Sagnir - 01.06.1996, Page 30
. KRJ.5TRÚN. H ALLA. H ELGA.Q.QTTIR
búin að borga”.58 Sigríður hótaði að rífa
kirkjuloftið en þá létu sóknarmenn hans
til sín heyra og fyrir milligöngu þeirra
greiddi prestur reikninginn: eg þacka
hamingunni að fá þetta litla því eingin
madur fær hiá nasa skuldir sínar og sagt
er að hann fái ecki handa sér að ieta í
kaupstadnum fyrir skuldum”.59
Harðasta rimman var við Pétur í
Norðtungu og má segja að þar nái
þrætumál hennar hápunkti. Bréfin eru
uppfull af æsingi út í Pétur og á meðan
deilan stóð yfir komst ekkert annað að
hjá henni. Sigríður fór að ráðum
húsbónda bróður síns og sendi ellefu
menn að yrkja skóg sem hún var nýbúin
að lögfesta. Þegar mennirnir gengu til
náða „fór Pétur með 3 menn og stal
öllum verkfærum sem hann fann ... og
heilsadi hann upp á þá sem í Tialdinu
voru ... og sagdi þeim væri ófrials
skógurinn sem þeir hefðu yrkt og eptir
lítid samtal stöck útí mirkrid”.60 Sigríði
var mikið niðri fyrir vegna þessa og
skrifaði bróður sinum: „Eg ætla ad bidia
yckur húsbónda þinn ad leggia til ord
vid Ottesen eda Sýsluman. Lund ... ad
refiahundurin Pétur trodi mig ei undir
fotum sér.“61 Pétur stefndi Sigríði
nokkrum sinnum til að fá skóginn
viðurkenndan sem sína eign. Ekki er
hægt að greina neinn sáttartón í orðum
Sigríðar: „ecki bist eg vid ad gefa honum
eptir á forlíkuninni eina þúfu af þeim
umþrætta parti og hef eg þá ecki önnur
rád enn leita uckar húsbonda þíns gódu
ráda og framkvæmdar ... eda seigdu mér
hefur eingin mindugleika til ad bidia Pt.
(Pétur) að halda kiapti".62 Að lokum
komst sú sætt á að Sigríður fékk að
halda sínum hlut í skóginum og fannst
henni samningurinn „nockud fátæklegur
eptir svo fyrirhafnarmikla biriun þvi alt
er nú sama og ádur var.“68 Óneitanlega
minna þessir atburðir á senu í þekktri
Islendingasögu. Hafa verður þó í huga
að það er erfið aðstaða Sigríðar sem
rekur hana áfram en ekki eingöngu
kvenskörungseðli.
Niðurlag
Á þessu stutta tímaskeiði í lífi Sigriðar
má greina mikla breytingu á henni.
Framan af virðist hún auðmjúk gagnvart
Páli og fram koma sífelldar afsakanir um
eigin vanmátt. Helst kemur þetta fram í
fyrstu bréfunum hennar. Athygli vekur
hversu skriftarkunnáttan var henni
mikilvæg. Skriftin opnaði ekki einungis
leið til tjáskipta við bróðurinn heldur
virðist hún hafa gegnt mun þýðingar-
meira hlutverki fyrir Sigríði. Það er likt
og með henni komist hún í fullorðinna
manna tölu. Móðir hennar ól á metnaði
systkinanna t.d. með því að bera rithönd
þeirra saman. Ööryggi Sigríðar gagnvart
Páli ætti ekki að koma á óvart þar sem
hann var í heimanámi hjá Steingrími
Jónssyni, ásamt Hannesi syni Steingríms,
og naut þ.a.l. mun betri tilsagnar í skrift
og stafsetningu:
æ lattu nu æungvan sia þettad liota
klor og sidst jafnaldra min Hannes
„... ecki bíst eg vid ad gefa honum eptir á
forlíkuninni eina þúfu afþeim umþrætta parti og
hef eg þá ecki önnur rád enn leita uckar
húsbonda þíns gódu ráda og framkvæmdar...
eda seigdu mér hefur eingin mindugleika til ad
bidia Pt. (Pétur) að halda kiapti..."
eftir að hún varð ekkja. Þegar nágranna-
erjur hennar stóðu sem hæst breyttist
guðsorðið jafnvel í blót og ragn. Ekki er
ósennilegt að skrúðmælgin hafi komist
úr tísku er leið á öldina vegna þess að
ekki er hægt að greina slíkt í bréfum
kvenna þegar nær dregur aldamótum.
Sigríður virðist örvæntingarfull og
nánast bjargarlaus við ástvinamissi en
þegar á reynir sýnir hún mikla ákveðni
og er hörð í horn að taka. Það er líkt og
hún herðist við að þurfa að bjarga sér
sjálf. Eftir lát manns síns barðist hún
með kjafti og klóm fyrir húsaskjóli
handa sér og dætrum sínum. Hún var
staðráðin í að halda fast í sitt og láta
ekki nokkurn mann vaða yfir sig svo við
lá að úr hófi keyrði stundum. Bróðir
hennar, með amtmann sér við hlið, studdi
hana dyggilega en ákefð hennar gekk þó
fram af honum. „Eg þori ecki anad en
eftir veniu minni ad þacka þér fyrir
tilskrifid ... enda þó þú sneipir mig fyrir
alt sem þér dettur í hug, og eg er þó ad
---------- rembast vid ad
eins og þú
mér“.66
Segja má að Sigríður
hafi aðra lyndiseink-
unn en menn hafa
almennt talið einkenna
19. aldar konuna.
Hún er engan veginn
þögul, þunglynd,
gera
segir
þvi eg held þad sie olikt skrifi hans
þad eru ecki meira en 3 dagar sidan
eg for ad bera mig ad skrifa fliota-
skript en ei er heldur mikil til sögnin
þvi modur min er so aum ad valla
getur sagt mier til64
I upphafi og endi bréfanna er skrúð-
mælgi fyrirhafnarmikill þáttur. Þetta eru
staðlaðar setningar, ekki aðeins í bréfum
Sigríðar heldur einnig hjá öðrum konum
á þessum tíma.65 Liklega hefur hver apað
upp eftir öðrum og ákveðin hefð skapast
við bréfaskriftirnar. Athygli vekur að
skrúðmælgin hvarf að mestu hjá Sigríði
ósjálfstæð tilfinningavera eða ófrjálsleg
og hún lætur aðra ekki ganga fyrir í
skrifum sínum. Bréf Sigríðar bera vott
um mikla tilfinningasemi. Hún skrifaði
Páli frá sínum dýpstu leyndarmálum
þannig að hægt er að lesa um sorgir
hennar, gleði, vonir og ástina í lífinu.
Bréf Sigríðar eru að mörgu leyti
óvenjuleg og má vera að þau lýsi ekki
hinni dæmigerðu islensku nitjándualdar
konu. Hins vegar veita þau góða innsýn í
hugarheim hennar og sýna að útilokað er
að draga konur þess tima í sama dilk.
Sagnir 1996 - 30