Sagnir - 01.06.1996, Qupperneq 29

Sagnir - 01.06.1996, Qupperneq 29
.BRÉFSmÐ.EB.Ae.SÍ&JAfRÁmFRIMÉR. Fór Pétur meö þrjá menn og stal öllum verkfaerum sem hann fann Ástæðan virðist vera sú að Þorsteinn og Páll skrifuðust á og höfðu gert það árum saman. Það er hins vegar sérkennilegt að nafn Sigríðar skuli ekki fylgja með í bréfum Þorsteins. Eftir lát hans ritaði hún bróður sínum á ný, yfirbuguð af sorg: Þad er langt sídan eg hef skrifad þér línu en nu má eg til þegar eg hef mist mína hialp bædi til þefi og annars, og í þefi stad vili sorgin og neidin slíta mig sundur á milli sín, þó ecki med öllu vonar eda huggun- arlausa, því gud er mín vernd og fadir kiær sín börn aldrei forlátid fær enn nú hefur honum þó blefiudum þoknast ad særa mig þvi sárinu sem aldrei grær því hiartans sár eru ólæknandi og þaug svída og svída sárt medan lífid endist, þettad hef eg nú reint í so hastarlegu fráfalli Mansins m. sem mér er of þúngt ad skrifa þér hvurnin atvikadist so eg bid þefi Sg. br. m. (Siggeir bróður minn)4® Dánarorsökin kemur í ljós í bréfi sem Siggeir ritaði Páli og má segja að aðdragandinn sé skelfilegur. I bréfinu segir: [Þorsteinn] var fullfrískr á líkamanum en ástand sálarinnar vyrdtis bædi mér og ödrum sem til hans þektu hid mótsetta af því sem þad hafdi ádur verid. Hann hafdi ne[fnilega] óteljandi plön í höfdinu sem han lét í liósi vid flesta, sem heyra vildu og sem flestöll voru honum um megn að koma i verk, han var miklu kátari en han átti að sér ... han undi ekki stundu lengur á hverjum stad og hvar sem hann kom faladi hann alla hluti þá er han sá eigulega til kaups svo eg vard ad gánga med honum hvert sem hann fór til þefi að vara fólk vid honum þar hann ei væri med heilum sönsum ... fór honum dagverstnandi, sóknarmenn höfdu lofad henni [Sigríði] ad fylgia honum, hver frá sér. En þetta brást þeir létu han einan sér fara frá Reykjum ... á leidinni hefur han beigt vid og ætlað yfir Reykjadalsá, sem var brádófær því hestförin sáust útí hana og uppúr aftur, en presturinn sál. hefur líklega stungist um leid og hesturinn framm af gamla ísskorinni ...49 Ekki fór á milli mála að söknuðurinn var mikill er Sigríður skrifaði bróður sínum síðar: „Mier og mínum lídur ad ölluleiti vel ad undanteknri þeirri sorgin sem þú veist ad hiedanaf verdur minn förunautur medan tóri”.50 Fyrst í stað var Sigríður gripin mikilli örvæntingu og lagði hún allt traust sitt á bróður sinn: „veit eg þú sæir eitthvad um ockur munadarleisingana”.51 Henni fannst hún ósjálfbjarga og vildi helst að Páll sækti um Reykholt svo hún gæti búið þar áfram ásamt dætrunum, en ekki tókst henni að sannfæra hann um það. „Ecki er þá farid ad gruna um hvur fái Reykholt eg vildi eg giæti gért þeim galdur til ad skikka þig fyrst þú vilt ecki sækia”.52 Þegar henni var ljóst að Páll kæmi ekki hafði hún einungis sjálfa sig til að reiða á. Það er líkt og vendipunktur verði hér í lífi Sigríðar og ný stefna taki að mótast. Ekkert gefið eftir Reykholt var einungis bústaður starfandi prests og fjölskyldu hans. Nýr prestur var ráðinn í kjölfar láts Þorsteins og varð Sigríður að finna sér annan sama- stað. Það er eins og breyting verði á Sigríði eftir að hún varð ekkja. Hún sýnir ótrúlega ákveðni og jafnvel hörku er hún lendir í hverju þrætumálinu á fætur öðru. Bréfin eru uppfull af átökum líðandi stundar. Hún er svo upptekin að hún varla minnist á dætur sínar þrjár, ólíkt Þorsteini á meðan hann var á lífi: „... eg hef hvurki tíma né tækifæri til ad leggia mig nidur vid árídandi bréfa- skriptir.”55 Eftirfarandi þrætur Sigríðar eiga sér stað á einungis fjórum árum og eru þær engan veginn upptaldar hér. Orvæntingarfull leit upphófst hjá Sigríði að nýjum íverustað. „Nú þikist eg bagstöd og beidist nú stirks af þér og amtm. ad siá eitthvad um ad eg verdi ekki á húsgangi”.54 Reykholtskirkja átti hálfan jarðarskika þar sem bærinn Síðu- múli stóð og tók Sigríður fljótlega að beina sjónum sínum að honum. Vandamálið var hins vegar að þar bjó maður sem alls ekki var á leið burtu. Sigriður skrifaði bróður sínum: „taladist svo til á milli ockar prófastsins ad hann skrifadi Joni í Sidumúla advörun um ad hann hliti ad standa upp frá mér á næstkomandi vori þar eg sialf neiddist til ad taka jördina”.55 Ekki vandaði Sigriður Jóni kveðjurnar i bréfunum: „hugsadi eg ad eg hefdi rád hans i hendi mér, enn hann hotar kirr ad sitia med stirk og rádi hreppstiórans i hálsasveit hvar hann er sveitlægur (med hiski sinu)”.56 Með aðstoð prófasts tókst Sigriði beinlínis að reka Jón burtu og flutti sjálf að Siðumúla. Hjá Jóni Helgasyni kemur fram að á þeim tima hafi ekki verið „fátítt við prestaskipti” að prestsekkjur lentu í deilum við hin nýju prestshjón.57 Sigríður var þar engin undantekning og stóð hún i löngu stappi við séra Jónas Jónsson. Ástæðan var sú að hún og maður hennar höfðu látið byggja loft á kirkjuna i Reykholti og krafðist hún þess að Jónas, sem hinn nýi ábúandi, greiddi sér það. Þrátt fyrir að stiftið væri á hennar bandi heyrðist litið frá séra Jónasi: „ecki er Sera Nasi enn þá 29-Sagnir 1996
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.