Sagnir - 01.06.1996, Side 28

Sagnir - 01.06.1996, Side 28
.KRJSJRÚN.HaULA HEL.eAD.QTTJR væri „... órói ad heira sumt sem skrafad er.”39 páU var sa ejni sem Sigriður gat trúað fyrir raunum sínum. Framan af var hann fremur fámáll en að því kom að hann krafði hana skýringa: Þu seigist besti brodir hafa frétt margt af mér og vilia heira mína eigin sögu þarum en satt ad seigia hef eg giarnan vilid koma mér hia ad tala um þad þvi mér hefur verid nógu þungt að huxa um þad eg get heldur ecki sagt þér sannara eda greinilegra en eg vifii til ad þér var skrifad þad en i firra vetur sagdi eg þér einum frá vandrædum mínum so sem þeim ereg best treisti en þu svaradir þvi litid .40 Sigríður flutti til Reykjavíkur og var því óhjákvæmilegt að hún yrði vör við umtal. Fólk sakaði hana jafnvel um að hafa komið upp á milli þeirra heitbundnu. Fiún sagðist ekki taka það nærri sér: enn ef hun [biskupsdóttir] og foreldrar hennar eru sömu meiningar fellur mer þíngra ecki hafa þaug talad þetta vid mig en mikin þótta og þur lindi hef eg mergt á þeim til min þetta lid eg þeigandi af þeim án þefi ad get nockuð vid þaug talad eda afsakad mig og min einasta hugun er ad eg hef goda samvisku fyrir ecki ad hafa spilt á milli þeirra.41 Þorsteinn fór til móður sinnar að Lambastöðum en hún vildi hins vegar ekki taka á móti Sigríði. Astæðan var sú að Valgerður biskupsfrú var móðursystir hans og þótti móður hans illa vegið að systur sinni. Þess má geta að Þorsteinn hafði verið í heimanámi Steingrími og ímynda sér hversu nátengdur hann var þeim hjónum. Þorsteinn og Sigriður lögðu mikið á sig til að eigast en við það hafnaði Þorsteinn mun vænlegri kosti. Hann þótti efnilegur námsmaður og hefði líklegast orðið heppilegur biskups- kandídat sem tengdasonur biskups. Þetta bendir til þess að aðrar ástæður en efnahagslegar hafi legið að baki hjúskaparáformum þeirra. Gísli Ágúst Gunnlaugsson hefur athugað hvenær ást fór að hafa áhrif á makaval hér á landi. Hann styður rannsókn sína við sjálfsævisögur en tekur fram að hann hafi ekki litið á einkabréf. Hjá honum kemur eftirfarandi fram: „Athugun á sjálfsævisögum virðist styðja tilgátuna um að ástin hafi ekki skipt ýkja miklu máli við hjúskaparstofnun á síðari hluta 18. aldar og fyrri hluta hinnar I9.”4^ Gísli telur að önnur sjónarmið, eins og t.d. efnahagsleg, hafi verið rikjandi allt fram til loka 19. aldar.43 Þorsteinn og Sigríður eru dæmi um hið gagnstæða og eru bréf því liklega heppilegri heimildir til að rannsaka svo persónuleg mál. Ástæðan er sú að í mörgum sjálfsævi- sögum, sérstaklega þeim eldri, kemur fram að fólk virðist veigra sér við að fjalla um tilhugalíf sitt og oft á tíðum er jafnvel sleppt að segja frá giftingunni sjálfri. Ljóst er að skoða þarf fleiri bréf frá þessum tíma til að komast að marktækum niðurstöðum. Hiartans sár Sigríður varð fyrir ýmsum erfiðleikum og mótlæti í lifinu og leitaði hún þá ákaft stuðnings og ráða hjá bróður sínum. Við ástvinamissi gætti mikillar tilfinningasemi í bréfum hennar. I gegnum allar sínar sorgir létti hún þjáninguna með því að segja að þetta væri vilji guðs og það væri hann sem réði. „Langar finnast mier nú tídir sidan i vor ad mínum goda gudi þoknadist ad taka modur mína fra mier en eg veit ad þad er skilda min ad vera ánægd med hans rádstafanir”.44 Við lestur bréfa kvenna frá fyrri hluta 19. aldar virðist slíkur guðsótti einkennandi líkt og fram kemur í bréfi Ragnheiðar Finnsdóttur árið 1801: „Guði sé lof fyrir það, að mér liður sem vant er allt bærilega, en hvernig um lífsbjörg fer fyrir mig og mitt hús komandi vetur, ef eg lifi, því ræður guð og sjái bezt fyrir mér og mínum, hann mun það og svo gjöra ...”45 Eftir lát móður Sigriðar gætir mikillar örvæntingar um að amman yfirgæfi þær systur enda óvíst hvað þá yrði um þær. hefur Amma min verid med lasnastamoti um stundir og get eg ei sagt þier hvad hrædd eg er og vifi mattu vera um þad ad ef eg mifii hana legg eg af stad gangandi til þín ef Soti minn dugir ei til ad brua mig i alvöru ad seigia verd eg indis lítil ef eg mifii hana46 I heil fjögur ár lifðu þær systur milli vonar og ótta að amma þeirra hrykki upp af en henni fór mjög aftur. Loks skrifaði hún bróður sínum: „Amma ockar Elskuleg er búinn að fá lausn frá þefiu mædusama lífi ... þú getur næri hvad vid veasalings systur lidum”.4', Hámarki náðu hremmingar Sigríðar er Þorsteinn, eiginmaður hennar, lést eftir aðeins sex ára hjúskap. Það vekur athygli að bréfaskriftir þeirra systkina lögðust niður á meðan hún var gift. „...enn nú hefur honum þó blefíudum þoknast ad særa mig því sárinu sem aldrei grær því hiartans sár eru ólæknandi og þaug svída og svída sárt medan lífid endist... “ Sagnir 1996 - 2®

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.