Sagnir - 01.06.1996, Qupperneq 26
. K.RJ.5IR UN. H ALLA. H. E ue ADÓn! B.
þeir grípa til svipaðra lýsinga og um
norðlenskar konur. „Vestfírðingar hafa
skemmtanir og dægradvöl lítt um hönd.
Þeir unna kyrrð og einveru og eru því
oft mjög hugsi og hneigðir til þung-
lyndis.”11
Ekki er ólíklegt að þeir erlendu
ferðamenn sem á eftir komu hafi verið
undir einhverjum áhrifum af þessari
gagnrýni því ljóst er að menn kynntu sér
eldri Islandslýsingar áður en þeir komu
hingað. Til dæmis vitnar William Hook-
er í ferðabók Eggerts og Bjarna12 og Sir
Steuart Mackenzie í Hooker13 svo eitt-
hvað sé nefnt. Hæpið er því að taka orð
ferðamannanna of bókstaflega því auk
þess að vera litaðir af skrifum hvers
annars er vafasamt hversu vel þeir hafa
áttað sig á kvenfólkinu þar sem tungu-
málaörðugleikar hömluðu yfirleitt eðli-
legum samskiptum.14 Ferðabækur nýtast
vissulega vel að því er varðar útlit
kvenna, fatnað, vinnu, híbýli og fleira en
til að nálgast upplýsingar um líðan
þeirra og tilfinningar þarf að leita ann-
arra miða og þá koma bréfin að góðum
notum.
Hér verður bréfasafn Sigríðar Páls-
dóttur (I809-I87I) skoðað og athugað
hvernig bréf hennar samræmast hug-
myndum manna og viðhorfum til
kvenna.15 Hún skrifaði um 240 bréf til
Páls bróður síns en aðeins er fjallað um
hluta þeirra hér, þ.e.a.s. bréf frá árunum
I8I8-I842. Skrif Sigríðar veita einstak-
ar upplýsingar að því leyti að hún segir
nær eingöngu frá sjálfri sér, t.d. frá
tilfinningum sínum, vinnu og sam-
skiptum við fólk, en lætur aðra um að
segja almennar fréttir. „Nu er ecki annad
briefs efnid mitt en ad seigia frá sialfri
mér”16 eða „Eg ætla ad eftiláta ödrum
ad seigia þér frettirnar.”17 Páll bróðir
hennar er hennar eini trúnaðarvinur og i
bréfunum segir hún honum frá sínum
hjartans málum, sorg og gleði.
Foreldrar Sigríðar voru Páll Guð-
mundsson sýslumaður í Norður-Múla-
sýslu og Malen Orum, systurdóttir Geirs
Vídalíns biskups. Má þannig segja að
Sigríður fæðist inn í yfirstéttina. Faðir
hennar lést árið 1815 er hún var aðeins
sex ára, næstelst fimm systkina. I
kjölfarið var Páli elsta bróður hennar
komið í fóstur og heimanám til Stein-
gríms Jónssonar prófasts í Odda.18 Þau
bréf sem varðveist hafa eftir Sigríði eru
öll til Páls en hann starfaði alla sína ævi
sem skrifari hjá Bjarna Thorsteinsson
amtmanni á Vesturlandi. Til hans leitar
hún ráða og hann styður hana dyggilega
og „... so brodurlega minnir mig á
skildur mínar.”19
Segja má að ævi Sigríðar hafi verið
talsvert viðburðarík. Hún bjó hjá móður
sinni og ömmu að Hallfreðarstöðum í
Norður-Múlasýslu. Eftir lát þeirra
beggja flutti hún til Reykjavíkur og
gerðist þjónustúlka hjá Steingrimi Jóns-
syni biskupi, þá aðeins um tvítugt. Þessu
hafði Páll komið í kring enda var hann
þar vel kunnugur. A þeim tíma þótti
upphefð að gerast þjónustustúlka á slíku
fyrirmannaheimili og gátu aðeins stúlkur
af góðum ættum komist þar að. Sigríður
giftist Þorsteini Helgasyni og bjuggu
þau í Reykholti þar sem hann varð prest-
ur. Eftir stuttan hjúskap dó Þorsteinn
sviplega og stóð Sigríður þá uppi
„einmana og rádalaus með 3 börn elsta 5
ára enn ingst 15 vikna.”20 Sigríður bjó í
nokkur ár að Síðumúla í Mýrasýslu og
að sex ekkjuárum liðnum giftist hún séra
Sigurði Thorarensen að Hraungerði í
Árnessýslu. Hún lifði einnig síðari mann
sinn og dvaldi síðustu æviárin hjá
tengdasyni sínum, séra Skúla Gíslasyni,
að Breiðabólstað í Rangárvallasýslu.
