Sagnir - 01.06.1996, Qupperneq 36

Sagnir - 01.06.1996, Qupperneq 36
. JPBjQSI.U B. .S.VEER ISSDJil Vestmannaeyjar hafa oröiö hvaö alvarlegast fyrir barðinu á erlendri ágengni og var því ekki óeðlilegt að þar hafi verið stofnað varnarlið. bréf þremenninga barst honum. Taldi hann að ekki væri nein þörf á þessum stað að stofna skotfélag sem þetta en benti þó á að tilkoma félagsins gæti leitt til aukinnar þekkingar íbúanna í með- ferð skotvopna. Amtmaðurinn taldi að þar sem enginn væri hæfur til skylm- ingaþjálfunar væri óþarfi að senda slík vopn. Þrátt fyrir þessar athugasemdir fór hann fram á það við stjórnina að athugað yrði hvort ekki væri hægt að sjá af einhverjum byssum.26 Þann 24. apríl 1869 barst síðan bréf frá stjórninni þar sem samþykkt hafði verið að útvega 20 byssur með byssustingjum til afnota fyrir skotfélagið.27 Þótt amtmaður hafi reynt að sjá eitthvað jákvætt við stofnun liðsins skín það í gegnum bréfið til stjórnarinnar að hann taldi litla ástæðu til að stofna slíka varnarsveit í verslunarstaðnum Stykkis- hólmi. En svo að hann brygðist ekki alveg trausti þeirra sem um vopnin báðu fór hann fram á að einhverjar byssur yrðu sendar þessu tilvonandi félagi. Þegar vopnin komu um vorið 1869 gekk amtmaðurinn í að afhenda þau en full- víst má telja að hann hafi ekki skýrt forsvarmönnum skotfélagsins frá því hvaða skoðanir hann hefði á þessum framkvæmdum. Þetta kemur greinilega fram í bréfi frá þremenningunum til amtmanns eftir að í ljós kom að aðeins 20 byssur með byssustingjum voru í sendingunni sem kom frá Danmörku. I bréfinu segja þeir að ýmsa ómissandi hluti vanti í send- inguna og án þeirra gætu byssurnar ekki komið þeim að gagni. Fóru þeir því fram á það við amtmanninn að hann leitaði aftur til stjórnarinnar um að útvega eftirtalda hluti: 20 Sverð (Infanterie-Sabler) 20 Mittisólar (fyrir sverðin eður byssustingina) 20 Kúlumót fyrir þær rendu byssur, 20 Patrontöskur og Verkfæri til að búa til Patrónur í. Ennfremur væri æskilegt, ef hinir fyrr umbeðnu 5 Rifflar gætu fengist, með því er þeim ber að fylgja.28 Það er augljóst á þessari upptalningu að varnarsveitin átti að vera vel búin og þeir ætlaðu sjálfir að búa til skotfærin á staðnum. Svo virðist vera að amtmaður hafi ekki orðið við þessari beiðni og bendir flest til þess að hann hafi reynt að svæfa málið og það hafi að lokum dagað uppi. Það sem rökstyður þetta er eftirfarandi minnispunktur, sem líklega hefur verið skrifaður af amtmanni sjálfum, efst á bréfi þremenninganna: „Bíður fyrst um sinn til næsta hausts.“2^ Engar frekari heimildir um þetta sér- stæða mál hafa fundist en afstaða amt- mannsins, Bergs Thorberg, var án efa helsta orsök þess að ekki tókst að stofna heimavarnarlið í Stykkishólmi. Ekki er hægt að útiloka að hann hafi síðar látið skoðun sína á málinu í ljós munnlega en allt eins er mögulegt að hann hafi haldið þremenningunum volgum en þeir síðan gefist upp og látið af þessum hugmynd- um sínum um landvarnarlið að hætti Eyjamanna. Ef heimavarnarlið hefði komist á legg í Stykkishólmi er ekki fráleitt að ætla að slík lið kynnu að hafa sprottið upp víðar. Því ætla má að Danir hefðu áfram sýnt jákvæð viðbrögð við vopna- beiðnum, og Stykkishólmsliðið ásamt Herfylkingu Vestmannaeyja hefðu orðið öðrum verslunarstöðum hvatning og for- dæmi til að gera slíkt hið sama. Það sem gerði vopnabeiðni þeirra á Stykkishólmi frábrugðna þeirri sem Reykvíkingar lögðu fram var hin skýra ósk um „fótgönguliðsbyssur með byssu- stingjum.“ enda var tilgangur þessa skot- félags annar en hinna tveggja sem stofn- uð voru næst á undan. Það er nokkuð merkileg tilviljun að báðar þessar vopn- abeiðnir komu á þeim tíma er varnarsveit Eyjamanna var að syngja sitt síðasta og mögulegt er að stjórnvöld hafi talið sig vera að styðja við félagssamtök sem hafi ætlað að feta i þeirra spor. Sagnir 1996 - 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.