Sagnir - 01.06.1996, Síða 25

Sagnir - 01.06.1996, Síða 25
mér Smith-Rosenberg kemst að kjarna máls- ins er hún segir mikilvægi þessara gagna felast í því að þau hafi aldrei átt að birtast opinberlega. Bréfritari tjáir sig í þeirri trú að enginn annar en viðtakandi lesi. Þannig eru einkabréf einstök heimild að því leyti að þau sýna berlega hugsanir og tilfinningar einnar mann- eskju og hvernig hún upplifir líðandi stundu. Við lestur bréfa frá nítjándu öld er líkt og rannsakandinn færist eina öld aftur í tímann. Það er nánast eins og hann upplifi atburðina sjálfur svo mikil er nálægðin. Þeir sem rannsakað hafa líf kvenna á nítjándu öld virðast margir hverjir draga upp fremur einsleita mynd af þeim. Gott dæmi um það er að finna í eftirfarandi samantekt á sjálfsímynd kvenna frá nítj- ándu öld: Eg vil geta þess áður en lengra er haldið að konurnar eru ekki marg- orðar um sjálfar sig, hvorki í minn- ingum sinum, ljóðum né sendibréf- um. Þær skrifa minnst um sjálfar sig sem sjálfstæðar tilfinningaverur, held- ur sem hluta af mikilvægari heild. Líkt og oft var raunin í lífi kvenn- anna, létu þær aðra ganga fyrir í skrifum sínum.4 Hér hefur tónninn verið gefinn fyrir framhald greinarinnar. Höfundur leitar síðan dæma í heimildum til að styðja kenninguna. Ragnhildur Richter kemst að sams konar niðurstöðu i umfjöllun um sjálfsævisögu Málfríðar Einarsdóttur (1899-1983) út frá femíniskum kenn- ingum: ... má segja að konur geti stöðugt dregið i efa, eða neyðist til að draga Páll Pálsson, skrifari hjá Bjarna Thorsteinsson amtmanni á Vesturlandi. í efa, hugmyndina um afmarkaðan einstakling sem liti á sig sem heild, þekki mörk sín og vilji viðhalda þeim, eins og riki landamærum sín- um. Þess i stað upplifi konur sig frekar í samhengi við aðra, sjálfsmynd þeirra sé sveigjanleg og síbreytileg.5 I báðum tilvikum gefa höfundar sér ofangreindar forsendur áður en hin eiginlega umfjöllun hefst. Þegar fræði- menn gefa sér slikt fyrirfram er útilokað annað en að niðurstaðan verði á sömu leið. Spurningin er sú hvort íslenskar konur hafi verið jafn þögul- ar, ófrjálslegar og ósjálfstæðar og af er látið. Er hér ekki dregin upp fremur einlit mynd af kvenfólki? Ef einungis væri stuðst við lýsingar ferðamanna á konum yrði svarið við spurningunni liklegast neikvætt. I Ferða- bók Eggerts Olafssonar og Bjarna Páls- sonar má t.d. lesa eftirfarandi umsögn um norðlenskar konur: Það er ekki einungis, að kvenfólk sækir engar skemmtanir eða nýtur annarrar tilbreytni í daglegu lifi, en það veldur því, að þær eru ófrjáls- legar i allri framkomu og umgengni, þögular og þunglyndar.6 Eggert og Bjarni vildu meina að orsakarinnar væri að leita i mikilli vinnu og lítilli tilbreytingu. Fleiri ferðamenn undruðust mikið vinnuálag islenskra kvenna.7 Auk þess sem mörgum fannst kvenfólkið fremur lokað og jafnvel jaðra við að það væri taugaveiklað.8 Sennilega hittir Loftur Guttormsson naglann á höfuðið er hann ályktar „að samfélags- gerðin ... [hafi] þrengt mun fastar að konum en körlum og bakað þeim að sama skapi meira andstreymi.” Þar hefur hann í huga að konur voru mun lengur hjú en karlar, húsaginn var strangari gagnvart þeim, karlar höfðu meiri möguleika á tilbreytingu í lífinu og að lokum tiðar barnseignir sem konur máttu þola.9 Þrátt fyrir mótlæti í lifinu er hins vegar ekki sjálfgefið að þær hafi verið litlar tilfinningaverur, ófrjálslegar og líflausar. Annað má merkja í skrifum irska blaðamannsins J. Ross Browne sem ferðaðist hér um landið árið 1862: Konurnar eru i rauninni þær einu íbúanna sem sýna einhver merki lifs, að frátöldum flónum. Þótt þær séu óheflaðar í framkomu, fákunnandi og subbulegar má sjá með þeim nokkurn vott lifsorku og dugnaðar, að minnsta kosti samanborið við karl- mennina.10 Við lestur ferðabóka má fljótlega greina hvort menn séu jákvæðir eða neikvæðir i skrifum sinum vegna þess að höfundar taka gjarnan afgerandi afstöðu til manna og málefna. Auk þess virðist sem tilgangur skrifanna hafi talsvert að segja um viðhorf þeirra til landans og jafnvel embætti eða staða mannanna sjálfra. Ferðabók þeírra Eggerts og Bjarna ber keim af því að þeir koma fram sem fulltrúar upplýsingarinnar. Þeir leita uppi galla til þess að hægt sé að uppræta þá. Þetta er eflaust ein af ástæðum þess hversu neikvæðir þeir eru. Þannig er athyglisvert að í skrifum um lundarfar vestfirskra karlmanna skuli Þeir sem rannsakað hafa líf kvenna á nítjándu öld virðast margir hverjir draga upp fremur einsleita mynd afþví. 25 - Sagnir 1996
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.