Liott er klor mitt
Fyrsta bréfið er frá árinu 1818 þegar
Sigríður var aðeins 9 ára að aldri og
hlýtur það að teljast einstætt að komast
í bréf sem barn hefur skrifað frá þessum
tíma. Af skriftinni að dæma er það
móðir hennar sem ritaði það fyrir hana
en þar segir: „... eg er ennþá so nær
ekkert farin ad géta párad, og allrasídst
Segja má að ævi Sigríðarhati
verið talsvert viðburðarík.
svo, ad eg blygdist ekki vid ad láta
nokkurn mann siá þad”.21 Framan af eru
bréfin uppfull af afsökunum vegna þess
hversu lítið henni fór fram að skrifa og í
hverju bréfi má lesa setningar líkt og
„Liott er klor mitt”22 og fleira í þeim
dúr. Oöryggið kemur einnig fram í þeirri
lotningu sem Sigríður bar til bróður síns
þrátt fyrir að hann væri einungis tveimur
árum eldri en hún. „Já! eg kann frá þad í
sannleika ad segia, besti bródir! ad
ekkert af iardneskum hlutum géta framar
gladt mig, enn ad heyra Vellídan þína og
Framfarir til Líkams og Sálar.”23
Fram kemur að lítið er um ferðalög
og virðist fólk vera hálf einangrað við
sinn bæ eða a.m.k. kvenfólkið. Greina
má vissan biturleika hjá Sigríði vegna
Sagnir 1996 - 26
þessarar innilokunar. „Ei get eg neitad
ad mér liggi vid ad öfunda Siggeir
[bróður] sem bædi fær ad ferdast um há
sumartíman og þad til þín”.24 Víðar
kemur fram i bréfunum að hún fékk
ekkert að ferðast yfir sumartímann nema
i mesta lagi á einn bæ. Sigríður skrifaði
aðallega um það sem hún fékkst við
innan veggja heimilisins, þ.e.a.s. lærdóm
og vinnu, á meðan hún bjó hjá móður
sinni og ömmu. Ástæðan var sú að þær
fullorðnu sögðu fréttirnar en „þad á
alltíd ad vera hlutfall mitt ad skrifa um
giptingarna þvi alt annad er tekid fra
mér”.25
I Skólaræðum Magnúsar Helgasonar
(f. 1857) kemur fram að vetrarvinna
stúlkna fólst aðallega i að prjóna, sem
þær lærðu yfirleitt á fimmta ári eða fyrr,
en síðar lærðu þær að spinna, tvinna og
tæja ull.25 Þetta kemur heim og saman
við störf Sigríðar og lagði hún mikinn
metnað i að standa sig vel. Hún ýmist
spann, prjónaði, saumaði eða tætti ull
og þótti mikið til þess koma að fá hrós
frá móður sinni og ömmu: „... spann og
á Rock efsta vikuna firir hatidina 10
merkum af hespubandi feck eg firir þad
mikid hros því mier voru ei settar nema
3”.27 Ákefðin var jafnvel það mikil að
stundum kvartaði hún yfir að fá ekki að
spinna á rokk vegna plássleysis. I fyrsta
bréfinu kemur fram að hún prjónaði
vettlinga á bróður sinn og sendi honum
reglulega ásamt sokkaböndum. Einnig
prjónaði hún og saumaði talsvert á sig
og systur sina.
Sigríði leiddust útiverkin eins og
greina má i eftirfarandi orðum: „til
allrar lukku slapp eg firir ad sitja
lömbin”.28 Að öðru leyti minntist hún
ekkert á þau og bendir það til þess að
annað hvort hafi henni ekki þótt þau
frásagnarverð eða hún hafi sloppið að
mestu við þau. Hjá Magnúsi kemur fram
að störf barna voru af ýmsu tagi. Á
vorin þurfti að sitja yfir ám, verja tún
fyrir skepnum, reka kýr og smala sauðfé
um sauðburð. Um 7-8 ára aldur voru
börn fyrst fær um að raka en fram að
því fengu þau einungis að hafa hrífu sér
til gamans. Upplagt var að nota börn í
sendiferðir t.d. til að færa sláttufólki
mat og þess háttar. Magnús segir að
vinsælast hafi verið að komast á hestbak
og hafi börn verið orðin nokkuð lagin
við það þegar um 6-7 ára aldur.29 Þetta
á einnig við um Sigriði en hún eignaðist
hest níu ára gömul sem henni þótti
mikið til koma.
Mikils lærdómsáhuga gætir hjá