af þessu tagi haft áhrif á afstöðu og viðhorf almennings í garð kvenna. „Ástandsnefndin" taldi hins vegar erfitt að meta fjölda kvennanna en benti á að hver sem er gæti sannfærst um að Þannig lá býsna stór hluti reykvískra kvenna á þessum aldri, giftra sem ógiftra, undir grun lögreglu um að vera í tygjum við erlenda hermenn. hann væri gífurlegur. Því til stuðnings var nefnt að öll gistihús bæjarins, þar sem var dansað, væru t.d. yfirfull af setuliðsmönnum og islensku kvenfólki og því væri þannig farið, a.m.k. um helgar, að íslenskir karlmenn fengju þar naumast aðgang. Reyndar voru innlendir karlmenn ákaflega súrir út í erlenda kyn- bræður sína vegna þess að stúlkurnar virtust fremur kjósa útlendingana en þá. I „ástandsskýrslunni" var því raunar haldið fram að íslenskir karlmenn ættu sinn bróðurpart af sökinni óskiptan því að konur gerðust ekki „vændiskonur" nema fyrir tilverknað karlmanna og ruddaskapur þeirra i umgengni við kven- fólkið hefði síst verið til þess fallinn að skapa háttvísi og fagra siðu meðal íslenskra kvenna.22 I nálægð hermannanna urðu stúlk- urnar að dömum, a.m.k. sumar. Þeir báru fyrir þeim virðingu, ólíkt flestum íslenskum karlmönnum. „Hermennirnir kunnu að umgangast konur, þeir voru flestir hverjir herramenn fram í fingur- góma. Það var virkilega gaman að skemmta sér með þeim, þeir voru bæði örlátir og nærgætnir," sagði fyrrum „ástandsstúlka" seint á níunda áratugn- um þegar hún leit til baka, og bætti við:28 „Islenskir karlmenn voru óttalegir stirðbusar sumir hverjir. Þeir kunnu ekki að umgangast ungar stúlkur, og svo þótt- ust þeir ekkert skilja af hverju við völdum hermennina." Þannig þvingaði jafnvel herramannsleg framkoma her- mannanna reykvíska karla til þess að umgangast konur á annan hátt en áður og konurnar litu ekki á það sem sjálf- gefið mál að karlar mættu þeim með Iítilsvirðingu. Ekki þorði „ástandsnefndin" að full- yrða að af tölum skýrslunnar mætti draga þær beinu ályktanir að hlutföllin milli aldursflokka væru í heild sinni þau sömu og þar komu fram. Nefndarmenn- irnir töldu þó að svo háar tölur bentu óneitanlega i þá átt. Fjöldi ungra stúlkna sem talinn var í „ástandinu" vakti ugg í huga yfirvalda. I skýrslunni sagði jafn- framt að ekki væri ljóst á hvaða sið- ferðisstigi þær konur væru er umgengjust setuliðið að staðaldri. Víst mætti telja að i mörgum tilfellum — héldu stúlkurnar sig trúlofaðar hermönn- unum og hefðu að- eins afskipti af einum og það væri engan veginn sambærilegt ~ hvort stúlka hygðist giftast setuliðsmanni eða hvort hún gengi frá manni til manns undir áhrifum áfengis. Þjóðernislega væri á þessu mikill munur. Hins vegar töldu þeir fullljóst að fjöldi stúlkna væri með mörgum her- mönnum og sumar tækju jafnvel greiðslu fyrir. I skýrslunni sagði:24 Þó munu af þeim konum, er mök hafa við setuliðsmenn, þær vera í minnihluta er selja sig og kemur víða Sagnir 1996 - 16

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.