Sagnir - 01.06.1996, Síða 18
.Eggert.Mr.Ber!mardssq.n.
UL
Bandarískur herlögreglumaður og íslenskur lögreglumaöur stjórna umferð saman. í baksýn má sjá Hótel
Heklu við Laekjartorg sem þótti afar vafasamur staður. Hermennirnir kölluðu hann gjarnan „honky-tonk
place“.
raun ekki á óvart hver niðurstaðan varð.
Fáir tóku upp hanskann fyrir kon-
urnar og geðshræringin í samfélaginu
yfir hátterni þeirra var mögnuð upp með
dæmum, þ. á m. um samfarir hermanna
við ólögráða stúlkubörn og ungar stúlk-
ur. Dæmin voru síðan notuð til þess að
sýna lágt siðferðisstig fjölda reykvískra
kvenna. Kristinn Kristjánsson sagði:29
„Málið er sett upp eins og um sýki sé að
ræða. Hún hefur stungið sér niður, kon-
ur eru einstaklega veikar fyrir henni og
munu sýkjast, og þeim fækkar sem hafa
mótstöðuaflið og þekkja aðferðirnar til
að vinna á henni." Efasemdir um það að
bréf landlæknis og „ástandsskýrslan"
stæðust nákvæma og gagnrýna athugun
tóku að heyrast þegar leið á öldina en
þær heimildir höfðu til þess tíma
sennilega mótað mjög viðhorf og af-
stöðu fólks til reykvískra kvenna á
stríðsárunum.30 „Stafar þessi mikli áhugi
á konum á stríðsárunum ekki af því að
verið er að finna blóraböggul?" hefur
verið spurt.21 Ottuðust menn kannski
mest pólitíska framtíð Islands vegna her-
námsins og nýrrar stöðu mála, og má þá
ekki frá því sjónarhorni líta á skýrsluna
og embættisbréfin í víðara samhengi,
sem vitnisburði „um það hvernig for-
dómar eru notaðir til að beina athyglinni
frá því sem er að gerast. Með því að tala
um sviksamlega framkomu kvenna er
fundið viðfangsefni sem auðveldara er
að fást við en breska herinn, jafnframt
því sem uppbót er fengin fyrir slæma
samvisku þjóðarinnar. Blóraböggullinn
er fundinn.“22 Þannig hafi reykviskar
konur orðið leiksoppar aðstæðnanna.
Þær urðu síðan að gjalda fyrir það næstu
áratugi með vafasömu orðspori frá styrj-
aldarárunum. Reyndar gátu áhrifin verið
langvinn og orkað á afkomendur kvenn-
anna. Ungur sagnfræðingur, Þorgerður
K. Þorvaldsdóttir, ritaði grein árið 1996
þar sem var kafli um „ástandsmálin". Ein
vinkona hennar sagði henni frá því á
meðan kaflinn var í smíðum „að hún
væri barnabarn bandarísks hermanns og
ástandskonu. Málið þótti á sínum tíma
ættarhneisa og enn í dag hefur vinkona
mín ekki fullkomlega sætt sig við það að
amma hennar skyldi hafa orðið ástfangin
af hermanni, jafnvel þótt sú ást hafi
endað með hjónabandi."22
Þegar lcið á stríðsárin virtist þó
draga talsvert úr „ástandinu" almennt.
Yfirvöld lögðu þar sitt af mörkum en
einnig virtist sem konur hefðu vanist
þessum ofurfjölda karlmanna, vanist á að
taka honum með meira jafnvægi en í
upphafi þegar herinn var nýkominn og
þótti ákaflega spennandi. Auk þess fór
hermönnunum í Reykjavík verulega
fækkandi eftir því sem nálgaðist styrj-
aldarlok. Einnig er hugsanlegt að banda-
rísku hernaðaryfirvöldin hafi haft meiri
stjórn á sínum mönnum en þau bresku í
upphafi stríðsins. Og kannski hafa ís-
lenskir karlmenn lært að þola samskipti
kvenna og erlendra karlmanna betur en
áður. Jafnvel séð að í raun voru þau ekki
ýkja alvarleg i fjölmörgum tilvikum,
aðeins sakleysislegt daður og ævintýra-
þrá kvenna sem heilluðust af hinum nýju
aðstæðum sem sköpuðust tímabundið í
höfuðstaðnum vegna fjölda karlmann-
anna. Þær fengu þá óvænt tækifæri til
þess að baða sig í ævintýraljóma og
njóta óskiptrar aðdáunar og athygli
föngulegra pilta. Kannski höfðu íslenskir
karlmenn einnig íhugað þá stöðu sem
hefði getað komið upp ef herliðið hefði
nánast einvörðungu verið skipað ungum
og glæsilegum stúlkum, hvernig þeir
hefðu þá brugðist við. Og þeir hafa
vafalaust einnig séð að samband kvenna
og hermanna þurfti ekki að hafa á sér
siðleysisblæ. Ötal sinnum var þar á ferð-
inni einlæg ást sem endaði með ham-
ingjusömu hjónabandi.24 Þá má ætla að
innlendir karlmenn hafi lært að umgang-
ast konur af meiri virðingu en áður tíðk-
aðist, lært nýja umgengnishætti af „herra-
mönnunum í herliðinu", séð að ekki
væri vænlegt til árangurs að beita durgs-
hætti og truntuskap í samskiptum við
konur eins og gjarnan hafði loðað við.
Og samfélagið í heild virtist róast þegar
leið á stríðsárin. Dagblöð og tímarit
hættu að gera siðferðisástandinu og sam-
búðinni við setuliðið jafn hátt undir
höfði og á fyrstu árum hernámsins. Þau
gátu ekki endalaust fjallað um málið.
Nýjar fréttir tóku við
og kannski hafði
jafnvel skapast nógu
sterkt almenningsálit,
m.a. fyrir tilstuðlan
fjölmiðlanna, til þess
sveigja stúlkur til
hlýðni við kröfur
samfélagsins um „rétta
hegðun" eftir að þær
sáu við hvers konar fordóma var að etja
og hve viðbrögðin höfðu verið æsinga-
kennd.
Hælisvist og umkomulaus
olnbogabörn
Þegar „ástandsskýrslan" var gerð heyr-
umkunn hrökk þjóðin í kút. Hafist var
handa um aðgerðir til úrbóta og að
Kannski höfðu íslenskir karlmenn einnig
íhugað þá stöðu sem hefði getað komið
upp ef herliðið hefði nánast einvörðungu
irerið skipað ungum og glæsilegum
stúlkum, hvernig þeir hefðu þá brugðist
við.
Sagnir 1996 - 18