Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 33

Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 33
kir herflokkar Jón Sigurðsson forseti var einn þeirra sem hvatti til þess að íslendingar stofnuðu sjálfir landvarnarlið. Jón Guðmundsson ritstjóri Þjóðólfs gerði slíkt hið sama I blaði sínu. Björn Bjarnason hefur nýlega viðrað hliðstaeðar skoðanir um stofnun landvarnarliös. Eyja hóf Kohl undirbúning að stofnun varnarliðs. Hugmyndin var að allir fullhraustir karlmenn gengju til liðs við sveitina sem hann vildi kalla Herfylk- ingu Vestmannaeyja en enginn var þó neyddur til þátttöku. Tilgangurinn með stofnun sveitarinnar — — var margþættur og í bréfi til danskra yfir- valda lýsir Kohl því til hvers hann ætlað- ist. I fyrsta lagi skyldi þetta vera varnarsveit gegn árásum og ágangi útlendinga en einnig var henni ætlað að styrkja framkvæmdavaldið í Vestmannaeyjum. Enn einn þátturinn var að efla þol og þrek manna með ýmsum íþróttaæfingum. Ingimar Jónsson telur að vegna mikilvægis íþróttaiðkunar innan sveitarinnar megi telja að þarna hafi verið fyrsta skipulagða íþrótta- starfsemi á íslandi.6 Herfylkingin var liklega einnig fyrsta „bindindisfélagið" sem hér var sett á fót, því að þótt það hafi ekki verið eiginlegt bindindisfélag þá var algjör reglusemi eitt af skilyrðun- um fyrir inngöngu í liðið. Sýslu- maðurinn gerði mikið úr þessu atriði við liðsmenn sveitarinnar og í bréfum sinum til yfirvalda. Ekki er til neitt eitt einhlítt svar við því hvers vegna Eyjar urðu fyrsti og eini Ekki er til neitt eitt einhlítt svar við því hvers vegna Eyjar urðu fyrsti og eini staðurinn á landinu til að eignast varnarlið. staðurinn a landinu tu að eignast varnarlið. Nærtækast væri að benda á Kohl sjálfan sem án efa átti stóran þátt i tilurð sveitarinnar. Einnig hafði sú staðreynd að Heimaey er fjarri öðrum byggðum bólum án efa sín áhrif á að sveitin var stofnuð en drifkraftur og bakgrunnur Kohls ásamt jákvæðum við- brögðum Eyjamanna sjálfra gerðu Her- fylkinguna að veruleika. Það sem hins vegar varð til þess að sveitin náði að vopnast og verða alvöru herflokkur verður varla skýrt að fullu nema með viðhorfsbreytingu danskra stjórnvalda til vopnaburðar Islendinga. Áhrif og staða Kohls sjálfs í danska stjórnkerfinu hefur einnig örugglega haft sitt að segja og liðkaði fyrir því að Danir tóku þá afstöðu að afhenda Herfylkingunni, í tveimur skömmtum á árunum 1856 til 1858, sextiu riffla með byssustingjum, korða handa yfirmönnum, trumbur og aðra nauðsynlega hluti sem svona sveit þurfti að eiga.7 Allt frá siðaskiptum hafði það verið stefna Dana að halda vopnum frá Íslend- ingum svo að þessi sinnaskipti stjórn- valda voru sannarlega breyting frá fyrri stefnu. Venjan var sú að þegar einka- hersveitir í Danmörku báðu um vopn frá stjórnvöldum þurftu þær sjálfar að greiða fyrir þau en rök Kohls og stuðn- ingur stiftsyfirvalda leiddu til þess að 200 ríkisdalir af því fé sem ætlað var til óvissra útgjalda ríkisins runnu til Her- fylkingar Vestmannaeyja.8 Þrátt fyrir að mörkuð hafi verið timamót í landvarnarsögu íslands með stofnun Herfylkingarinnar var lítið fjall- að um þennan viðburð í blöðum og 33 — Sagnir 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.